Lífið

Fassbender vill framhald

Michael Fassbender vonast til að framhald verði á Prometheus.
Michael Fassbender vonast til að framhald verði á Prometheus.
Leikarinn Michael Fassbender vonast til að framhald verði gert á spennumyndinni Prometheus, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hann lagði sig allan fram við tökurnar.

„Mér fannst mikil forréttindi að vera hluti af hópnum. Ég vildi ekki vera veikur hlekkur og vann því heimavinnuna mína eins vel og ég mögulega gat. Þegar ég mætti í vinnuna hafði ég upp á eitthvað að bjóða," sagði Fassbender við Digital Spy.

„Ég held að allir sem unnu við myndina hafi haft á tilfinningunni að þeir væru að taka þátt í einhverju merkilegu með Ridley [Scott leikstjóra]."

Promotheus verður frumsýnd á Íslandi í næstu viku. Myndin segir frá geimkönnuðum sem verða strandaglópar á fjarlægri reikistjörnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.