Fleiri fréttir

Ofsafengin hópatriði

Vesalingarnir eftir Alain Boublil og Claude-Micher Schönberg. Sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri: Selma Björnsdóttir, tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, leikmynd: Finnur Arnar Arnarson, búningar: María Th. Ólafsdóttir, lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikarar: Þór Breiðfjörð, Valgerður Guðnadóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Egill Ólafsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og fleiri.

Kátir gestir á opnunarkvöldi

Veitingastaðurinn RUB 23 opnaði við Aðalstræti 2 í gær. Á miðvikudag var haldið sérstakt frumsýningarpartý og fengu gestir að smakka rétti af matseðli staðarins.

Twilight-parið á hlaupum

Meðfylgjandi má sjá Twilight-stjörnurnar Robert Pattinson og Kristen Stewart á Charles de Gaulle flugvelli í París í Frakklandi. Vampíru-ævintýrið sem haldið hefur amerískum táningsstelpum og húsmæðrum við efnið undanfarin ár hefur slegið í gegn á heimsvísu. Bækurnar hafa selst í 116 milljónum eintaka og verið þýddar yfir á 38 tungumál, þar á meðal íslensku. Bækurnar fengu snemma jákvæða umsögn frá hinu íhaldssama ameríska foreldrasamfélagi.

RUB23 opnar í Reykjavík

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar veitingastaðurinn RUB23 opnaði í vikunni í Aðalstræti í Reykjavík. Fjöldi manns mætti til að fagna með Akureyringunum Einari Geirssyni og Kristjáni Þóri Kristjánssyni veitingamönnum.

Misheppnuð sýning

Rapparinn Kanye West sýndi sína aðra fatalínu á þriðjudaginn var og hlaut sú engu betri dóma en sú fyrsta. Á fremsta bekk mátti svo helst sjá vini West og samstarfsfólk hans úr rappheiminum.

Lebowski-gestum fjölgar ört

Hin árlega Big Lebowski-hátíð verður haldin á laugardagskvöld í Keiluhöllinni, Öskjuhlíð. Mikið hefur breyst síðan keppnin var fyrst haldin fyrir sex árum. "Þá mættu fimmtán og ég þekkti alla með nafni," segir Svavar H. Jakobsson, sem skipuleggur keppnina ásamt Ólafi H. Jakobssyni. Í fyrra voru gestirnir 110 talsins, sem er metþátttaka.

Fóru mannavillt

Söngkonan Debbie Harry lenti í því um helgina að vera ruglað við leikkonuna Lindsay Lohan. Konurnar gistu báðar á Mercer-hótelinu í New York helgina sem leið og því var urmull af ljósmyndurum í biðstöðu við hótelið þá helgi.

Fatnaður prinsessu vekur athygli

Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge og Elizabeth Bretadrottning mættu uppábúnar á St Pancras stöðina í dag í Lundúnum. Eins og sjá má var Kate óaðfinnanleg þegar kemur að fatavali. Hún var klædd í grænbláa dragt, með hatt á höfði með belti í mittið.

Milu Kunis dreymir um stærri rass

Mila Kunis er eflaust öfunduð af mörgum fyrir útlit sitt, enda margoft verið valin á alls kyns lista yfir kynþokka og fegurð og er eftirsótt af mörgum.

Gagnrýndur fyrir vinnusiðferði

Hönnuðurinn Marc Jacobs var gagnrýndur fyrir að ráða tvær barnungar fyrirsætur til að taka þátt í sýningu sinni á tískuvikunni í New York. Nú hefur Jacobs aftur ratað í fréttir, í þetta sinn fyrir að greiða ekki fyrirsætum sínum laun.

Frusciante fjarverandi

John Frusciante, fyrrum gítarleikari Red Hot Chili Peppers, verður ekki viðstaddur þegar hljómsveitin verður vígð inn í Frægðarhöll rokksins í apríl.

Aldrei í íþróttaföt

Victoria Beckham upplýsir lesendur franska tímaritsins Madame Figaro að hún elski tísku of mikið til þess að nokkru sinni klæðast íþróttagalla.

Spilar í "geimskipi“

Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen flutti til Portúgal í haust og hefur dvalið þar síðan ásamt Guðrúnu Harðardóttur, kærustunni sinni.

Lítið fyndinn í alvörunni

Gamanleikarinn Will Ferrell segir aðdáendur sína iðulega verða vonsvikna þegar þeir hitta hann í lifanda lífi. Þetta kemur fram í viðtali sem hann veitti tímaritinu Rolling Stone.

Semur vel við tengdó

Leikkonan Kate Hudson, 32 ára, og unnusti hennar, söngvari hljómsveitarinnar Matt Bellamy, stilltu sér upp ásamt móður Kate, leikkonunni Goldie Hawn, á styrktarsamkomu síðarnefndu...

Glænýtt lag með Bubba og Mugison

Bubbi Morthens er þessa dagana að hefja kynningu á nýjustu plötu sinni, Þorpinu, sem kemur út um miðjan apríl. Bubbi hefur sjálfur lýst plötunni sem "þjóðlagastöffi í anda Sögur af landi".

Disney-tónskáld látið

Bandaríska tónskáldið Robert B. Sherman lést á mánudag, 86 ára að aldri. Sherman og bróðir hans, Richard, eiga heiðurinn af mörgum þekktustu lögum Disney-kvikmyndanna.

Melódískt og skrítið popp

Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi.

Brad og börnin

Leikarinn Brad Pitt, 48 ára, og börnin hans Zahara, 7 ára, Shiloh, 5 ára, og Maddox, 10 ára, nutu sín í New Orleans í gær. Eins og sjám á á myndunum hjólaði hann um hverfið á mótorhjólinu sínu. Þá má einnig sjá myndir af Brad í myndasafni ásamt kollega sínu, leikaranum George Clooney á góðgerðarsamkomu í Hollywood á dögunum.

Casey Affleck leikur yngri bróður Bales

Sjarmörinn Casey Affleck fer með hlutverk í nýrri mynd Scotts Cooper, Out Of The Furnace. Christian Bale leikur á móti honum í myndinni og munu þeir leika bræður. Ef marka má fréttirnar skákaði Affleck meðal annars þeim Garrett Hedlund og Channing Tatum sem áður höfðu verið orðaðir við hlutverkið.

Útgáfuteiti Jónínu Leósdóttur

Útgáfu bókarinnar Léttir - hugleiðingar harmonikkukonu eftir Jónínu Leósdóttur var fagnað í Eymundsson Austurstræti í vikunni. Eins og sjá má á myndunum var leikandi létt stemning þar sem spilað var á harmonikku og höfundur las upp úr bókinni.

Jessica Simpson situr nakin fyrir

Jessica Simpson sem á von á sínu fyrsta barni í sumar, gerði sér lítið fyrir og tók þátt í að endurgera eina frægustu forsíðu fyrr og síðar...

Smá djók

Umfjöllunarefni dansverksins Úps! er grín í víðri merkingu. Sýningin sjálf er líka partur af umfjöllunarefninu að því leyti að hún er uppfull af sviðsettum klaufaskap, mistökum og vandræðagangi sýnendanna. Ofan á allt þetta er æfingaferlið og undirbúningur sýningarinnar partur af gríninu.

Í fullu starfi sem víkingur

Víkingafélagið Einherjar fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag, á baráttudegi kvenna. Formaður félagsins segir víkingalífið vera lífsstíl útaf fyrir sig og sjálfur er hann fullstarfandi víkingur.

Armenía ekki með í Eurovision

Eftir miklar vangaveltur staðfesti Armenía þátttöku sína í Eurovision-keppninni í Bakú 17. janúar síðastliðinn. Nú hefur þjóðin þó dregið það til baka, eftir að armenskir söngvarar söfnuðu undirskriftum gegn þátttöku, og tilkynntu um að þeir kæmu ekki til með að taka þátt.

Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag

"Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag,“ segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is.

Micha Moor á Selfossi

Þýski plötusnúðurinn Micha Moor er væntanlegur aftur til landsins og spilar á 800 Bar á Selfossi föstudaginn 9. mars.

Aldargamalt ævintýri á hvíta tjaldið

Ævintýramyndin John Carter verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er byggð á skáldsögunni A Princess of Mars og segir frá hermanninum John Carter sem lendir óvænt á plánetunni Mars og verður óvænt þátttakandi í stríði milli ólíkra þjóðflokka sem búsettir eru á plánetunni.

Fimm stjörnu tónleikar

„Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum styrktartónleika en okkur langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni 15 ára afmælis félagsins,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður félags Einstakra barna.

Biophilia í nýrri útgáfu

Annan apríl hefst endurhljóðblönduð útgáfuröð með lögunum af plötu Bjarkar, Biophilia. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru These New Puritans, Matthew Herbert, El Guincho, Hudson Mohawke, Alva Noto, 16 Bit, Current Value, King Cannibal og pönk-rappsveitin Death Grips frá Kaliforníu.

Kormákur og Skjöldur fengu Menningarverðlaun DV

Menningarverðlaun DV voru afhent í Iðnó í dag en veitt voru verðlaun í níu flokkum. Veitt voru verðlaun flokkunum bókmenntir, fræði, byggingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndir, leiklist, myndlist og tónlist. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári. Einnig voru veitt verðlaunin í flokknum Val lesenda. Forseti Íslands afhenti árleg heiðursverðlaun sem Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, hlaut. Þetta er í 33. skiptið sem menningarverðlaun DV eru afhent.

Fimm trommarar taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni

Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure.

Blúnda er það sem koma skal

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 26 ára, var klædd í tvískiptan kjól sem var blúnda að ofan þegar hún mætti á Louis Vuitton tískusýninguna á tískuvikunni í París í Frakklandi í gær. Þá má sjá Söruh á Charles de Gaulle flugvellinum í fyrradag.

Stílhrein haustlína Stellu McCartney

Á tískuvikunni í París sýndi Stella McCartney haustlínuna sem er eins og sjá má einfaldlega stílhrein og kvenleg. Þá má einnig sjá fylgihluti Stellu, djarfa skó og töskur.

Jolie og Pitt dekra við börnin

Það virðist enginn hægðarleikur fyrir stjörnuparið Angelinu Jolie og Prad Pitt að eiga venjulegan dag úti með börnum sínum...

Harry Potter og pissupásan

Þessi vel heppnaði hryllingur hélt mér í heljargreipum þar til um miðbik myndar, en þá ákvað sýningarstjórinn að kominn væri tími á pissupásu og dembdi autotjúnuðu partýpoppi yfir skelfda áhorfendur þar til seinasti hrollurinn var farinn úr liðinu. Ég átti verulega erfitt með að komast inn í myndina að þessu loknu og lít svo á að þarna hafi verið framið listrænt skemmdarverk.

Demi útskrifuð úr meðferð

Leikkonan Demi Moore hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fyrir fimm vikum fékk hún taugaáfall í kjölfar framhjáhalds þáverandi eiginmanns hennar, Ashton Kutcher, sem hún skildi síðan við, og skráði sig í meðferð. Í gær kom hún á einkaþotu til Los Angeles eftir vikudvöl í karabíska hafinu en þar dvaldi hún í sumarhúsi í eigu leikarans Bruce Willis sem hún var gift 1987 - 2000. Ekki er vitað á hvaða meðferðarheimili Demi dvaldi.

Emily Blunt í retro kjól

Leikkonan Emily Blunt var klædd í glæsilegan munstraðan Naeem Khan kjól á rauða dreglinum. Þá klæddist hún Gianvito Rossi hælaskóm sem fullkomnuðu heildarútlit leikkonunnar. Leikarinn Ewan McGregor stillti sér upp með Emily klæddur í Dolce & Gabbana jakka, skyrtu og buxur.

Kim á tískuvikunni í París

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian mætti ljósklædd á sýningu tónlistarmannsins Kanye West á tískuvikunni í París í gær..

Kunis fer lítið út á lífið

Leikkonan Mila Kunis kveðst ekki stunda skemmtistaði heldur kjósi frekar að eyða kvöldum sínum heima í ró og næði. Kunis er forsíðustúlka bandaríska Harper’s Bazaar og viðurkennir þetta í viðtali við blaðið.

Sjá næstu 50 fréttir