Lífið

Ánægð með DiCaprio

Carey Mulligan er ánægð með að leika á móti Leonardo DiCaprio.
Carey Mulligan er ánægð með að leika á móti Leonardo DiCaprio.
Leikkonan Carey Mulligan varð himinlifandi þegar hún fékk tækifæri til að vinna með Leonardo DiCaprio í myndinni The Great Gatsby. Mulligan leikur Daisy Buchanan í myndinni, sem Baz Luhrmann leikstýrir eftir sígildri skáldsögu F. Scott Fitzgerald.

DiCaprio leikur Jay Gatsby. „Leonardo er einn af bestu leikurum í heimi. Þegar ég gekk út úr áheyrnarprufunum trúði ég því ekki að ég hefði verið að leika á móti honum,“ sagði Mulligan. „Ég hef unnið með frábæru fólki en vinir mínir tapa sér yfir því að ég sé að vinna með honum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.