Dagur í lífi ritstjóra 1. júní 2012 11:30 Hrund Þórsdóttir, ritstjóri tímaritsins Mannlíf Mynd/Karl Petersson Hrund Þórsdóttir, ritstjóri tímaritsins Mannlíf Fimmtudagur 24.maí 2012 7.30: Vekjaraklukkan hringir. Ég vakna syngjandi og dríf mig út að hlaupa áður en ég skelli í lummur og útbý hollt nesti fyrir daginn. Spaug. Morgnar eru ekki mín sterkasta hlið. Ég var samt vöknuð á undan klukkunni í þetta sinn enda ekki búin að venjast íslensku sumarbirtunni; var að koma heim úr nokkurra mánaða heimsreisu og bý hjá ættingjum fyrstu dagana ... án myrkragardína! 8.30: Við kærastinn, Óskar Páll Elfarsson ljósmyndari, mætum í Efstaleitið því ljúflingarnir í Morgunútvarpi Rásar tvö ætla að spjalla við okkur um ferðalagið góða. Blöðrum svo mikið að við náum bara að tala um tvær heimsálfur af þeim fimm sem við heimsóttum... 9.15: Mæti í vinnuna á nýjan stað; á meðan ég var erlendis flutti Birtíngur, sem gefur út Mannlíf, af Lynghálsi á Lyngás. Frumlegt. Set í fimmta gír enda þarf næsta tölublað Mannlífs að komast í prentsmiðju í dag. 12.00: Bölva morgunletinni og óska þess að ég hefði útbúið nesti. Skrepp í Hagkaup, salatbarinn er vinur minn! 15.30: Samþykki síðustu blaðsíðurnar og sendi Mannlíf í prentun. Hlutirnir gerast hratt þessa dagana. 18.00: Mæti á tilvonandi heimili mitt í Bólstaðarhlíðinni með fiðrildi í maganum og krota nafnið mitt á leigusamning. Brosi hringinn og sé fram á notalega sumardaga á Klambratúninu. 19.00: Bretti upp ermar ásamt góðu fólki og klára að þrífa nýja heimilið. Við ætlum að flytja inn á morgun, enda þriggja daga helgi framundan. 22.30: Hlamma mér í sófann hjá tengdó og horfi á Eurovision undankeppni frá því fyrr um kvöldið. Ég tilheyri eldhressum vinahópi sem gerir mikið úr keppninni á hverju ári, svo það er eins gott að vera með á nótunum. 01.00: Sofna áður en ég leggst á koddann. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Hrund Þórsdóttir, ritstjóri tímaritsins Mannlíf Fimmtudagur 24.maí 2012 7.30: Vekjaraklukkan hringir. Ég vakna syngjandi og dríf mig út að hlaupa áður en ég skelli í lummur og útbý hollt nesti fyrir daginn. Spaug. Morgnar eru ekki mín sterkasta hlið. Ég var samt vöknuð á undan klukkunni í þetta sinn enda ekki búin að venjast íslensku sumarbirtunni; var að koma heim úr nokkurra mánaða heimsreisu og bý hjá ættingjum fyrstu dagana ... án myrkragardína! 8.30: Við kærastinn, Óskar Páll Elfarsson ljósmyndari, mætum í Efstaleitið því ljúflingarnir í Morgunútvarpi Rásar tvö ætla að spjalla við okkur um ferðalagið góða. Blöðrum svo mikið að við náum bara að tala um tvær heimsálfur af þeim fimm sem við heimsóttum... 9.15: Mæti í vinnuna á nýjan stað; á meðan ég var erlendis flutti Birtíngur, sem gefur út Mannlíf, af Lynghálsi á Lyngás. Frumlegt. Set í fimmta gír enda þarf næsta tölublað Mannlífs að komast í prentsmiðju í dag. 12.00: Bölva morgunletinni og óska þess að ég hefði útbúið nesti. Skrepp í Hagkaup, salatbarinn er vinur minn! 15.30: Samþykki síðustu blaðsíðurnar og sendi Mannlíf í prentun. Hlutirnir gerast hratt þessa dagana. 18.00: Mæti á tilvonandi heimili mitt í Bólstaðarhlíðinni með fiðrildi í maganum og krota nafnið mitt á leigusamning. Brosi hringinn og sé fram á notalega sumardaga á Klambratúninu. 19.00: Bretti upp ermar ásamt góðu fólki og klára að þrífa nýja heimilið. Við ætlum að flytja inn á morgun, enda þriggja daga helgi framundan. 22.30: Hlamma mér í sófann hjá tengdó og horfi á Eurovision undankeppni frá því fyrr um kvöldið. Ég tilheyri eldhressum vinahópi sem gerir mikið úr keppninni á hverju ári, svo það er eins gott að vera með á nótunum. 01.00: Sofna áður en ég leggst á koddann.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira