Lífið

Fyrirgaf Harris

Hugh Hefner og Crystal Harris eru tekin saman aftur á ný.
nordicphotos/getty
Hugh Hefner og Crystal Harris eru tekin saman aftur á ný. nordicphotos/getty
Glaumgosinn Hugh Hefner er tekinn aftur saman við fyrrum unnustu sína, Playboy kanínuna Crystal Harris. Líkt og frægt er orðið yfirgaf Harris hinn aldraða unnusta sinn síðasta sumar, aðeins viku fyrir fyrirhugað brúðkaup þeirra.

Harris laumaðist burt af heimili Hefners viku fyrir brúðkaup þeirra og tók saman við Jordan McGraw, son Dr. Phil. Stúlkan hefur þó hlotið fyrirgefningu og er flutt aftur inn til Hefners.

„Crystal grátbað Hugh um að taka aftur saman. Hann hefur fyrirgefið henni og bauð hana velkomna aftur heim,“ var haft eftir heimildarmanni. Shera Berchard, núverandi kærasta Hefners, flutti út sama dag og Harris flutti inn og því virðist úti um það samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.