Lífið

Ekki jafn góð og Alien

Prometheus fær misjafna dóma frá gagnrýnendum.
nordicphotos/getty
Prometheus fær misjafna dóma frá gagnrýnendum. nordicphotos/getty
Stórmyndin Prometheus verður frumsýnd í Bretlandi um helgina og eru gagnrýnendur þegar farnir að leggja sitt mat á nýjasta verk leikstjórans Ridleys Scott.

Ef marka má fyrstu viðbrögð gagnrýnenda mun Prometheus ekki marka jafn stór spor í kvikmyndasöguna og tvær eldri myndir Scott, Alien og Blade Runner. „Prometheus stenst ekki væntingar þegar kemur að ótta, ólíkt Alien,“ skrifaði Justin Chang hjá Variety. Netmiðlar virtust þó almennt jákvæðari í garð kvikmyndarinnar og sagði Alex Billington hjá Firstshowing.net að myndin væri „frábær“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.