Lífið

Black Sabbath í tónleikaferð

Ozzy Osbourne og félagar ætla í tónleikaferð um Evrópu á næsta ári.
Ozzy Osbourne og félagar ætla í tónleikaferð um Evrópu á næsta ári.
Rokksveitin Black Sabbath ætlar í tónleikaferð um Evrópu sem hefst í Rússlandi 18. maí á næsta ári. Á meðal annarra viðkomustaða verða Noregur, Finnland, Svíþjóð, Þýskaland og Bretland.

Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar fara í tónleikaferðina, eða þeir Ozzy Osbourne, Tony Iommi, Geezer Butler og Bill Ward.

Þeir félagar eru þessa dagana að taka upp sína fyrstu hljóðversplötu í 33 ár. Upptökustjórinn er Rick Rubin, sem hefur unnið með Metallica og Red Hot Chili Peppers, og útgáfa er fyrirhuguð næsta haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.