Borðar ekki rautt kjöt og veit ekki hvað hún skýtur 1. júní 2012 15:00 María Birta Bjarnadóttir fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn á þriðjudag. Hún hyggst fara á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara.fréttablaðið/gva „Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. „Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt," bætir hún við. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst í fyrra að María Birta hefði farið í fyrsta sinn á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara. Henni þótti reynslan í senn áhugaverð og ógeðfelld enda er hún að eigin sögn mikill dýravinur. „Pálmi fékk leyfi fyrir hreindýri aftur í ár og mér finnst líklegt að ég skelli mér með. Fólk hefur gert mikið grín af mér því ég borða ekki rautt kjöt og veit því ekki hvað ég á að skjóta nú þegar ég er komin með skotveiðileyfi. Ætli ég haldi mig ekki bara við leirdúfurnar á skotæfingasvæðinu." Í prófinu þurfti María Birta að skjóta fimmtán riffilskotum og tuttugu og fimm haglaskotum og fannst henni mun skemmtilegra að skjóta af haglabyssu en riffli. Hún segir ekki erfitt að læra réttu handtökin í skotfimi og að námið sjálft hafi verið fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hún er að lokum spurð að því hvort hún ætli sér að verða jafn stórtæk í heitunum komandi um næstu áramót segist hún óviss. „Ég veit ekkert hvað ég geri á næsta ári, en ég mun pottþétt ekki slappa af. Ætli ég færi mig ekki bara yfir í atvinnumennskuna; tek atvinnuflugmanninn, atvinnukafarann og svo framvegis," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. „Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt," bætir hún við. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst í fyrra að María Birta hefði farið í fyrsta sinn á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara. Henni þótti reynslan í senn áhugaverð og ógeðfelld enda er hún að eigin sögn mikill dýravinur. „Pálmi fékk leyfi fyrir hreindýri aftur í ár og mér finnst líklegt að ég skelli mér með. Fólk hefur gert mikið grín af mér því ég borða ekki rautt kjöt og veit því ekki hvað ég á að skjóta nú þegar ég er komin með skotveiðileyfi. Ætli ég haldi mig ekki bara við leirdúfurnar á skotæfingasvæðinu." Í prófinu þurfti María Birta að skjóta fimmtán riffilskotum og tuttugu og fimm haglaskotum og fannst henni mun skemmtilegra að skjóta af haglabyssu en riffli. Hún segir ekki erfitt að læra réttu handtökin í skotfimi og að námið sjálft hafi verið fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hún er að lokum spurð að því hvort hún ætli sér að verða jafn stórtæk í heitunum komandi um næstu áramót segist hún óviss. „Ég veit ekkert hvað ég geri á næsta ári, en ég mun pottþétt ekki slappa af. Ætli ég færi mig ekki bara yfir í atvinnumennskuna; tek atvinnuflugmanninn, atvinnukafarann og svo framvegis," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira