Kynnir heiðinn heim fyrir krökkum og Frökkum 1. febrúar 2012 17:00 Þór Tulinius. Verk Þórs Tulinius, Blótgoði sem sýnt hefur verið í Landnámssetrinu, hefur verið boðið á franska leiklistarhátíð. Þór er sömuleiðis að leggja lokahönd á sérútgáfu verksins fyrir grunnskóla. „Með sýningunni Blótgoða er ég meðal annars að reyna að átta mig á því hvernig heiðnin var, hvernig var trúarlíf landans áður en kristnin kom til sögunnar. Trúðu menn á goðin og voru menn í alvöru að blóta þau. Og hvað með vætti og huldufólk, var trúin á þá lifandi og einlæg," segir Þór Tulinius sem hrærst hefur í heimi heiðni á Íslandi undanfarin ár. Í september var leikverk hans Blótgoði frumsýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi og þar hefur það verið sýnt við góðan orðstír og dóma. „Fræðimenn hafa vitaskuld rannsakað þetta efni ofan í kjölinn og hafa á því margvíslegar skoðanir. Ég byrjaði að sanka að mér heimildum um efnið fyrir nokkrum árum síðan og markmiðið var að setja upp leikrit um hugmyndaheim Íslendinga við kristnitöku. Mig langaði til þess a komast að því hvort trú þeirra á goðin var farin að kulna en komst að því að trúarlífið var sprelllifandi á þessum tíma," segir Þór sem fer með öll hlutverki í sýningunni og bregður sér í líki fjölmargra þekktra persóna, svo sem Snorra Goða, Þorgeirs Ljósvetningagoða, Síðu-Halls og Finnboga ramma. Nokkrar sýningar eru enn eftir af verkinu í Landnámssetrinu en Þór stefnir að því að kynna skólakrökkum landsins hugmyndaheim heiðninnar og vinnur nú að styttri leikgerð sem hann stefnir á að fara með í skóla landsins. „Það má segja að sýningin sé um kristnitökuna, en eitt meginþema hennar er trúfrelsi og virðing fyrir átrúnaði annarra, og þannig höfðar hún til samtímans og hentar líka sem skólasýning," segir Þór og leggur áherslu á að sýningin sé létt og skemmtileg. Þór fer með Blótgoða út fyrir landsteinana í sumar, en honum hefur verið boðið á hátíðina EPOS í Vendome í Frakklandi sem snýst um frásagnarlist til forna. „Þetta er létt og skemmtileg sýning, hálfgert uppistand og efnið á vonandi eftir að skila sér. Ég mun flytja verkið á íslensku en það verður texti á skjá fyrir ofan sviðið, svona eins og menn sjá í óperunni," segir Þór að lokum. sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Verk Þórs Tulinius, Blótgoði sem sýnt hefur verið í Landnámssetrinu, hefur verið boðið á franska leiklistarhátíð. Þór er sömuleiðis að leggja lokahönd á sérútgáfu verksins fyrir grunnskóla. „Með sýningunni Blótgoða er ég meðal annars að reyna að átta mig á því hvernig heiðnin var, hvernig var trúarlíf landans áður en kristnin kom til sögunnar. Trúðu menn á goðin og voru menn í alvöru að blóta þau. Og hvað með vætti og huldufólk, var trúin á þá lifandi og einlæg," segir Þór Tulinius sem hrærst hefur í heimi heiðni á Íslandi undanfarin ár. Í september var leikverk hans Blótgoði frumsýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi og þar hefur það verið sýnt við góðan orðstír og dóma. „Fræðimenn hafa vitaskuld rannsakað þetta efni ofan í kjölinn og hafa á því margvíslegar skoðanir. Ég byrjaði að sanka að mér heimildum um efnið fyrir nokkrum árum síðan og markmiðið var að setja upp leikrit um hugmyndaheim Íslendinga við kristnitöku. Mig langaði til þess a komast að því hvort trú þeirra á goðin var farin að kulna en komst að því að trúarlífið var sprelllifandi á þessum tíma," segir Þór sem fer með öll hlutverki í sýningunni og bregður sér í líki fjölmargra þekktra persóna, svo sem Snorra Goða, Þorgeirs Ljósvetningagoða, Síðu-Halls og Finnboga ramma. Nokkrar sýningar eru enn eftir af verkinu í Landnámssetrinu en Þór stefnir að því að kynna skólakrökkum landsins hugmyndaheim heiðninnar og vinnur nú að styttri leikgerð sem hann stefnir á að fara með í skóla landsins. „Það má segja að sýningin sé um kristnitökuna, en eitt meginþema hennar er trúfrelsi og virðing fyrir átrúnaði annarra, og þannig höfðar hún til samtímans og hentar líka sem skólasýning," segir Þór og leggur áherslu á að sýningin sé létt og skemmtileg. Þór fer með Blótgoða út fyrir landsteinana í sumar, en honum hefur verið boðið á hátíðina EPOS í Vendome í Frakklandi sem snýst um frásagnarlist til forna. „Þetta er létt og skemmtileg sýning, hálfgert uppistand og efnið á vonandi eftir að skila sér. Ég mun flytja verkið á íslensku en það verður texti á skjá fyrir ofan sviðið, svona eins og menn sjá í óperunni," segir Þór að lokum. sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira