Lífið

Auðveldara að ljúga með smáskilaboðum

Góðar líkur eru á að þessar stúlkur séu að ljúga að viðtakendum smáskilaboðanna.
Góðar líkur eru á að þessar stúlkur séu að ljúga að viðtakendum smáskilaboðanna.
Svo virðist sem fólki þyki auðveldara að ljúga í gegnum textaskilaboð en með öðrum samskiptaleiðum.

David Jingjun Xu, aðstoðarprófessor við Viðskiptaháskólann í Wichita, stýrði nýverið rannsókn á 170 nemendum sínum og var þetta útkoman. Jingjun Xu setti nemendunum það fyrir að reyna að selja hlutabréf með mismunandi hætti, í persónu, í síma, með myndspjalli eða með því að senda textaskilaboð. Nemendunum var sagt að þeir myndu hljóta peningaverðlaun fyrir góða sölu auk þess sem þeim voru gefnar þær upplýsingar að verðbréfin myndu fljótlega falla um helming.

Þegar kaupendur bréfanna voru spurðir um sannsögli þeirra sem höfðu selt þeim bréfin var niðurstaðan greinileg. Þeir sem áttu í samskiptum með textaskilaboðum voru allt að 95 prósent líklegri til að ljúga að viðskiptavinum sínum en þeir sem höfðu haft samskipti í gegnum myndspjall, 31 prósent líklegri en þeir sem áttu samskipti í persónu og 18 prósent líklegri en þeir sem töluðu saman í gegnum síma.

Það borgar sig því augljóslega ekki að nota textaskilaboð ef sannleikans er óskað.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.