Lítil íslensk mynd sló við Scorsese og Cameron Crowe 21. nóvember 2011 16:00 Leyfði listagyðjunni að njóta sín Sigríður Níelsdóttir fór á gamals aldri að semja tónlist og búa til listaverk og vakti mikla athygli fyrir það. Heimildarmynd um hana vann sigur á Copenhagen Dox á dögunum en Sigríður náði sjálf aldrei að sjá myndina.Fréttablaðið/Hrönn Heimildarmyndin Amma Lo-Fi kom sá og sigraði á heimildarmyndahátíðinni Copenhagen Dox sem fram fór á dögunum. Myndin var valin sú besta í flokki tónlistarmynda og lagði þar kvikmyndir eftir leikstjóra á borð við Martin Scorsese og Cameron Crowe. Scorsese var með heimildarmynd um bítilinn George Harrison á meðan Crowe gerði tuttugu ára ferli bandarísku rokkrisanna í Pearl Jam skil. Svo skemmtilega vill til að myndin bar einnig sigurorð af tónleikamynd Sigur Rósar, Inni, en Ingibjörg Birgisdóttir, einn af þremur leikstjórum Ömmu Lo-Fi, er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar. „Það fer örugglega að styttast í að Jónsi verði kallaður litli bróðir hennar Ingu," segir Orri Jónsson, einn af leikstjórum myndarinnar. Amma Lo-Fi sjálf segir frá Sigríði Níelsdóttur sem ákvað þegar hún var komin yfir sjötugt að leyfa listagyðjunni að njóta sín. Hún fór að semja og gefa út tónlist, búa til klippimyndir og vakti töluverða athygli fyrir. Sérstaka athygli vakti að Sigríður prófaði sig áfram með tilraunakennda dægurtónlist, enda ekki á hverjum degi sem eldri borgarar leggja lag sitt við nýtískulegar tónlistarstefnur. Orri heyrði fyrst af verkum Sigríðar í gegnum Tólf tóna. „Mér fannst þetta strax vera eitthvað sem einhver varð að dókumentera," segir Orri en heimildarmyndin var alls átta ár í vinnslu. „Þetta vannst bara hægt og rólega eftir því sem efni og tími gaf tækifæri til." Sigríður sjálf náði hins vegar aldrei að sjá myndina í fullri lengd því hún andaðist í vor. „Dætur hennar hafa séð myndina og svo komu ættingjar hennar í Danmörku á sýningu myndarinnar í Kaupmannahöfn sem kom okkur skemmtilega á óvart." Orri og Ingibjörg voru á síðasta snúningi með að klára eftirvinnslu myndarinnar og luku við klippingu hennar aðeins nokkrum sólarhringum áður en hún var sýnd í Kaupmannahöfn. „Við fengum sýningareintakið sex klukkustundum áður en við flugum út, þetta var allt saman mjög íslenskt," segir Orri.freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Heimildarmyndin Amma Lo-Fi kom sá og sigraði á heimildarmyndahátíðinni Copenhagen Dox sem fram fór á dögunum. Myndin var valin sú besta í flokki tónlistarmynda og lagði þar kvikmyndir eftir leikstjóra á borð við Martin Scorsese og Cameron Crowe. Scorsese var með heimildarmynd um bítilinn George Harrison á meðan Crowe gerði tuttugu ára ferli bandarísku rokkrisanna í Pearl Jam skil. Svo skemmtilega vill til að myndin bar einnig sigurorð af tónleikamynd Sigur Rósar, Inni, en Ingibjörg Birgisdóttir, einn af þremur leikstjórum Ömmu Lo-Fi, er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar. „Það fer örugglega að styttast í að Jónsi verði kallaður litli bróðir hennar Ingu," segir Orri Jónsson, einn af leikstjórum myndarinnar. Amma Lo-Fi sjálf segir frá Sigríði Níelsdóttur sem ákvað þegar hún var komin yfir sjötugt að leyfa listagyðjunni að njóta sín. Hún fór að semja og gefa út tónlist, búa til klippimyndir og vakti töluverða athygli fyrir. Sérstaka athygli vakti að Sigríður prófaði sig áfram með tilraunakennda dægurtónlist, enda ekki á hverjum degi sem eldri borgarar leggja lag sitt við nýtískulegar tónlistarstefnur. Orri heyrði fyrst af verkum Sigríðar í gegnum Tólf tóna. „Mér fannst þetta strax vera eitthvað sem einhver varð að dókumentera," segir Orri en heimildarmyndin var alls átta ár í vinnslu. „Þetta vannst bara hægt og rólega eftir því sem efni og tími gaf tækifæri til." Sigríður sjálf náði hins vegar aldrei að sjá myndina í fullri lengd því hún andaðist í vor. „Dætur hennar hafa séð myndina og svo komu ættingjar hennar í Danmörku á sýningu myndarinnar í Kaupmannahöfn sem kom okkur skemmtilega á óvart." Orri og Ingibjörg voru á síðasta snúningi með að klára eftirvinnslu myndarinnar og luku við klippingu hennar aðeins nokkrum sólarhringum áður en hún var sýnd í Kaupmannahöfn. „Við fengum sýningareintakið sex klukkustundum áður en við flugum út, þetta var allt saman mjög íslenskt," segir Orri.freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira