Fleiri fréttir Demi Moore ósátt við Ashton Kutcher Leikkonan Demi Moore er ósátt með eiginmann sinn, leikarann Ashton Kutcher. Kutcher sást á dögunum á stefnumóti með Milu kunis. Þau hafa lengi þekkst og kynntust við tökur á That's the 70's show þar sem þau léku kærustupar. 4.7.2012 12:10 Tom grátbað Katie að koma aftur til Íslands Tom Cruise grátbað Katie Holmes að koma aftur til Íslands og fagna fimmtugsafmæli sínu hér á landi í síðustu tilraun til að bjarga hjónabandi þeirra. Hann sakaði Katie um að vera hjartalaus þegar hún neitaði að koma aftur, samkvæmt US Magazine. Tom og Katie standa núna í forræðisdeilu um 6 ára gamla dóttur þeirra, Suri Cruise. Tom hefur sótt um sameiginlegt forræði. Þetta staðfesti lögfræðingur leikarans, Bret Fields. Hann segir leikarann miður sín yfir skilnaðinum og að hann sé ekki tilbúinn að tjá sig opinberlega um málið. 4.7.2012 11:12 Katy Perry kyssir ungan aðdáanda Katy Perry smellti kossi á kinn hjá ungum aðdáenda á rauða dreglinum í London á dögunum 4.7.2012 10:55 Útpælt og proggað popp Skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. 4.7.2012 10:45 Tom Cruise tekjuhæstur í Hollywood Þó svo að það gangi illa í persónulega lífi Tom Cruise þessa dagana, gengur honum vel í starfi. Samkvæmt Forbes tímaritinu er Tom Cruise hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood. Hann þénað 75 miljónir dollara á síðasta sem nemur um 9 milljörðum króna. Aðrir þekktir leikarar sem prýddu listann voru Leonardo DiCaprio, Ben Stiller, Johnny Depp og Robert Pattison. 4.7.2012 10:34 Listrænn stjórnandi fyrir sýningu hjá Cedar Lake „Ég er stílisti fyrir tískublöð, auglýsingar og aðila á borð við Oprah Winfrey og Diana Sawyer,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti í tískuborginni New York. Nú síðast var hún fengin sem listrænn stjórnandi fyrir sýningu Cedar Lake dansflokksins, sem er einn sá virtasti í New York, en hún var frumsýnd 18. júní og lauk á dögunum. Hún telur uppsetninguna til stærri verkefna sinna. 4.7.2012 10:00 Rokk og ról í Hafnarfirði Botnleðja hélt opna æfingu í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær. Hljómsveitin vaknaði nýlega til lífsins á ný og kemur meðal annars fram á Bestu útihátíðinni, Eistnaflugi og Þjóðhátíð í sumar. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við á æfingunni. 3.7.2012 20:00 Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð "Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli,“ segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. 3.7.2012 15:00 Stækka hlustendahópinn í gegnum sjónvarpsþætti Lag með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði undir dansatriði í sjónvarpsþættinum So Yo Think You Can Dance sem sýndur var á Fox-sjónvarpsstöðinni á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem lag með sveitinni er notað í þættinum. 3.7.2012 14:00 Tiny frumsýnir myndband á Vísi á föstudag Næstkomandi föstudag mun rapparinn Tiny frumsýna glænýtt myndband við lagið 1000 Eyes hér á Vísi. Lagið 1000 Eyes kom út á Tonlist.is fyrir um einum og hálfum mánuði síðan, en sem kunnugt er var lagið samið af þeim fyrrum Quarashi liðum Sölva Blöndal og Agli "Tiny" Thorarensen. 1000 Eyes er fyrsta lagið úr smiðju þeirra Sölva og Tiny, en einnig er von er á fyrsta laginu úr smiðju Sölva undir nafninu Halleluwah seinna í sumar. 3.7.2012 13:00 Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. "Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. 3.7.2012 11:00 Katie Holmes er búin að taka giftingahringinn niður Katie Holmes, barnsmóðir Tom Cruise, er búin að taka niður giftingahringinn. Hún sást án hans í fyrsta skipti í New York í gær. Ljósmyndarar sátu fyrir henni í New York. Katie var með hringinn í síðustu viku en á föstudaginn sagði tímaritið People frá því að Katie hefði sótt um skilnað. 3.7.2012 09:29 Tilbury tjaldar öllu til á útgáfutónleikum í Iðnó Hljómsveitin Tilbury ætlar að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar með veglegum tónleikum í Iðnó á fimmtudagskvöld. Þar verður öllu til tjaldað; öll platan verður leikin í fyrsta sinn, valinkunnir tónlistarmenn munu aðstoða við tónlistarflutninginn, nýstirnin í Kiriyama Family munu sjá um upphitun og svo verður frumsýnt splúnkunýtt myndband við næstu smáskífu Tilbury, "Drama", sem unnið var af Helga Jóhannssyni og Atla Viðari Þorsteinssyni. 3.7.2012 16:30 Johnny Depp kominn með nýja Leikkonan Amber Heard er hætt með kærustu sinni til margra ára og kynda fréttirnar enn frekar undir þann orðróm að Heard eigi í ástarsambandi við leikarann Johnny Depp. Uppi hefur verið orðrómur um að Depp og Heard ættu í sambandi allt frá því í janúar á þessu ári, en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni The Rum Diaries. Depp og sambýliskona hans, franska söngkonan Vanessa Paradis, slitu sínu sambandi fyrir skömmu. 3.7.2012 10:00 Hann á afmæli í dag Tom Cruise er fimmtugur í dag, en hann hefur eflaust oft verið kátari á afmælisdaginn. Katie Holmes, eiginkona hans, sótti um skilnað á dögunum, skömmu eftir að hún hitti hann hér á landi. Til stóð að Tom Cruise myndi halda upp á afmælið sitt hér á landi í dag, en óvíst er hvort áformin standi, í ljósi nýjustu frétta. Connor, sonur Toms Cruise og Nicole Kidman, ferðaðist með föður sínum um landið í síðustu viku og nú hefur Isabella, systir hans, slegist í för. 3.7.2012 08:00 Miss J. hrifinn af Munda "Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París,“ segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. 2.7.2012 20:00 Hrefna Rósa grillar fyrir landsmenn „Ég hef sjaldan hlakkað jafn mikið til enda er þetta sjónvarp allra landsmanna,“ segir kokkurinn Hrefna Rósa Sætran sem ætlar að grilla fyrir landsmenn á Ríkissjónvarpinu í haust. Hrefna Rósa er þessa dagana að undirbúa tökur á nýrri þáttaröð sem sérhæfir sig í grillmatreiðslu. Serían er leikstýrð af Kristófer Dignus og framleidd af Stórveldinu. Hrefna Rósa er ánægð að fá tækifæri til að elda á Rúv en hún hefur undanfarin ár verið með matreiðsluþætti á Skjá einum. 2.7.2012 17:00 Fjórða myndband Sigur Rósar kom í dag Fjórða myndbandið í tilraun Sigur Rósar, The Valtari mystery film experiment, kom út í dag. Myndbandið gera leikstjórarnir Arni & Kinski sem eru kunnir af fyrra samstarfi sínu við Sigur Rós, en þeir leikstýrðu m.a. myndböndum við lögin Glósóli og Viðrar vel til loftárása. 2.7.2012 16:39 Sýnir með Issey Miyake og Dior á tískuvikunni í París "Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda,“ segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. 2.7.2012 15:00 400 stelpur mættu í prufur fyrir Vonarstræti Leikaraprufur fyrir kvikmyndina Vonarstræti fóru fram á laugardaginn. Ljóst er að ungdómur landsins er spenntur fyrir að fá hlutverk því það mættu rúmlega 400 stelpur í Bankastrætið í von um að landa hlutverki í myndinni. Baldvin Z leikstjóri og framleiðendur hjá Kvikmyndafélagi Íslands voru að vonum mjög ánægðir með mætinguna og áhugann á myndinni. 2.7.2012 13:00 Leno missti af brennivíninu Spjallþáttakóngurinn Jay Leno rétt missti af því að fá að prufa íslenskt brennivín síðastliðinn föstudag. Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men heimsóttu hann þá í þáttinn The Tonight Show og fluttu þar smell sinn Little Talks. Meðlimir hljómsveitarinnar höfðu ráðgert að gefa Leno íslenskar gjafir og tóku með sér ytra íslenskt brennivín, harðfisk og poka af kúlusúkk. Því miður gleymdust gjafirnar þó uppi á hótelherbergi og fékk Leno því aldrei að njóta þeirra. 2.7.2012 12:15 Milljóna króna myndir Ljósmyndari Morgunblaðsins, Júlíus Sigurjónsson, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann náði myndum af stórstjörnunni Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes á rölti í miðbæ Reykjavíkur. Örfáum dögum eftir að myndirnar voru teknar sótti Holmes um skilnað frá eiginmanni sínum og eru þessar myndir því með þeim allra síðustu sem náðust af parinu saman. 2.7.2012 12:00 Karl Bretaprins verður tískuspekingur Það er enginn annar en Karl Bretaprins sem gefur karlmönnum tískuráðleggingar í júlíútgáfu breska GQ-tímaritsins. Karl hefur löngum verið ötull talsmaður breskrar fatahönnunar en prinsinn var í vor kosinn einn af bestu klæddu mönnum Bretlands af lesendum GQ. 2.7.2012 10:00 Fyrirsætur í hár saman á Twitter Íraelska ofurfyrirsætan Bar Refaeli reitti samstarfskonu sína, Irinu Shayk, til reiði þegar hún birti skoðun sína á klippingu fótboltakappans Cristiano Ronaldo, kærasta Shayk, á Twitter. Refaeli var ekki par hrifin af hárgreiðslunni sem Ronaldo skartar á meðan hann spilar með portúgalska landsliðinu á EM í knattspyrnu og skrifaði á Twitter: ?Það eina sem ég get hugsað um þegar ég sé Ronaldo er að það ætti að banna hárgel.? 2.7.2012 08:00 Elton John segir rangt að berja samkynhneigða Elton John kom fram á styrktartónleikum í Kiev í Úkraínu í gær. Þar hvatti hann Úkraínumenn til þess að láta af ofsóknum á hendur samkynhneigðum. Tónleikarnir eru hluti af Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fer að hluta til fram í Úkraínu. John kemur reglulega til Úkraínu og kallar landið í raun annað heimili sitt. "Nýlega las ég um ofbeldi gagnvart samkynhneigðum í Úkraínu. Það er rangt að berja samkynhneigt fólk og hæfir ekki Úkraínu,“ sagði hann. Hann hvatti til þess að látið yrði af ofbeldinu. 1.7.2012 17:16 Jade Jagger í hnapphelduna Jade Jagger giftist Adrian, unnusta sínum, í gær. Jade, sem er 40 ára gömul, er dóttir Micks Jagger og Bianca Jagger. Jade og Fillary giftu sig Aynhoe Park hótelinu nærri Banbury í Oxfordskíri. Á meðal gesta voru Kate Moss, Jerry Hall og hálfsystirin Elizabeth Jagger, eftir því sem Star Magazine greinir frá. Dætur Jade voru brúðarmeyjar í brúðkaupinu. 1.7.2012 16:51 Sjá næstu 50 fréttir
Demi Moore ósátt við Ashton Kutcher Leikkonan Demi Moore er ósátt með eiginmann sinn, leikarann Ashton Kutcher. Kutcher sást á dögunum á stefnumóti með Milu kunis. Þau hafa lengi þekkst og kynntust við tökur á That's the 70's show þar sem þau léku kærustupar. 4.7.2012 12:10
Tom grátbað Katie að koma aftur til Íslands Tom Cruise grátbað Katie Holmes að koma aftur til Íslands og fagna fimmtugsafmæli sínu hér á landi í síðustu tilraun til að bjarga hjónabandi þeirra. Hann sakaði Katie um að vera hjartalaus þegar hún neitaði að koma aftur, samkvæmt US Magazine. Tom og Katie standa núna í forræðisdeilu um 6 ára gamla dóttur þeirra, Suri Cruise. Tom hefur sótt um sameiginlegt forræði. Þetta staðfesti lögfræðingur leikarans, Bret Fields. Hann segir leikarann miður sín yfir skilnaðinum og að hann sé ekki tilbúinn að tjá sig opinberlega um málið. 4.7.2012 11:12
Katy Perry kyssir ungan aðdáanda Katy Perry smellti kossi á kinn hjá ungum aðdáenda á rauða dreglinum í London á dögunum 4.7.2012 10:55
Útpælt og proggað popp Skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. 4.7.2012 10:45
Tom Cruise tekjuhæstur í Hollywood Þó svo að það gangi illa í persónulega lífi Tom Cruise þessa dagana, gengur honum vel í starfi. Samkvæmt Forbes tímaritinu er Tom Cruise hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood. Hann þénað 75 miljónir dollara á síðasta sem nemur um 9 milljörðum króna. Aðrir þekktir leikarar sem prýddu listann voru Leonardo DiCaprio, Ben Stiller, Johnny Depp og Robert Pattison. 4.7.2012 10:34
Listrænn stjórnandi fyrir sýningu hjá Cedar Lake „Ég er stílisti fyrir tískublöð, auglýsingar og aðila á borð við Oprah Winfrey og Diana Sawyer,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti í tískuborginni New York. Nú síðast var hún fengin sem listrænn stjórnandi fyrir sýningu Cedar Lake dansflokksins, sem er einn sá virtasti í New York, en hún var frumsýnd 18. júní og lauk á dögunum. Hún telur uppsetninguna til stærri verkefna sinna. 4.7.2012 10:00
Rokk og ról í Hafnarfirði Botnleðja hélt opna æfingu í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær. Hljómsveitin vaknaði nýlega til lífsins á ný og kemur meðal annars fram á Bestu útihátíðinni, Eistnaflugi og Þjóðhátíð í sumar. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við á æfingunni. 3.7.2012 20:00
Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð "Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli,“ segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. 3.7.2012 15:00
Stækka hlustendahópinn í gegnum sjónvarpsþætti Lag með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði undir dansatriði í sjónvarpsþættinum So Yo Think You Can Dance sem sýndur var á Fox-sjónvarpsstöðinni á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem lag með sveitinni er notað í þættinum. 3.7.2012 14:00
Tiny frumsýnir myndband á Vísi á föstudag Næstkomandi föstudag mun rapparinn Tiny frumsýna glænýtt myndband við lagið 1000 Eyes hér á Vísi. Lagið 1000 Eyes kom út á Tonlist.is fyrir um einum og hálfum mánuði síðan, en sem kunnugt er var lagið samið af þeim fyrrum Quarashi liðum Sölva Blöndal og Agli "Tiny" Thorarensen. 1000 Eyes er fyrsta lagið úr smiðju þeirra Sölva og Tiny, en einnig er von er á fyrsta laginu úr smiðju Sölva undir nafninu Halleluwah seinna í sumar. 3.7.2012 13:00
Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. "Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. 3.7.2012 11:00
Katie Holmes er búin að taka giftingahringinn niður Katie Holmes, barnsmóðir Tom Cruise, er búin að taka niður giftingahringinn. Hún sást án hans í fyrsta skipti í New York í gær. Ljósmyndarar sátu fyrir henni í New York. Katie var með hringinn í síðustu viku en á föstudaginn sagði tímaritið People frá því að Katie hefði sótt um skilnað. 3.7.2012 09:29
Tilbury tjaldar öllu til á útgáfutónleikum í Iðnó Hljómsveitin Tilbury ætlar að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar með veglegum tónleikum í Iðnó á fimmtudagskvöld. Þar verður öllu til tjaldað; öll platan verður leikin í fyrsta sinn, valinkunnir tónlistarmenn munu aðstoða við tónlistarflutninginn, nýstirnin í Kiriyama Family munu sjá um upphitun og svo verður frumsýnt splúnkunýtt myndband við næstu smáskífu Tilbury, "Drama", sem unnið var af Helga Jóhannssyni og Atla Viðari Þorsteinssyni. 3.7.2012 16:30
Johnny Depp kominn með nýja Leikkonan Amber Heard er hætt með kærustu sinni til margra ára og kynda fréttirnar enn frekar undir þann orðróm að Heard eigi í ástarsambandi við leikarann Johnny Depp. Uppi hefur verið orðrómur um að Depp og Heard ættu í sambandi allt frá því í janúar á þessu ári, en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni The Rum Diaries. Depp og sambýliskona hans, franska söngkonan Vanessa Paradis, slitu sínu sambandi fyrir skömmu. 3.7.2012 10:00
Hann á afmæli í dag Tom Cruise er fimmtugur í dag, en hann hefur eflaust oft verið kátari á afmælisdaginn. Katie Holmes, eiginkona hans, sótti um skilnað á dögunum, skömmu eftir að hún hitti hann hér á landi. Til stóð að Tom Cruise myndi halda upp á afmælið sitt hér á landi í dag, en óvíst er hvort áformin standi, í ljósi nýjustu frétta. Connor, sonur Toms Cruise og Nicole Kidman, ferðaðist með föður sínum um landið í síðustu viku og nú hefur Isabella, systir hans, slegist í för. 3.7.2012 08:00
Miss J. hrifinn af Munda "Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París,“ segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. 2.7.2012 20:00
Hrefna Rósa grillar fyrir landsmenn „Ég hef sjaldan hlakkað jafn mikið til enda er þetta sjónvarp allra landsmanna,“ segir kokkurinn Hrefna Rósa Sætran sem ætlar að grilla fyrir landsmenn á Ríkissjónvarpinu í haust. Hrefna Rósa er þessa dagana að undirbúa tökur á nýrri þáttaröð sem sérhæfir sig í grillmatreiðslu. Serían er leikstýrð af Kristófer Dignus og framleidd af Stórveldinu. Hrefna Rósa er ánægð að fá tækifæri til að elda á Rúv en hún hefur undanfarin ár verið með matreiðsluþætti á Skjá einum. 2.7.2012 17:00
Fjórða myndband Sigur Rósar kom í dag Fjórða myndbandið í tilraun Sigur Rósar, The Valtari mystery film experiment, kom út í dag. Myndbandið gera leikstjórarnir Arni & Kinski sem eru kunnir af fyrra samstarfi sínu við Sigur Rós, en þeir leikstýrðu m.a. myndböndum við lögin Glósóli og Viðrar vel til loftárása. 2.7.2012 16:39
Sýnir með Issey Miyake og Dior á tískuvikunni í París "Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda,“ segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. 2.7.2012 15:00
400 stelpur mættu í prufur fyrir Vonarstræti Leikaraprufur fyrir kvikmyndina Vonarstræti fóru fram á laugardaginn. Ljóst er að ungdómur landsins er spenntur fyrir að fá hlutverk því það mættu rúmlega 400 stelpur í Bankastrætið í von um að landa hlutverki í myndinni. Baldvin Z leikstjóri og framleiðendur hjá Kvikmyndafélagi Íslands voru að vonum mjög ánægðir með mætinguna og áhugann á myndinni. 2.7.2012 13:00
Leno missti af brennivíninu Spjallþáttakóngurinn Jay Leno rétt missti af því að fá að prufa íslenskt brennivín síðastliðinn föstudag. Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men heimsóttu hann þá í þáttinn The Tonight Show og fluttu þar smell sinn Little Talks. Meðlimir hljómsveitarinnar höfðu ráðgert að gefa Leno íslenskar gjafir og tóku með sér ytra íslenskt brennivín, harðfisk og poka af kúlusúkk. Því miður gleymdust gjafirnar þó uppi á hótelherbergi og fékk Leno því aldrei að njóta þeirra. 2.7.2012 12:15
Milljóna króna myndir Ljósmyndari Morgunblaðsins, Júlíus Sigurjónsson, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann náði myndum af stórstjörnunni Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes á rölti í miðbæ Reykjavíkur. Örfáum dögum eftir að myndirnar voru teknar sótti Holmes um skilnað frá eiginmanni sínum og eru þessar myndir því með þeim allra síðustu sem náðust af parinu saman. 2.7.2012 12:00
Karl Bretaprins verður tískuspekingur Það er enginn annar en Karl Bretaprins sem gefur karlmönnum tískuráðleggingar í júlíútgáfu breska GQ-tímaritsins. Karl hefur löngum verið ötull talsmaður breskrar fatahönnunar en prinsinn var í vor kosinn einn af bestu klæddu mönnum Bretlands af lesendum GQ. 2.7.2012 10:00
Fyrirsætur í hár saman á Twitter Íraelska ofurfyrirsætan Bar Refaeli reitti samstarfskonu sína, Irinu Shayk, til reiði þegar hún birti skoðun sína á klippingu fótboltakappans Cristiano Ronaldo, kærasta Shayk, á Twitter. Refaeli var ekki par hrifin af hárgreiðslunni sem Ronaldo skartar á meðan hann spilar með portúgalska landsliðinu á EM í knattspyrnu og skrifaði á Twitter: ?Það eina sem ég get hugsað um þegar ég sé Ronaldo er að það ætti að banna hárgel.? 2.7.2012 08:00
Elton John segir rangt að berja samkynhneigða Elton John kom fram á styrktartónleikum í Kiev í Úkraínu í gær. Þar hvatti hann Úkraínumenn til þess að láta af ofsóknum á hendur samkynhneigðum. Tónleikarnir eru hluti af Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fer að hluta til fram í Úkraínu. John kemur reglulega til Úkraínu og kallar landið í raun annað heimili sitt. "Nýlega las ég um ofbeldi gagnvart samkynhneigðum í Úkraínu. Það er rangt að berja samkynhneigt fólk og hæfir ekki Úkraínu,“ sagði hann. Hann hvatti til þess að látið yrði af ofbeldinu. 1.7.2012 17:16
Jade Jagger í hnapphelduna Jade Jagger giftist Adrian, unnusta sínum, í gær. Jade, sem er 40 ára gömul, er dóttir Micks Jagger og Bianca Jagger. Jade og Fillary giftu sig Aynhoe Park hótelinu nærri Banbury í Oxfordskíri. Á meðal gesta voru Kate Moss, Jerry Hall og hálfsystirin Elizabeth Jagger, eftir því sem Star Magazine greinir frá. Dætur Jade voru brúðarmeyjar í brúðkaupinu. 1.7.2012 16:51