Lífið

Með nýtt lífsmottó

Robert Pattinson segist hættur að vera hræddur. 
nordicphotos/getty
Robert Pattinson segist hættur að vera hræddur. nordicphotos/getty
Leikarinn Robert Pattinson segist vera orðinn þreyttur á persónunni Edward Cullen í nýju viðtali við Shortlist Magazine. Hann segist einnig eiga sér lífsspeki sem hann lifir eftir.

„Ekki vera auli. Það er það besta sem maður getur tamið sér. Þau eru mörg augnablikin sem ég hef hagað mér eins og auli og alltaf sé ég eftir því. Hefurðu séð heimildarmyndina um Mike Tyson? Hann segist vera búinn að leggja andstæðing sinn áður en hann fer inn í hringinn og það er eins með leiklistina. Ég var alltaf svo hræddur, en nú er ég kominn á þann stað að ég veit að ekkert af þessu skiptir það miklu máli,“ sagði leikarinn geðþekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.