Fleiri fréttir

Gaurinn kann að kveikja í kvenfólki

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bandaríska heilarann Victor McWind, sem hefur 25 ára reynslu í heilun, en hann heldur heilunarnámskeið fyrir Íslendinga í Jógastúdío hjá Ágústu og Drífu sem hefst í lok mars. Að námskeiðinu loknu fá nemendur réttindi til að starfa sem heilarar. Kennt verður um helgar, frá föstudegi til sunnudags. Farið verður tvisvar út úr bænum og helgarnar þá lengdar. Þar fá nemendur tíma til að sökkva sér í efnið og vinna náið saman og kynnast hópnum vel. Halló gott kynlíf (viðtal við Ágústu og Drífu jógakennara) .

Var bara ýkt sætum konum boðið?

Meðfylgjandi myndir voru teknar í indversku dömuboði á föstudaginn þar sem stórglæsilegar konur komu saman og snæddu brot af því besta er í boði á matseðli nýja veitingastaðarins Gandhi í Pósthússtræti. Þá fengu allar dömurnar að bragða dísætar cupcakes frá Friðriku Hjördísi Geirsdóttur og að loknum fordrykknum tók við veisla fyrir augu og bragðlauka en á Gandhi er suður indversk matreiðsla í hávegum höfð. Tilgangur kvöldsins var að leiða saman skemmtilegar konur og færa þær inn í kryddaða indverska heima að sögn skipuleggjenda. Athafnakonan Yesmine Olsson þeytti skífum og fyrirsætur frá Elite sýndu Dim sokkabuxur frá París en sýningarstúlkurnar voru farðaðar með Make Up Store snyrtivörum.

Soirées-kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum

Listamennirnir Snorri Ásmundsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Kjartansson, Saga Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir, og fleiri óvæntir gestir munu setja upp ný verk í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar, mars og apríl. Kynnir verður Ármann Reynisson. Fyrsta sýningin hefst klukkan níu í kvöld.

Booka Shade á aðdáendahátíð EVE

Dansdúettinn Booka Shade kemur fram á árlegri aðdáendahátíð CCP í Laugardalshöll 26. mars. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2002, en hana sækja hundruð erlendra spilara tölvuleiksins EVE Online, blaðamanna og fólks sem starfar í skapandi iðnaði víða um heim.

Dávaldurinn á hvíta tjaldið á næsta ári

Kvikmynd byggð á einni vinsælustu skáldsögu síðasta árs, Dávaldinum, er í undirbúningi. Leikstjóri verður Svíinn Lasse Hallström sem á að baki myndir á borð við Mit liv som hund, What"s Eating Gilbert Grape og Chocolat.

Jukk og Skot fara til Japan

Plöturnar Jukk með Prins Póló og Skot með Benna Hemm Hemm koma út í Japan hjá japanska útgáfufyrirtækinu Afterhours í apríl. Kimi Records, útgáfufélag Prinspóló og Benna Hemm Hemm, framseldi útgáfuréttindin á plötunum til Japans á dögunum. Afterhours, sem er þekkt fyrirtæki á sviði jaðarútgáfu, hefur einnig gefið út tónlist Kríu Brekkan, Bills Callahan og Mice Parade. Íslensku flytjendurnir fljúga til Japans á næstu mánuðum til að kynna afurðir sínar enn frekar. Plötur þeirra koma síðan út í Evrópu og Bandaríkjunum í apríl og maí.

Ævintýri forseta og prinsessu

Litríkar persónur og vel leiknar. Þórunn Arna Kristjánsdóttir nær svo góðum tökum á prinsessunni að það er vel þess virði að skella sér á ball á Bessastöðum.

Duttlungar hermanna

Heimildarmyndin Checkpoint verður sýnd í Reykjavíkurakademíunni í kvöld klukkan átta. Samstarfsmaður leikstjórans, Ron Rotem, mun taka þátt í umræðum að sýningu lokinni en Mannfræðifélagið stendur fyrir sýningunni.

Aðdáendur Justins Bieber herja á fjölskyldu

Enn á ný komast brjálaðir aðdáendur Justins Bieber í fréttirnar. Nú töldu þeir sig hafa fundið símanúmer söngvarans, en það reyndist vera númer hjá venjulegri fjölskyldu í New York.

Útgefandi lærir íslensku í HÍ

Útgefandinn og tónlistarmaðurinn Óttar Felix Hauksson hefur í mörg horn að líta. Auk þess að skipuleggja stórtónleika í tilefni sjötugsafmælis Bobs Dylan í Hörpunni eins og Fréttablaðið greindi nýlega frá, stundar hann fullt nám í íslensku við Háskóla Íslands.

Gefa út raftónlist

TomTom Records hefur verið sett á laggirnar og mun hún sérhæfa sig í íslenskri raftónlist.

Bíddu voru allir að ulla upp í alla um helgina?

Mefðylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is um helgina á veitingahúsunum Prikið, Sódóma, Hressó og Hvíta Perlan. Þá má sjá x-form súludansara sýna listir sínar í Kópavogi og Sloggi-stelpurnar 2010 í Icelimmó á föstudagskvöldið. Eins og sjá má á myndunum ulluðu áberandi margar súlkur upp í hvor aðra um helgina eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Svona færðu helköttaða handleggi

Ester Júlía Olgeirsdóttir Zumba kennari í World Class veit hvað þarf til að komast í hörkuform og fá helköttaða handleggi. „Aðalmálið er að næra sig rétt, hreyfa sig sex sinnum í viku, vera duglegur að mæta og fara eftir ráðum þjálfarans..." sagði Ester meðal annars í miðjum Zimba tíma með keppendum í fegurðarsamkeppni ungfrú Reykjavík 2011. Sjá má viðtalið við Ester í meðfylgjandi myndskeiði.

Skálað fyrir HM

Þorsteinn J. Vilhjálmsson og aðrir sem komu að umfjöllun Stöðvar 2 Sports um HM í handbolta gerðu sér glaðan dag í myndveri stöðvarinnar á föstudag. Góð stemning var meðal viðstaddra enda þótti umfjöllunin einstaklega vel heppnuð.

Lára Rúnars slær í gegn í Hollandi

Frammistaða tónlistarkonunnar Láru Rúnarsdóttur á Eurosonic í Hollandi er sögð einn af hápunktum hátíðarinnar á síðu breska tónlistartímaritsins Clash.

Kronkron og Kalda í Köben

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er nú að renna sitt skeið á enda. Sölusýningin CPH Vision er hluti af tískuvikunni og hefur íslensk hönnun vakið mikla athygli þar að þessu sinni.

Tónlist við skuggamyndir

Helmingur hljómsveitarinnar Amiinu er á leiðinni til Ástralíu þar sem spiluð verður tónlist við skuggamyndir þýskrar listakonu.

Keppendur ungfrú Reykjavík í ræktinni

Fegurðardrottning Reykjavíkur 2011 verður krýnd með mikilli viðhöfn 25. febrúar næstkomandi á veitingahúsinu Broadway þar sem fegurstu fljóð höfuðborgarsvæðisins keppa um þessa eftirsóttu nafnbót. Eins og meðfylgjandi myndir sýna tóku keppendur ærlega á því í World Class í Laugum í dag. Frábær stemning ríkir í hópnum sem er áberandi hraustlegur og fagur á að líta. Þá má einnig sjá þegar stúlkurnar teygðu vel úr sér og dönsuðu við taktfasta tónlist í Zumba tíma.

James Cameron launahæstur

Leikstjórinn James Cameron var langlaunahæstur í Hollywood á síðasta ári með tæpa þrjátíu milljarða króna í tekjur. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarlegar vinsældir ævintýramyndarinnar Avatar sem hann leikstýrði og framleiddi.

Félagar með nýja plötu

Tónlistarmennirnir Epic Rain og Beatmakin Troopa gefa á þriðjudaginn út sína fyrstu plötu saman. Hún nefnist Campfire Rumors og kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins 3angle Productions sem er í þeirra eigu. Þeir félagar hafa um árin unnið saman að ýmsum verkefnum, bæði staðið fyrir tónleikum og gefið út tónlist.

Sóknarprestur hissa á hamingjuþætti

„Ég er ekki sár og ekki reiður, þetta er bara skrýtið. Það er svo langt síðan ég byrjaði með þetta,“ segir séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju.

Feta í fótspor Jimi Hendrix

Fjórir Skagamenn spila uppáhaldslög sín með Jimi Hendrix á tónleikum á Sódómu næsta fimmtudagskvöld. Þetta eru fyrstu stóru tónleikar drengjanna.

Mikið rétt þetta var samkoma fallega fólksins

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Fordkepnninni sem fram fór í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Það var Kolbrún Ýr Sturludóttir sem sigraði, Kolfinna Kristófersdóttir landaði öðru sæti og Hildur Holgersdóttir því þriðja. Sóley Kristjánsdóttir sá um að kynna keppnina og hljómsveitirnar Feldberg, Sykur og Kiriyama Family spiluðu tónlistina.

Hefur áhuga á illmenninu

Spænski leikarinn Javier Bardem hefur átt í viðræðum um að leika vonda karlinn í næstu James Bond mynd. Bardem hitti leikstjórann Sam Mendes á dögunum og heillaðist af hlutverkinu. „Ég er mikill aðdáandi James Bond myndanna,“ sagði hinn 41 árs gamli Bardem. „Þegar ég var lítill horfði ég á Sean Connery leika James Bond. Hver hefði trúað því að ég yrði í einni slíkri mynd?“ 23. Bond-myndin er væntanleg í bíó 9. nóvember á næsta ári. Þar verður Daniel Craig á sínum stað í hlutverki 007.

Upphandleggurinn er 42 sentimetrar að ummáli

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó.

Stjórnaði í gegnum Skype

Hljómsveitin Thin Jim notaði Skype við strengjaupptökur á sinni fyrstu plötu sem er væntanleg í mars. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið gert áður, allavega ekki á Íslandi,“ segir Jökull Jörgensen úr kántrípoppsveitinni Thin Jim. Hún lauk upptökum á sinni fyrstu stóru plötu um síðustu helgi hjá Benzin-bræðrum í Sýrlandi.

Plöturnar rokseljast

Rokkdúettinn The White Stripes hefur flogið upp vinsældalista eftir að hann tilkynnti að hann væri hættur störfum. Samkvæmt vefsíðunni Amazon hefur salan á tónleika­plötunni og heimildarmyndinni Under Great White Northern Lights aukist um 2.644 prósent. Platan er í öðru sæti á lista vefsíðunnar Movers & Shakers sem tekur saman hæstu sölutölurnar. Aðrar plötur sveitarinnar sem komast á topp tíu á sama lista eru White Blood Cells og Elephant, sem hefur að geyma hið vinsæla Seven Nation Army.

Vitnisburður um þrautseigju íslenskra listamanna

Ráðgert er að fimm binda yfirlitsrit um íslenska listasögu komi út með haustinu. Fjórtán höfundar taka þátt í ritun verksins, sem Forlagið gefur út í samvinnu við Listasafn Íslands. Yfirlitsritið Íslensk listasaga, sem væntanlegt er í haust, spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar og verður um 1.500 síður í stóru broti. Fjögurra ára vinna liggur að baki útgáfunni.

Nafn Torres plokkað í burtu

Liverpool-treyjur með númeri og nafni Fernando Torres hafa undanfarin ár verið þær vinsælustu á meðal fótboltaaðdáenda bæði hér heima og erlendis. Snögg breyting hefur orðið á því eftir að framherjinn gekk til liðs við Chelsea.

Nýtt efni frá Fleet Foxes

Önnur plata hljómsveitarinnar Fleet Foxes nefnist Helplessness Blues og kemur út 29. apríl hjá Sub Pop útgáfunni í Seattle. Upptökustjóri var Phil Ek sem hefur unnið með sveitum á borð við Band of Horses, The Shins og Les Savy Fav. Fyrsta plata Fleet Foxes sem kom út fyrir þremur árum hlaut mjög góðar viðtökur og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Hægt er að hlusta á fyrsta smáskífulag nýju plötunnar, titillagið Helplessness Blues, á heimasíðu Fleet Foxes.

Gillz gladdist á English Pub

Egill „Gillzenegger“ Einarsson bauð vinum og samstarfsmönnum til veislu á English Pub. Þar var nýjum sjónvarpsþáttum hans, Mannasiðum Gillz, fagnað með stæl.

Danir hrifnir af Ofsa Einars Kára

Einar Kárason fær lofsamlega dóma í Weekendavisen í Danmörku fyrir bók sína Ofsa. Víkingar fornaldar þjáðust víst af aðskilnaðarkvíða og ástleysi. „Þetta er mjög skemmtilegt og hann sér alls konar hluti sem mér hafði ekki dottið í hug, eins og að það hafi verið eitthvað freudískt við það að skríða ofan í sýrukar og vera bjargað af konu,“ segir Einar Kárason rithöfundur.

Þóra Einarsdóttir syngur í Garðabæ

Þóra Einarsdóttir sópran er í aðalhlutverki á fyrstu tónleikum menningar- og safnanefndar Garðabæjar á þessu ári. Hún kemur fram ásamt Gerrit Schuil píanóleikara sem einnig er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar sem hófst síðastliðið haust. Á efnisskránni eru verk eftir Gabriel Fauré, Jón Ásgeirsson, Tsjaíkovskí, Nikolaí Rimskí-Korsakov og Rakhmaninov.

Ofviðrið blæs út

Borgarleikhúsinu hefur verið boðið að sýna Ofviðrið í Þjóðleikhúsi Litháens á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Vilníus í september næstkomandi. Þjóðleikhús Litháens er stærsta leikhús landsins. Leikstjóri Ofviðrisins, Oskaras Koršunovas, er Lithái en á dögunum fékk sýningin góða dóma í Lietuvos rytas, stærsta dagblaði Litháens.

Þessu liði leiddist greinilega ekki

Meðfylgjandi myndir voru teknar í upptökuveri Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman og fagnaði eftir vægast sagt vel heppnaðar HM útsendingar þar sem öll þjóðin fylgdist grannt með framgöngu íslenska handboltalandsliðsins. Gestir voru í dúndur stuði eins og myndirnar bera greinilega með sér.

Stjarna Stundarinnar okkar flytur til Bandaríkjanna

„Ég er bara einfaldlega að fara að snúa mér að öðru og framtíð mín mun væntanlega skýrast á næstu mánuðum,“ segir Björgvin Franz Gíslason leikari. Björgvin hefur síðustu þrjú ár stjórnað Stundinni okkar á RÚV en hefur ákveðið að láta af störfum eftir þennan vetur.

Gaurinn neitar að flytja út

Jordan Bratman fyrrum eiginmaður söngkonunnar Christinu Aguilera neitar að flytja út úr 11,5 milljón dollara húsinu þeirra samkvæmt slúðurtímaritinu Us Weekly. Jordan og Christina eiga soninn Max saman en feðgana má sjá á meðfylgjandi myndum. Þá má einnig sjá Christinu ásamt nýja kærastanum hennar, Matt Rutler, í myndasafni. Söngkonan kynntist Matt við tökur, stuttu eftir að hún skildi við barnsföður sinn, á kvikmyndinni Burlesque, þar sem hann vann sem aðstoðarmaður sviðsmanns en Christina hefur nú þegar kynnt Matt fyrir foreldrum sínum sem segir að hún er ástfangin af manninum. „Það ríkir mikil ást á milli okkar. Ég skemmti mér vel með honum og það er nokkuð sem ég hef ekki gert lengi," sagði Christina.

White Stripes hætta

Rokkdúettinn The White Stripes hefur lagt upp laupana eftir þrettán ára samstarf. Á heimasíðu sinni þökkuðu þau Jack og Meg White aðdáendum sínum fyrir stuðninginn. Þau sögðu margar ástæður fyrir endalokunum en stærst væri sú að þau vildu varðveita það sem væri fallegt og sérstakt við hljómsveitina.

Jón Gnarr talar inn á Múmínálfamynd

„Ég mátti velja hlutverkið sjálfur,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jón talar fyrir eina aðalpersónuna í þrívíddarteiknimyndinni Múmíndalurinn og halastjarnan sem verður frumsýnd hér á landi um helgina. „Ég fór til Finnlands fyrir nokkru og hitti þá framleiðendur myndarinnar og aðstandendur hennar. Þeir höfðu heyrt að ég hefði talað vel um Múmínálfana og Múmíndalinn og buðu mér í kjölfarið hlutverk í íslensku talsetningunni,“ segir borgarstjórinn.

Bob Dylan heiðraður í Hörpu

„Það verður haldið upp á sjötugsafmæli meistarans með myndarbrag,“ segir Óttar Felix Hauksson, útgefandi og tónlistarmaður. Óttar Felix hefur bókað Hörpuna 24. maí í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan. Þar munu margir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram og heiðra þennan merka tónlistarmann. Dylan-mafían á Íslandi,

Colin Farrell ástfanginn af Keiru Knightley

Keira Knightley og Colin Farrell leika aðalhlutverkin í harðsoðna krimmanum London Boulevard. Hann ræður sig sem lífvörð hennar og verður ástfanginn af henni.

Einari Ágústi eignaður FM-hnakkinn

Einari Ágústi Víðissyni er eignað orðið FM-hnakki en Henrik Björnsson og Barði Jóhannsson hafa áður gert tilkall til þess heiðurs.

250. tónleikarnir í Chicago

Tónleikar Ólafs Arnalds í Chicago um síðustu helgi voru hans 250. á ferlinum. Af þessum 250 tónleikum hafa um 200 verið haldnir síðustu tvö ár, sem kemur ekki á óvart því Ólafur verið óþreytandi við að kynna tónlist sína víða um heim undanfarin misseri.

Kiriyama Family sigurvegari

Kiriyama Family bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppni sem fyrirsætuskrifstofan Eskimo og upptökuteymið Benzin Music/Sýrland stóðu fyrir í tilefni af Ford-keppninni sem verður haldin í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir