Fleiri fréttir

Clooney vill leika Jobs

Þótt aðeins sé liðinn rúmur mánuður síðan bandaríski frumkvöðullinn Steve Jobs lést er baráttan um hver muni leika hann í kvikmynd um ævi hans þegar hafin.

Victoria's Secret fyrirsæta klæðist Kalda

"Þetta er frekar gaman og auðvitað góð auglýsing fyrir merkið,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, annar hönnuða íslenska fatamerkisins Kalda. Sænska ofurfyrirsætan Carolina Winberg klæddist kjól frá Kalda í eftirpartýi eftir sýningu Victoria‘s Secret á dögunum.

Barn í staðinn fyrir brúðkaup

Söngkonan Jessica Simpson, 31 árs, og unnusti hennar, Eric Johnson, voru mynduð yfirgefa mexíkóskan veitingastað í Los Angeles...

Ungur trommari í vinnu hjá Youtube

Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið.

Konur eru konum bestar

Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar Korka, félagsskapur kvenna í nýsköpun, stóð fyrir viðburði undir yfirskriftinni: Konur eru konum bestar...

Bíl stolið - hjálpum Rakel að leita

Ég var bara á leiðinni í vinnuna í gærmorgun eins og alla aðra daga og ætlaði að setjast upp í bílinn minn en fann hann hvergi fyrir utan heima hjá mér, útskýrir Rakel Elíasdóttir en bílnum hennar, hvít þriggja dyra Toyota Corolla árgerð 1995, var stolið fyrir framan heimili hennar í fyrradag....

Myndbandið ekki við barna hæfi

Myndband söngkonunnar Rihönnu við lagið We Found Love hefur verið bannað þangað til eftir klukkan 22 í Frakklandi. Ástæðan er sú að ástarsenur í myndbandinu þykja of tvíræðar og grófar. Í myndbandinu leikur Rihanna á móti fyrirsætunni Dudley O‘Shaughnessy og er söngkonan svo stolt af myndbandinu að hún skrifaði eftirfarandi á Twitter samskiptavefinn.

Forneskjulegt framtíðarpopp

Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins og stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki.

Músíkalskt par gefur út

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur hafa gefið út plötuna Glæður. Þar eru fjórtán hugljúf lög, þar af þrjú frumsamin. Platan varð til upp úr samstarfi þessa músíkalska pars, sem hefur undanfarin ár haldið fjölda dúettatónleika við sívaxandi vinsældir. Á meðal laga á plötunni eru Við gengum tvö, Enn syngur vornóttin, One of Us með ABBA og Boat on the River. Glæður var hljóðrituð á einu kvöldi í Stúdíó Sýrlandi með völdum hópi áheyrenda. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Daði Birgisson og Taylor Selsback spiluðu inn á plötuna.

Ánægð með DiCaprio

Leikkonan Carey Mulligan varð himinlifandi þegar hún fékk tækifæri til að vinna með Leonardo DiCaprio í myndinni The Great Gatsby. Mulligan leikur Daisy Buchanan í myndinni, sem Baz Luhrmann leikstýrir eftir sígildri skáldsögu F. Scott Fitzgerald.

Plata með tónleikum

Aðdáendur Quarashi geta nú keypt lokatónleika sveitarinnar sem voru haldnir á Nasa í sumar. Tónleikaplatan er aðeins gefin út stafrænt og fæst einungis á Tónlist.is. Einnig fá þeir sem kaupa Anthology-safnpakka Quarashi tónleikaplötuna frítt í kaupbæti. Aukalögin tvö, Shady Lives og An Abductee, sem eru ekki í pakkanum, fylgja einnig með í kaupbæti. Þetta verður allra síðasta útgáfa Quarashi en bæði Steini og Tiny eru langt komnir með fyrstu sólóplötur sínar. Tónleikaupptaka af laginu Pro fer í útvarpsspilun í vikunni. Einnig er hægt að heyra lagið á Fésbókarsíðu Quarashi.

Logi í beinni sleginn af

„Þetta gerðist eiginlega bara sjálfkrafa, Spurningabomban hefur bara gengið það vel,“ segir Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður á Stöð 2.

Heyrðu prinsessan verslar sjálf

Kate Middleton eiginkona Vilhjálms Bretaprins verslaði í matinn í Tesco matvöruversluninni í Norður-Wales í gær eins og sjá má á myndunum...

Betra kynlíf tjékk!

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Léttsveit Reykjavíkur svara einróma þegar talið berst að bættu kynlífi...

Jón Gústafs í klóm indversk svikahrapps

"Þetta var allt mjög fjarstæðukennt en á eftir að lifa lengi í minningunni,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Gústafsson, sem komst í kynni við indverskan svikahrapp um helgina. Jón glataði þó engum peningum eða eignum heldur varð vitni að leikfléttu sem gerði svikahrappnum kleift að leika tveimur skjöldum á indverskri barnamyndahátíð í Hyderabad.

John Hurt leikur Alla ríka

„Mín stefna var aldrei að verða þaulsetinn sem forstjóri, hugurinn stefndi alltaf á skapandi greinar,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Elfar Aðalsteinsson.

Mynd byggð á bók Nesbö

Martin Scorsese hefur verið ráðinn leikstjóri glæpamyndarinnar The Snowman sem Working Title Films framleiðir. Myndin er byggð á glæpasögu Jo Nesbö og fjallar um baráttu norska rannsóknarlögreglumannsins Harry Hole við að klófesta morðingja sem er kallaður Snjómaðurinn. Ef myndinni gengur vel vestanhafs er líklegt að fleiri myndir byggðar á sögum Nesbö verði framleiddar, en hann hefur samið átta glæpasögur með Hole sem aðalpersónu. Stutt er síðan norska myndin Headhunters var frumsýnd, en hún er gerð eftir skáldsögu Nesbö.

Sumir ætla að halda framhjá um jólin

Það er óhætt að segja að Auðunn Blöndal hafi fengið óvænt svör frá viðmælanda sínum þegar hann hringdi nokkur símtöl fyrir þáttinn sinn FM95BLÖ á dögunum.

Enginn smá munur á minni

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 39 ára, var mynduð óförðuð í andliti yfirgefa veitingahúsið La Petit Maison í London eftir kvöldverð með leikstjóranum Guy Ritchie og unnusta hans Jacqui Ainsley...

Fullmikið meikuð

Leikkonan Eva Mendes, 37 ára, var mynduð við tökur á kvikmyndinni Holly Motors. Eins og sjá má í myndasafni er Eva nánast óþekkjanleg...

Fríkirkjan nötraði

Það var í einu orði sagt mögnuð stemning á tónleikum Fjallabræðra í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið. Fjallabræður og gestir fylltu kirkjuna af gleði og góðri tónlist.

Golfbókin eyðilagði golfsumarið mitt

„Þetta var mjög stíf vinna í júlí, ágúst, september og október, þá var maður eiginlega að frá klukkan átta á morgnana til fjögur um nóttina,“ segir Frosti B. Eiðsson en hann hefur lagt nótt við nýtan dag að klára bókina Golf á Íslandi sem hæglega mætti kalla „biblíu“ íslenskra kylfinga. Bókin, sem er 240 síður, inniheldur upplýsingar og sögu allra golfvalla á Íslandi auk annars skemmtilegs fróðleiks. Meðal þeirra sem láta ljós sitt skína í bókinni eru Ragnhildur Sigurðardóttir og Birgir Leifur Hafþórsson, margfaldir Íslandsmeistarar í golfi.

Teiknimyndapersónur í tilvistarkreppu

Árið 2003 í Reykjavík. Katla hefur gosið í tvö ár og öskufallið byrgir fólki sýn, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Tvær persónur, Ingibjörg og Jón, fara út af sporinu vegna samskipta við aðrar tvær, Elísabetu og Láka, sem þykjast búa yfir leyndarmáli hins eina sanna koss, koss lífsins sem gefur andagift eða sturlun eftir því hvernig viðtakandinn bregst við. Allt endar með ósköpum, enginn gengst við ábyrgð og lífið heldur áfram, meira eða minna óbreytt. Koss lífsins reynist vera koss dauðans.

Gera fyrsta íslenska vísindaskáldsögutryllinn

„Ef ég kjafta frá því um hvað myndin er þá getur fólk allt eins sleppt því að koma,“ segir Reynir Lyngdal leikstjóri. Um miðjan desember hefjast tökur á nýrri kvikmynd undir leikstjórn Reynis sem hefur hlotið vinnutitilinn Frost. Myndin verður væntanlega fyrsti íslenski vísindaskáldsögutryllirinn og er gerð eftir handriti Jóns Atla Jónassonar. Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdóttir fara með aðalhlutverkið í myndinni, en hún verður að mestu leyti tekin uppi á Langjökli.

Daðrandi jólasveinar

Victoria's Secret fyrirsæturnar Chanel Iman, Alessandra Ambrosio, og Adriana Lima gældu við myndavélarnar...

Þjófar ekki smekkmenn á tónlist

Bíll trommuleikarans Einars Scheving er kominn í leitirnar en honum var stolið á dögunum eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag. Strax sama dag fékk Einar símtal þar sem hann var látinn vita af bílnum.

Erfiðast að semja textana

Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum.

Fleiri ofurkroppamyndir

Hér má sjá myndir sem teknar voru af keppendum í undankeppninni á IFBB Fitnessmótinu í Háskólabíó á laugardaginn...

Mynd um ævi Amy

Til stendur að gera kvikmynd byggða á ævi Amy Winehouse og verður hún byggð á bók blaðamannsins Daphne Barak, Saving Amy. Framleiðendur í Hollywood hafa beðið í röðum eftir því kaupa kvikmyndaréttinn á bókinni eftir að gerð var heimildarmynd upp úr bókinni og hún sýnd á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4.

Baggalútar fögnuðu

Grallararnir í Baggalúti fögnuðu útgáfu fyrstu vísdómsrita sinna og nýrri plötu í bókabúð Máls og menningar á miðvikudagskvöld. Vísdómsrit Baggalúts nefnast Riddararaddir og Týndu jólasveinarnir en platan ber heitið Áfram Ísland!, hvorki meira né minna.

Magdalena stendur vel

Magdalena Sara Leifsdóttir er sem stendur einn vinsælasti keppandi alþjóðlegu Elite-keppninnar en á vefsíðu keppninnar er hægt að kjósa milli allra 60 fyrirsætanna sem taka þátt í úrslitakeppninni. Magdalena heldur út til Sjanghæ í Kína eftir örfáa daga, en frægar fyrirsætur á borð við Cindy Crawford og Gisele Bündchen stigu sín fyrstu skref í Elite.

Björk bókar í Evrópu næsta sumar

Björk Guðmundsdóttir ætlar að ferðast um Evrópu næsta sumar með Biophilia-tónleikana sína og hefur þegar boðað komu sína á fimm tónlistarhátíðir.

Búnir að fá nóg af Kardashian-fjölskyldunni

Svo virðist sem Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg af Kardashian-fjölskyldunni því á netinu og víðar má finna undirskriftalista þar sem fólk er hvatt til að sniðganga þætti þeirra og vörur.

Black Sabbath í tónleikaferð

Rokksveitin Black Sabbath ætlar í tónleikaferð um Evrópu sem hefst í Rússlandi 18. maí á næsta ári. Á meðal annarra viðkomustaða verða Noregur, Finnland, Svíþjóð, Þýskaland og Bretland.

HAM á Gauknum eftir tíu ára hlé

Hin goðsagnakennda HAM snýr nú aftur á Gauk á Stöng en tíu ár eru nú liðin frá "endurkomutónleikum" sveitarinnar. Afrakstur þeirra tónleika var platan "Skert flog", en um svipað leyti hitaði HAM upp fyrir Rammstein í Laugardalshöll.

Norska pressan spennt fyrir komu Jóhönnu

„Ég elska Noreg. Það er fallegt land, íbúarnir og landslagið gerir það að verkum að mér líður eins og heima hjá mér,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir í samtali við vefmiðil norska ríkissjónvarpsins, NRK.

Þessi bumba er sko ekkert blöff

Beyonce Knowles, 30 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum í Roberto Cavalli kjól þegar hún kynnti nýja DVD diskinn sinn Beyonce: Live at Roseland þar sem hún rifjar upp eigin feril frá upphafi...

Miley Cyrus hjólar í slúðurpressuna

Ungstirnið Miley Cyrus hefur skorið upp herör gegn slúðurpressunni og húðskammað hana fyrir að gagnrýna holdafar sitt. Cyrus, sem er 18 ára, hefur tekið út þroska á undanförnum mánuðum en pressan vestanhafs hefur beinlínis gagnrýnt hana fyrir að halda ekki barnalegum vexti sínum. Hún skrifaði á Twitter-síðu sína í vikunni um mikilvægi þess að þykja vænt um líkama sinn og beindi svo orðum sínum að gagnrýnendum sínum. „Hér er dæmi um það sem þið komið til leiðar með því að kalla stelpur eins og mig feitar,“ skrifaði Cyrus og birti mynd af ungri stúlku sem er langt leidd af anorexíu.

Sjá næstu 50 fréttir