Fleiri fréttir

Kynnir heiðinn heim fyrir krökkum og Frökkum

Verk Þórs Tulinius, Blótgoði sem sýnt hefur verið í Landnámssetrinu, hefur verið boðið á franska leiklistarhátíð. Þór er sömuleiðis að leggja lokahönd á sérútgáfu verksins fyrir grunnskóla.

Thick as a Brick 2 í Hörpunni

Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá útkomu plötunnar Thick as a Brick með Jethro Tull verður framhald hennar, Thick as A Brick 2, gefið út 2. aprílnæstkomandi. Hluti þessa nýja verks verður leikinn á tónleikum hljómsveitarinnar í Hörpunni í sumar, auk þess sem meistaraverk hennar, Thick as a Brick, verður leikið í heild sinni. Íslenskir aðdáendur Jethro Tull eiga því von á óvæntum glaðningi á tónleikunum.

Falleg mamma Alicia Keys

Söngkonan Alicia Keys, 31 árs, eiginmaður hennar Swizz Beatz og sonur þeirra, Egypt, eru stödd á Hawaii í fríi. Ég hef aldrei verið eins mikið á lífi eins og nú, skrifaði söngkonan Hawaii á Twister síðuna sína ánægð með lífið og tilveruna. Það sést greinilega á myndunum í myndasafni hvað hún er sátt í móðurhlutverkinu.

Ellefu hönnuðir sýna á Reykjavík Fashion Festival

"Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason.

Fleiri stelpur læra að slást

Bardagaíþróttir sækja stöðugt í sig veðrið á Íslandi. Strákar hafa verið í meirihluta þeirra sem iðka sportið, en áhugi stelpna hefur aukist mikið undanfarið. "Við erum rosalega ánægðir með þessa aukningu," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis.

Anna Hildur til NOMEX

Anna Hildur Hildibrandsdóttir,fyrrverandi framkvæmdastjóri Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, hefur störf í dag sem verkefnastjóri hjá NOMEX, Útflutningsstofu norrænnar tónlistar. Anna Hildur mun hafa úr einhverjum peningum að moða því Norræna ráðherranefndin lagði tvær milljónir danskra króna í NOMEX eða rúmar fjörutíu milljónir króna. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að þessi vistaskipti hennar væru á döfinni, enda hefur Sigtryggur Baldursson þegar verið ráðinn sem eftirmaður hennar hjá ÚTÓN og hefur hann einnig störf í dag.

Paparassar sitja um Björk

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var gestur í sjónvarpsþættinum The Colbert Report eins og sjá má hér (myndband)....

Gull og glamúr

Tískurisarnir keppast nú við að leggja línurnar fyrir sumarið og er óhætt að segja að gullið verði áfram áberandi í skartinu.

Stóri dagurinn í apríl

Fyrsta breiðskífa Of Monsters and Men á erlendum markaði kemur út í Bandaríkjunum og Kanada 3. apríl á vegum Universal.

Mörg andlit Madonnu

Það er ekki bara dans á rósum að vera heimsþekkt poppstjarna eins og Madonna.

Byrjuð með Jackass gaurnum

Ítalska fyrirsætan og sjónvarpsstjarnan, Elisabetta Canalis, 33 ára, sem varð heimsfræg þegar hún byrjaði með leikaranum George Clooney, er byrjuð með Jackass stjörnunni Steve-O, 37 ára. Meðfylgjandi myndir voru teknar af parinu í gær þar sem Elisabetta smellti kossi á nýja kærastann. Steve-O fær Elisabettu til að hlæja, er haft eftir vini hennar.

Bleikt slím úr umferð

McDonalds hefur nú gefið það út að þeir séu hættir að nota umdeildan nautakjötskraft í hamborgarana sína. Krafturinn hefur verið kallaður "bleikt slím“ og er í stuttu máli nautakjötsafgangar sem hafa verið lagðir í bleyti í ammoníumi í þeirri von að gera þá örugga til áts og bragðgóða. Veitingastaðirnir Taco Bell og Burger King gáfu líka út fyrir nokkru síðan að þeir væri hættir að nota kraftinn í matinn sinn. Það má þakka stjörnukokkinum Jamie Oliver fyrir þessar breytingar, en hann bað keðjur opinberlega um að taka "slímið“ úr umferð.

Paula Abdul verður ekki með í næsta X Factor

Paula Abdul ætlar að hætta sem dómari í X Factor þáttunum. Hún tilkynnti þetta í dag. Aðalvítaminsprauta þáttanna er Simon Cowell, en hann er þekktastur fyrir American Idol þættina. Nicole Scherzinger, sem var jafnframt dómari við þættina, og Steve Jones sem var kynnir þáttanna tilkynntu jafnframt í gær að þau myndu ekki vera með þegar þættirnir hefja aftur göngu sína síðar á þessu ári.

Kynntist langömmu upp á nýtt

"Það hefur verið ótrúlega gaman að fá að kynnast ömmu upp á nýtt í gegnum þetta verkefni," segir Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari og langömmubarn Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar. Aldís myndaði handverk ömmu sinnar fyrir nýútkomna bók sem sýnir þau fjölbreyttu verk sem Magnea saumaði handa sér og afkomendum sínum.

Óvæntur endir á Maístjörnunni

Jón Jónsson og hljómsveitin hans hituðu upp fyrir vel heppnaða tónleika í Kaupmannahöfn um síðustu helgi með því að taka magnaða útgáfu af Maístjörnunni.

Hæ Gosi heldur áfram

"Við erum rétt að byrja að skrifa og komin með ákveðnar hugmyndir um hvað þriðja serían á að fjalla,“ segir framleiðandinn Baldvin Z en hann og samstarfsfólk hans hjá Z Films skrifaði á dögunum undir samninga við Skjá Einn um þriðju þáttaröðina af gamanþáttunum Hæ Gosi.

Seal ennþá með giftingarhringinn

Eins og sjá má er Seal ennþá með giftingarhringinn en hann er nýskilinn við þýsku fyrirsætuna Heidi Klum eftir sex ára hjónaband...

Heimurinn sem safngripur

Áhugaverð og vel unnin einkasýning eins okkar fremstu listamanna. Sýningin í heild er helst til áhrifalítil en innan hennar gera smærri atriði heildina eftirminnilegri.

The Help sigurvegari SAG-verðlaunanna

Það líður varla helgi án þess að rauða dreglinum sé rúllað út í Hollywood á þessum árstíma og má líta á það sem eins konar niðurtalningu fyrir Óskarsverðlaunin í lok febrúar. Screen Actor"s Guild Awards fóru fram um helgina og stóð kvikmyndin The Help upp úr sem sigurvegari hátíðarinnar. Kjólar leikkvennanna voru hver öðrum fegurri þar sem há klauf, kvenlegt snið og glitrandi efni stálu senunni.

Heiðrún að verða stjórnarformaður?

Breytingar eru framundan hjá Gildi lífeyrissjóði þar sem Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er að fara að láta af störfum sem formaður stjórnar sjóðsins á næstunni. Þessa dagana er lagt að Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Eimskips, að taka við stjórnarformennskunni og mun hún að öllum líkindum gera það í vor.

Tómur af tennisglápi

Grínistinn, lögfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Bergur Ebbi Benediktsson stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann og félagar hans í grínhópnum Mið-Íslandi eru að fara að frumsýna nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 í mars.

Óvenjulegir tónleikar

Söngkonan Leoncie hélt tónleika á skemmtistaðnum Gauki á Stöng á laugardaginn var. Rokksveitin Dr. Spock hitaði upp fyrir indversku prinsessuna og kom mannskapnum í réttan gír fyrir framhaldið.

Tónkennsla Bjarkar til Queens

Tónvísindasmiðja Bjarkar Guðmundsdóttur verður sett upp í safninu New York Hall of Scinence í Queens í New York í næsta mánuði. Markmið verkefnisins er að samþætta á nýjan hátt tónlist, vísindi og aðrar námsgreinar fyrir grunnskólabörn.

Gaurinn er greinilega að gera sig

Jennifer Lopez, 42 ára, mætti með 24 ára unnusta sínum, Casper Smart, í sjónvarpsviðtal til David Letterman í gærkvöldi. Ég trúi á ástina, svaraði Jennifer spurð hvernig henni gengur að vinna með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony, í latneskum sjónvarpsþætti. Samstarfið gengur mjög vel að sögn Jennifer.

Íhugar að yfirgefa X-Factor

Söngkonan Nicole Scherzinger, 33 ára, vill einblína á tónlistina frekar en að sitja áfram í dómarasæti í bandarísku X Factor sjónvarpsþáttaröðinni. Nicole hefur fengið samþykki hjá Simon Cowell um að hætta í dómnefnd. Ástæðan er tíminn sem fer í þáttagerðina. Sex dagar vikunnar fóru alfarið í tökur fyrir þáttinn og því náði Nicole ekki að sinna því sem hún hefur ástríðu fyrir, tónlistinni. Sjá má Nicole á LAX flugvellinum með ónefndum karlmanni í myndasafni og pósa á rauða dreglinum.

Óskarsverðlaunahafi á Northern Wave-hátíðina

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fimmta sinn dagana 2. til 4. mars í Grundarfirði. Franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets verður heiðursgestur hátíðarinnar en hún vann við myndina Murder on a Sunday Morning sem vann Óskarsverðlaunin árið 2001 sem besta heimildarmyndin.

Segðu að þetta hafi verið flipp!

Nú velta slúðurmiðlar beggja vegna vestan hafs sér alvarlega upp úr því hvort fyrirsætan Amber Rose sem vakti athygli þegar hún var kærasta tónlistarmannsins Kanye West hafi látið verða að því að húðflúra á sér ennið. Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af Amber um helgina ásamt nýja kærastanum sínum Wiz Khalifa lítur allt út fyrir að hún hafi látið húðflúra sig í kringum vinstra augað og upp á enni í anda Mike Tyson. Ekki hefur verið staðfest hvort húðflúr fyrirsætunnar er raunverulegt eða ekki.

Skipulagt og fókuserað

Ánægjulegt er því að segja frá því að raftónleikar á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið fóru ágætlega fram. Þeir voru ekki of langir, níu verk á efnisskránni voru flest bæði stutt og hnitmiðuð. Nokkrir gerningar sköpuðu einnig skemmtilegt andrúmsloft.

Lopez greinilega ástfangin

Jennifer Lopez, 42 ára, og unnusti hennar, Casper Smart voru mynduð fyrir utan hótelið sem þau gistu á í Manhattan í New York um helgina. Þá má einnig sjá parið á hótelsvölum á Miami fyrir helgina njóta útsýnisins saman. Ef marka má myndirnar er Jennifer ástfangin af drengnum sem hvíslaði að henni á milli þess sem hún sat fyrir í baðfötum. Þá má einnig sjá Jennifer í sjónvarpsviðtali.

Monty Python aftur saman í bíó

Eftirlifandi meðlimir grínhópsins Monty Python ætla að starfa aftur saman á hvíta tjaldinu eftir langt hlé. Að sögn leikstjórans Terry Jones verður myndin í vísindaskáldsögustíl og heitir Absolutely Anything. Um teiknimynd er að ræða þar sem Python-hópurinn mun ljá hópi geimvera rödd sína. „Þetta er ekki Monty Python-mynd en hún líkist þeim samt að einhverju leyti," sagði Jones.

Pabbi Amy Winehouse ósáttur við tískusýningu Gaultier

Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar sálugu Amy Winehouse, hefur gagnrýnt tískuhönnuðinn Jean Paul Gaultier fyrir tískusýninguna sem hann hélt í París til heiðurs Amy. Á sýningunni gengu fyrirsætur eftir sýningarpallinum og litu út alveg eins og Amy; reykjandi, með sömu hárgreiðslu og förðun. „Fjölskyldan hennar komst í mikið uppnám þegar hún sá þessar myndir. Við erum ennþá að syrgja hana og þessi vika hefur verið erfið vegna þess að sex mánuður eru liðnir frá dauða Amy," sagði faðir hennar. „Að sjá ímynd hennar notaða til að selja föt var eitthvað sem við bjuggumst ekki við."

Framleiðir magnaða hálsklúta

Söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur er margt til lista lagt og hóf hún nýverið að sauma litríka hálsklúta sem hægt er að kaupa í gegnum heimasíðu hljómsveitarinnar Steed Lord. Svala er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að saumaskap því hún hefur saumað eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðaskóla.

Bieber með dekkra hár

Söngvarinn Justin Bieber, 17 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum á tónlistarhátíð í Cannes á laugardaginn. Háralitur söngvarans vakti athygli en eins og sjá má á myndunum er hann með dekkri háralit en vanalega sem fer honum þetta líka svona vel. Þá má einnig sjá Justin hylja andlit sitt þegar hann var eltur af ljósmyndurum í gær, sunnudag.

Loðnar nótur

Ég veit ekki hvort það var salurinn, flygillinn eða tækni píanóleikarans. En það var eitthvað sem ekki virkaði. Tinna Þorsteinsdóttir frumflutti nokkrar píanótónsmíðar á Myrkum músíkdögum á laugardaginn. Tónleikarnir voru í Norðurljósum í Hörpu, sal sem er með mjög sveigjanlegan hljómburð. Mér sýndist flygillinn ekki vera í fullri stærð, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt í sal af minni gerðinni. En í þetta sinn var hljómurinn ekki nógu magnaður fyrir sum verkanna á efnisskránni. Kannski var hljómburðurinn ekki rétt stilltur.

Tökur á Íslandi í júlí

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tökur á nýjustu kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, hefjist hér á landi og í New York í júlí. Stefnt er að frumsýningu hennar haustið 2013. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að tökur á þessari stórmynd ættu hugsanlega að fara fram hér á landi í vor en þeim virðist eitthvað hafa seinkað. Leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við aðalhlutverkið en hann hefur þó ekki skrifað undir neitt enn.

Sjóðheitur með stóru S-i

Leikarinn Leonardo DiCaprio, 37 ára, prýðir forsíðu tímaritsins GQ í febrúar. Þar dásamar hann leikstjóra kvikmyndarinnar J. Edgar, Clint Eastwood, en Leo leikur aðalhlutverkið...

Konan sem syngur

Einstaklega vel gerð, nýstárleg og spennandi sýning. Leikarar stóðu sig allir með prýði.Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir og er handbragð hans mjög sýnilegt. Sagan um systkinin og leit þeirra fer fram í magnaðri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, sem er svo heillandi og sterk að hún ein og sér lyftir frásögninni í hæðir.

Hvernig ferðu að því að líta svona vel út?

Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, var vægast glæsileg í Dolce&Gabbana kjól á rauða dreglinum um helgina. Ég elska tilfinninguna að vera ástfangin og finna fyrir fiðrildi í maganum þegar ég vakna á morgnana, lét Jennifer sem stillti sér upp með unnustanum Justin Theroux eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa eftir sér.

Pitt og Clooney saman með spúsur sínar

Þeir George Clooney og Brad Pitt mættu saman með spúsur sínar þær Stacy Keibler og Angelinu Jolie á Screen Actors awards sem fram fór í gærkveldi í Los Angeles.

Metallica vildi Hogan

Fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan var nálægt því að ganga til liðs við hljómsveitina Metallica á fyrstu árum hennar. Hogan starfaði á sínum yngri árum sem hljóðversspilari og var góður vinur trommarans Lars Ulrich. „Ég spilaði á bassa. Ég var góður vinur Lars Ulrich og hann spurði mig hvort ég vildi spila á bassa með Metallica en það varð ekkert úr því,“ sagði Hogan í viðtali við The Sun. Hann bætti því við að hann væri mikill aðdáandi bresku sveitarinnar The Stone Roses.

Bara grín

Magnús Kjartansson var hinn hressasti í síðasta undanúrslitaþætti Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn var. Sérstaklega þótti hann fara á kostum þegar hann sýndi fram á líkindi dáðra íslenskra dægurperla við aðrar lagasmíðar.

Mistókst að selja sálina

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson sagði á dögunum upp störfum á vefmiðlinum Pressan.is. Hann veitir nú lesendum bloggsíðu sinnar einstaka sýn inn í atvinnuleit sína og segir frá því þegar hann kom hugmynd á framfæri við Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins.

Sjá næstu 50 fréttir