Lífið

Jón Gústafs í klóm indversk svikahrapps

„Þetta var allt mjög fjarstæðukennt en á eftir að lifa lengi í minningunni," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Gústafsson, sem komst í kynni við indverskan svikahrapp um helgina.

Jón glataði þó engum peningum eða eignum heldur varð vitni að leikfléttu sem gerði svikahrappnum kleift að leika tveimur skjöldum á indverskri barnamyndahátíð í Hyderabad.

Jón var staddur á kvikmyndahátíðinni með stuttmyndina In a Heartbeat en sjá má sýnishorn úr henni hér fyrir ofan. Indverski svikahrappurinn, sem gekk undir nafninu Dr. Ruccess, gerði vart við sig strax á fyrsta degi og tókst með klókindum að útvega sér bæði forgangspassa og hótelgistingu.

Hann límdi sig á erlendu kvikmyndagerðarmennina og segir Jón að hann hafi hagað sér eins og ofdekraður opinber embættismaður. „Það er allt í frekar miklu kaosi á Indlandi og maður vissi aldrei almennilega hver var hvað," segir Jón.

Dr. Ruccess fór fljótlega að haga sér eins og sérstakur tengiliður erlendu kvikmyndagerðarmannanna, útvegaði viðtöl við fjölmiðla og talaði um leyndardómsfull skilaboð í kvikmyndum.

Jón Gústafsson.
Að endingu fóru að renna tvær grímur á Jón og félaga og þeir komu sér upp sérstöku kerfi til að reyna að hundsa hann.

Dr. Ruccess var loks handtekinn fyrir utan hótel kvikmyndahátíðarinnar eftir að hafa reynt að leggja hendur á breskan kvikmyndagerðarmann.

„Hann vildi fá að vita af hverju hann hefði verið settur til hliðar," segir Jón, sem á sennilega aldrei eftir að gleyma hinum indverska doktor. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.