Fleiri fréttir

Ný bók á leiðinni

Skáldsagan The Devil Wears Prada sló í gegn árið 2003 og nú geta aðdáendur bókarinnar glaðst því von er á framhaldi hennar innan skamms.

Með nýtt lífsmottó

Leikarinn Robert Pattinson segist vera orðinn þreyttur á persónunni Edward Cullen í nýju viðtali við Shortlist Magazine. Hann segist einnig eiga sér lífsspeki sem hann lifir eftir.

Fékk heilahristing baksviðs

Popparinn Justin Bieber fékk heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Í viðtali við vefsíðuna Tmz.com sagðist Bieber hafa dottið á glervegg, orðið ringlaður en náð að klára síðasta lagið áður en hann fór aftur baksviðs og missti meðvitund í fimmtán sekúndur. Skömmu síðar skrifaði Bieber á Twitter: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram.“

Kennir að segja sögu með mynd

„Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon.

Ekki jafn góð og Alien

Stórmyndin Prometheus verður frumsýnd í Bretlandi um helgina og eru gagnrýnendur þegar farnir að leggja sitt mat á nýjasta verk leikstjórans Ridleys Scott.

Bobbi er skynsöm

Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Whitney Houston, telur að dóttir þeirra, Bobbi Kristina, sé nógu skynsöm til að feta ekki í fótspor foreldra sinna hvað vímuefnanotkun varðar. Einhverjir hafa haldið því fram að hún noti ólögleg vímuefni og hefur hún þurft að neita því opinberlega.

Hlustendaverðlaun FM957 í beinni á Vísi

Hlustendaverðlaun FM957 verða í beinni útsendingu á Vísi í kvöld. Hátíðin, sem verður haldin í Hörpu, hefst klukkan hálf níu í kvöld. Fjölmörg skemmtiatriði verða á boðstólnum, meðal annars mun Jón Jónsson stíga á svið auk þess sem Björn Bragi úr Týndu kynslóðinni mun verða kynnir.

Á toppnum í 15 löndum

Lagið Euphoria með Loreen hefur farið á toppinn í fimmtán löndum eftir sigurinn í Eurovision. Björk er á meðal áhrifavalda sænsku söngkonunnar. Sigurlag Eurovision-keppninnar, Euphoria með sænsku söngkonunni Loreen, hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Eftir að úrslitin urðu ljós rauk lagið í toppsæti vinsældarlista iTunes í fimmtán löndum, þar á meðal í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Grikklandi, Spáni og Eistlandi. Það að lagið skuli hafa náð toppnum í Bretlandi er nokkuð merkilegt því þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eurovision-lag nær þeim árangri. Þá fór hin ástralska Gina G í efsta sætið með hinu grípandi Ooh Aah... Just a Little Bit sem hún söng fyrir hönd Bretlands. "Ég vona að Euphoria verði í hjörtum fólks eins lengi og mögulegt er," sagði Loreen eftir að sigurinn í Eurovision var í höfn.

Bak við tjöldin með Magdalenu Dubik

Deriva Jewels is er fimm ára gamalt skartgripamerki frá Hollandi á hraðri uppleið. Hönnuðurinn Dana Smit ákvað að leita til Íslands fyrir næstkomandi auglýsaherferð sína og er óhætt að segja að hún valið gott fólk til verka...

Gallabuxur í dag - galakjóll í gær

Bandaríska leikkonan Jessica Alba, 31 árs, klæddist svörtum síðkjól frá Alexander McQueen á verðlaunahátíð Glamour Women. Leikkonan, sem var stórglæsileg með hárið tekið aftur, fór heim með viðurkenningu. Þá má sjá Jessicu klædda í gallabuxur með hatt á höfði á flugvellinum í Lundúnum daginn eftir hátíðina.

Borðar ekki rautt kjöt og veit ekki hvað hún skýtur

"Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári,“ segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. "Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt,“ bætir hún við.

Fyrirgaf Harris

Glaumgosinn Hugh Hefner er tekinn aftur saman við fyrrum unnustu sína, Playboy kanínuna Crystal Harris. Líkt og frægt er orðið yfirgaf Harris hinn aldraða unnusta sinn síðasta sumar, aðeins viku fyrir fyrirhugað brúðkaup þeirra.

Fassbender vill framhald

Leikarinn Michael Fassbender vonast til að framhald verði gert á spennumyndinni Prometheus, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hann lagði sig allan fram við tökurnar. "Mér fannst mikil forréttindi að vera hluti af hópnum. Ég vildi ekki vera veikur hlekkur og vann því heimavinnuna mína eins vel og ég mögulega gat. Þegar ég mætti í vinnuna hafði ég upp á eitthvað að bjóða,“ sagði Fassbender við Digital Spy.

Sumarfagnaður í Turninum

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Inkasso flutti í ný húsakynni á 16. hæð í Turninum Smáratorgi og af því tilefni var viðskiptavinum og velunnurum boðið til sumarfagnaðar. Eins og sjá má var gleðin við völd. Inkasso.is

Hugguleg tónlistarhátíð á Rauðasandi í byrjun júlí

Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífsins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggjenda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vestfjörðum 6.–8. júlí næstkomandi.

Bastard á svið í kvöld

Leikritið Bastard – fjölskyldusaga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn.

Dagur í lífi ritstjóra

Hann var afdrifaríkur dagurinn sem ritstjórinn Hrund Þórsdóttir deilir með Lífinu í dag.

Kílóamissir Beyonce

Enn eru uppi vangaveltur um hvort ólétta söngkonunnar Beyonce hafi verið raunveruleg eða hvort hún hafi fengið staðgöngumóður til að ganga með dóttur sína Blue Ivy.

Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu

Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008.

Strigaskór úr roði

Skóframleiðandinn Rayfish Footwear framleiðir sérhannaða strigaskó úr roði gaddaskötu og kostar parið rúmar 235 þúsund krónur.

Vildi leika í Titanic

Fyrrum talsmaður leikarans Christians Bale, Harrison Cheung, hefur ritað bók um Bale sem nefnist Christian Bale: The Inside Story of the Darkest Batman og kom út á netinu í gær. Í bókinni kemur meðal annars fram að Leonardo DiCaprio hafi upphaflega átt að fara með hlutverk Patricks Bateman í American Psycho.

Rikka eldar í háloftunum

"Hugmyndin vakti áhuga minn frá upphafi sérstaklega þar sem ég er einstaklega hrifin af krefjandi og líflegum verkefnum sem þetta reynist svo sannarlega vera,“segir stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem hefur unnið að því undanfarið að hanna matseðilinn um borð í Wow air flugvélunum.

Sjá næstu 50 fréttir