Borðar ekki rautt kjöt og veit ekki hvað hún skýtur 1. júní 2012 15:00 María Birta Bjarnadóttir fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn á þriðjudag. Hún hyggst fara á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara.fréttablaðið/gva „Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. „Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt," bætir hún við. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst í fyrra að María Birta hefði farið í fyrsta sinn á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara. Henni þótti reynslan í senn áhugaverð og ógeðfelld enda er hún að eigin sögn mikill dýravinur. „Pálmi fékk leyfi fyrir hreindýri aftur í ár og mér finnst líklegt að ég skelli mér með. Fólk hefur gert mikið grín af mér því ég borða ekki rautt kjöt og veit því ekki hvað ég á að skjóta nú þegar ég er komin með skotveiðileyfi. Ætli ég haldi mig ekki bara við leirdúfurnar á skotæfingasvæðinu." Í prófinu þurfti María Birta að skjóta fimmtán riffilskotum og tuttugu og fimm haglaskotum og fannst henni mun skemmtilegra að skjóta af haglabyssu en riffli. Hún segir ekki erfitt að læra réttu handtökin í skotfimi og að námið sjálft hafi verið fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hún er að lokum spurð að því hvort hún ætli sér að verða jafn stórtæk í heitunum komandi um næstu áramót segist hún óviss. „Ég veit ekkert hvað ég geri á næsta ári, en ég mun pottþétt ekki slappa af. Ætli ég færi mig ekki bara yfir í atvinnumennskuna; tek atvinnuflugmanninn, atvinnukafarann og svo framvegis," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
„Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. „Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt," bætir hún við. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst í fyrra að María Birta hefði farið í fyrsta sinn á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara. Henni þótti reynslan í senn áhugaverð og ógeðfelld enda er hún að eigin sögn mikill dýravinur. „Pálmi fékk leyfi fyrir hreindýri aftur í ár og mér finnst líklegt að ég skelli mér með. Fólk hefur gert mikið grín af mér því ég borða ekki rautt kjöt og veit því ekki hvað ég á að skjóta nú þegar ég er komin með skotveiðileyfi. Ætli ég haldi mig ekki bara við leirdúfurnar á skotæfingasvæðinu." Í prófinu þurfti María Birta að skjóta fimmtán riffilskotum og tuttugu og fimm haglaskotum og fannst henni mun skemmtilegra að skjóta af haglabyssu en riffli. Hún segir ekki erfitt að læra réttu handtökin í skotfimi og að námið sjálft hafi verið fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hún er að lokum spurð að því hvort hún ætli sér að verða jafn stórtæk í heitunum komandi um næstu áramót segist hún óviss. „Ég veit ekkert hvað ég geri á næsta ári, en ég mun pottþétt ekki slappa af. Ætli ég færi mig ekki bara yfir í atvinnumennskuna; tek atvinnuflugmanninn, atvinnukafarann og svo framvegis," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira