Fleiri fréttir Opnunarhátíð RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival hófst hátíðlega í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir, sem ljósmyndarinn Thorgeir.com tók í opnunarhófinu, sýna líflega stemningu sem ríkti á meðal boðsgesta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar Riff.is. 24.9.2010 11:00 Jón Ólafs reynir við Elite-keppnina á ný „Tíminn var bara of naumur fyrir stjórnvöld að taka á málinu,“ segir Jón Ólafsson, vatnsbóndi með meiru. Athygli vakti þegar fjölmiðlar fluttu fréttir í maí af því að forsvarsmenn Elite-fyrirsætukeppninnar á Íslandi hefðu hug á því að halda Elite Model Look World í nóvember á þessu ári. Jón reynir nú að fá að halda keppnina á næsta ári. 24.9.2010 10:15 Sex and the City er dáið Leikarinn Chris Noth segir að ævintýrið í kringum Sex and the City kvikmyndirnar sé dautt og að ástæðan sé ekkert annað en slæm gagnrýni og árás fjölmiðla á síðari myndina. Chris, sem fór með hlutverk Mr. Big, í myndunum heldur því fram að gagnrýnendur hafi gjörsamlega grillað seinni myndina með neikvæðri umfjöllun þar sem því var haldið fram að söguþráðinn vantaði á meðan allt of mikið var lagt í klæðaburð aðalpersónanna. Allar leikkonurnar hafa neitað að vera með ef þriðja myndin verður gerð. Chris var ekki lengi að svara spurður út í framhaldið: Þetta er búið. Vörumerkið Sex and the City er dáið. Fjölmiðlar drápu það. Tímaritin ykkar drápu það! Öll umfjöllun í blöðunum var eins og enginn hefði séð myndina (Sex and the City II)." Leikstjóri myndanna, Michael Patrick King,greindi frá því að ekkert hefur verið ákveðið hvort þriðja myndin verður gerð. 24.9.2010 09:15 Of kynþokkafull fyrir Sesame Street Stjórnendur barnaþáttarins Sesame Street hafa hætt við að leyfa söngkonunni Katy Perry að koma fram í gestahlutverki í þáttunum. 24.9.2010 06:00 Bretar standa með Beckham Bandaríska tímaritið In Touch birti í gær forsíðufrétt um að David Beckham hefði átt næturgaman með tveimur vændiskonum, borgað þeim háar summur fyrir kynlífsleiki og hitt aðra þeirra aftur. Bretar segja málið lykta af ofsóknum og telja það samsæri gegn þjóðinni. 24.9.2010 08:00 Boðið til Kaupmannahafnar Myndin Backyard sem var frumsýnd á opnunarkvöldi Bíós Paradísar í síðustu viku verður sýnd á heimildarmyndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn í nóvember. 24.9.2010 07:00 Star herjar á Ashton Bandaríska tímaritið Star er ekki af baki dottið þótt leikarinn Ashton Kutcher hafi hótað því öllu illu eftir síðustu frétt blaðsins sem snerist um meint framhjáhald hans. Kutcher er kvæntur Demi Moore en þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli á næstunni. Í gær birti blaðið textaskilaboð frá Kutcher sem hin 21 árs gamla Brittany Jones fékk frá honum en Kutcher og Jones eiga að hafa átt nokkrar innilegar stundir á heimili Hollywood-hjónanna. 24.9.2010 06:00 Lék undirmann Kim Bodnia Tómas Lemarquis lék nýverið í danskri sjónvarpsþáttaröð á móti aðalleikaranum úr Pusher. Hún kemur út á næsta ári. 24.9.2010 06:00 Frægur hakkari í Bláa lóninu í dag Félag íslenskra tölvuleikjaframleiðenda heldur upp á ársafmæli sitt í Bláa lóninu í dag. Þar verður haldin ráðstefna þar sem lykilfyrirlesararnir eru þeir Pablos Holman og Jason Della Rocca. 24.9.2010 06:00 Ég trúi ekki á orðin þín Frábær þáttur, sem ætti að vera áfram í almenningseign, nýtur sín ekki sem skyldi á leiksviði, þrátt fyrir notaleg augnablik inn á milli. 24.9.2010 06:00 Winslet til Polanski Kate Winslet hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Romans Polanski, God of Carnage. Þrátt fyrir að myndin eigi að gerast í New York þá verður hún að mestu leyti tekin upp í París enda má Polanski ekki stíga fæti á bandaríska jörð án þess að eiga það á hættu að vera handtekinn. 24.9.2010 05:00 Ískaffi Frú Berglaugar Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. 24.9.2010 14:29 Íslenskir villisveppir, nautamergur og grænkál Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumaður ársins 2008 og 2009 og kokkur á veitingastaðnum Vox, notar íslenska villisveppi úr Skorradal í forrétt sem hann skerpir á með nautamerg. 24.9.2010 14:02 Solomon Kane mættur í bíó Myndin er byggð á sögum eftir Robert E. Howard. Hann skrifaði Conan sem gerði Arnold Schwarzenegger heimsfrægan. 23.9.2010 21:00 Gekko-börn 21. aldarinnar Gordon Gekko verðbréfakóngur snýr aftur í sjálfstæðu framhaldi Wall Street-myndarinnar frá árinu 1986, Wall Street: Money Never Sleeps. Og hann virðist enn þá hafa öll trompin á hendinni. 23.9.2010 19:00 Neitar ástarsambandi Leikkonan Halle Berry segir að franski leikarinn Olivier Martinez sé kynþokkafullur maður. Halle og Olivier leika saman í væntanlegri kvikmynd Dark Tide en þau eru sögð hafa fallið fyrir hvort öðru strax og tökur hófust og um þessar mundir gera þau fátt annað en að leiðast og knúsa hvort annað á götum Parísar. Hvorugt vill hinsvegar viðurkenna að þau séu par og þá sér í lagi Halle sem skildi við fyrirsætuna Gabriel Aubry fyrr á þessu ári en hún á með honum tveggja ára dóttur, Nöhlu. Olivier er gáfaður maður og hann er eins og ég, ástríðufullur leikari. Hann er í mínum augum mjög kynþokkafullur," sagði Halle. Olivier hefur átt í ástarsambandi við fjölda þekktra kvenna eins og Angelinu Jolie, Miru Sorvino, Rosie Huntington-Whiteley og Juliette Binoche. Þá var hann í löngu sambandi með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue. 23.9.2010 17:00 Líður best þegar hún er ein Gossip Girl stjarnan, Leighton Meester, 24 ára, segir að hún hafi aldrei náð að verða hluti af vinahóp á sínum yngri árum og að þannig sé því enn háttað í dag. Hún var og verður alltaf utangátta. Ég held að öllum líði einhvern tíman þannig. Mér líður mjög vel einni og geri það í laumi. Ég sem ljóð og lög og það hjálpar. Ég dreg mig oft afsíðis því þannig líður mér best," sagði Leighton. Nú er því haldið fram að hún og Sebastian Stan, sem leikur einnig í þáttaröðinni Gossip Girl, séu par. Spurð út í draumaprinsinn svaraði Leighton: Ég er hrifin af strákum sem eru dökkir, hávaxnir og listrænir. Þeir mega líka hafa húmor, vera skapandi og gáfaðir en ég verð ekki hrifin nema ég finni strax að það er eitthvað spennandi í loftinu sem dregur mig að viðkomandi." 23.9.2010 16:00 Lopez lofar að haga sér vel Jennifer Lopez hefur lofað að láta ekki eins og dekurrófa með frekjustæla, eða díva eins og það er kallað, þegar hún dæmir í næstu þáttaröð sjónvarpsþáttannna American Idol. Jennifer, sem hefur samþykkt að setjast í dómarasætið ásamt söngvaranum Steven Tyler og upptökustjóranum Randy Jackson, sem situr enn sem fastast í sínu sæti, hefur lofað að vera þæg. Blaðamannafundur var haldinn í gær þar sem nýjir þungavigtadómarar, Jennifer og Steven, voru kynnt til sögunnar. „Ég hef gríðarlega mikla reynslu af tónlistarbransanum, "sagði Jennifer og bætti við: Ekki hafa áhyggjur. Ég á eftir að standa mig og haga mér vel." 23.9.2010 15:15 Winona Ryder snýr aftur í sviðsljósið Winona Ryder var dæmd fyrir búðaþjófnað í mars 2002 og þurfti eftir það að sætta sig við hlutverk í b-myndum. Nú virðist hún vera að ná áttum á ný. 23.9.2010 15:00 Madonna fær lánuð föt hjá Lourdes Madonna, 52 ára, fær lánuð föt hjá dóttur sinni, Lourdes, 13 ára, ef marka má það sem Lourdes segir við fjölmiðla. Mæðgurnar hafa hannað saman og markaðssett eigin fatalínu sem ber heitið Material Girl. Lourdes hefur stolist í fataskáp móður sinnar alveg síðan hún var krakki en í dag er það mamma hennar, Madonna, sem fær lánuð föt hjá henni. Guð minn góður já alltaf!" svaraði Lourdes spurð hvort hún hafi fengið lánuð föt hjá mömmu sinni. Í dag er það hún sem fær lánuð fötin mín," bætti hún við en segir þær ekki nota sömu skóstærð lengur því Madonna notar minni skó en 13 ára dóttur sín. Fatalína mæðgnanna fæst í Macy´s verslununum í Bandaríkjunum. Um er að ræða alhliða fatnað, skó, töskur og skartgripi. 23.9.2010 14:15 Victoria afsakar bauga undir augum Victoria Beckham viðurkennir að hún hefur sofið lítið undanfarnar vikur við undirbúning á tískusýningu á vor og sumarlínunni hennar á tískuvikum sem haldnar eru við um heim. Enginn af okkur hefur sofið almennilega. Viljið þið vera svo væn að afsaka baugana sem ég er með undir augunum?" sagði Victoria við fjölda blaðamanna í upphaf tískuvikunnar í Bretlandi. Ég er þreytt og alveg búin á því en þegar ég vinn við að skapa fatalínuna mína og allt sem viðkemur henni þá er ég glöð þó ég sé þreytt. Ég gæti aldrei framkvæmt þessa hluti nema af því að ég er með hóp af frábæru fólki sem aðstoðar mig." 23.9.2010 13:15 Vill hjónaband og Formúlubarn Nicole Scherzinger í Pussycat Dolls er tilbúin í barneignir með Formúlu-kærasta sínum, ökuþórnum Lewis Hamilton. Fyrst vill hún samt ganga með honum upp að altarinu. 23.9.2010 13:00 Natalie leikur druslulega Mjallhvíti Natalie Portman er sögð eiga að leika Mjallhvíti í nýrri og fremur óhefðbundinni útgáfu eftir leikstjóra Amelie. 23.9.2010 12:30 Gengur með ódýrar eftirlíkingar Söngkonan Jessica Simpson segist hiklaust ganga með gerviskartgripi þegar hún gengur rauða dregilinn. Jessic kaupir ódýrar eftirlíkingar í staðinn fyrir að skuldsetja sig vegna rándýrra skartgripa sem hún notar í örfá skipti og líka af því að enginn sér muninn. Jessica segir að fræga ríka fólkið geri alltaf ráð fyrir að allir skartgripir sem hún gengur með séu ekta. Það besta við að vera fræg er að ég kemst upp með að ganga með eftirlíkingar. Engum dettur í hug að ég noti óekta skartgripi," sagði Jessica en fyrirmynd hennar er breska leikkonan Sienna Miller. 23.9.2010 12:15 Lisbeth-leikkonan meiddist á mótorhjóli Aðalleikkona Karlar sem hata konur meiddist alvarlega á öxl við mótorhjólaæfingar í Stokkhólmi. Talið er að meiðslin setji smá strik í reikninginn og að fresta þurfi tökum í nokkra daga. 23.9.2010 11:30 Mischa Barton á lausu Leikkonan Mischa Barton er á lausu eftir að hafa hætt með kærasta sínum, breska plötusnúðinum Ali Love. 23.9.2010 11:00 Robyn leikur sjálfa sig í Gossip Girl Sænska poppstjarnan Robyn Carlsson sem mun heiðra Íslendinga með nærveru sinni í næsta mánuði leikur lítið gestahlutverk í næstu seríu af vinsælu sjónvarpsþáttunum Gossip Girl. 23.9.2010 11:00 Jennifer Aniston byrjuð með Mayer Orðrómur er uppi um að leikkonan Jennifer Aniston sé byrjuð aftur með fyrrverandi kærasta sínum, söngvaranum John Mayer, þrátt fyrir mótbárur vina sinna. 23.9.2010 10:30 Lagði ferilinn nánast í rúst en er nú orðaður við Óskar Eflaust hefði enginn reiknað með því að aðeins sjö árum eftir Gigli-ósköp Bens Affleck, sem fóru langleiðina með að rústa annars ágætan feril hans, að hann væri orðaður við Óskarinn. En það er nú engu að síður staðreynd. 23.9.2010 10:00 Noomi skilin og farin til Hollywood Hjónaband sænsku leikkonunnar Noomi Rapace og eiginmanns hennar, Ola, er að enda komið. Noomi og Ola voru eitt helsta stjörnupar Svía en Noomi varð að stórstjörnu eftir túlkun sína á tölvuhakkaranum Lisbet Salander. 23.9.2010 09:30 Bannað að hitta stráka Pabbi leikkonunnar AnnaLynne McCord, 23 ára, bannaði henni að hitta stráka þegar hún var yngri. AnnaLynne, sem hefur undanfarið ár átt í ástarsambandi við Twilight leikarann Kellan Lutz, fékk ekki að hitta stráka á sama reki og hún því faðir hennar vildi að hún einbeitti sér alfarið að guði. Mér var bannað að horfa á stráka. Pabbi vildi að ég gerðist nunna. Ég mátti alls ekki hitta stráka því hann sá fyrir sér að ég myndi ekki giftast heldur tilbiðja guð." Eftir að leikkonan flutti að heima gaf hún sér góðan tíma til að kynnast hinu kyninu. 23.9.2010 09:15 Vildi ekki bögga Eið Smára „Ég var ekkert að bögga hann í þetta skiptið. Ég truflaði hann örugglega síðast. Hann byrjaði ekki að skora mark fyrr en platan var komin út,“ segir Róbert Örn, forsprakki hljómsveitarinnar Ég, sem er að gefa út nýja plötu. 23.9.2010 07:00 Stikla Harðskafa slær í gegn Stikla fyrir Harðskafa eftir Arnald Indriðason tekur þátt í keppni um besta bókamyndbandið á vegum Random House. 23.9.2010 06:00 Sundhöll minninganna Tíminn er eins og vatnið, orti Steinn Steinarr. Það á óvíða betur við en í Sundhöll Reykjavíkur, þar sem sömu fastagestir hafa vanið komur sínar svo áratugum skiptir. Um þá fjallar heimildarmyndin Höllin, sem verður frumsýnd í Sundhöllinni á laugardag. 23.9.2010 11:00 Varla Hofi hæft Vel sungin sýning með skemmtilegum gervum en heildarútkoman er rýr og ekki í samræmi við væntingar til atvinnuleikhúss í jafn glæsilegu húsnæði og Hofi. 23.9.2010 11:00 Alvöru indí-hrærigrautur Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út 23.9.2010 09:00 Tvær myndir um Airwaves Heimildarmynd um Airwaves verður frumsýnd á Stöð 2 á mánudaginn. Önnur mynd verður frumsýnd á RIFF um helgina. 23.9.2010 09:00 Allt á fullu hjá Rúnari Eff Akureyski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff sent frá sér myndband við lagið Holding Out for a Hero sem var upphaflega flutt af Bonnie Tyler árið 1984 og hljómaði í myndinni Footloose. 23.9.2010 06:00 Orðin stóðu á litla sviðinu - myndir Fyrsti „þáttur" af Orð skulu standa var fluttur á litla sviði Borgarleikhússins á þriðjudagskvöld. Ilmur Kristjánsdóttir og Egill Ólafsson voru fyrstu gestir en það hefur alltaf skipt litlu máli hverjir fara með sigur af hólmi, Ólympíuhugsjónin hefur verið látin ríkja. 23.9.2010 06:00 Íslendingar í rúllettu hjá gjafara í Litháen Veðmálafyrirtækið Betsson opnar í dag spilavíti á íslensku vefsvæði sínu. Spilarar geta þá tengst við alvöru gjafara sem staddur er í Litháen og spilað 21, rúllettu eða baccarat. 23.9.2010 06:00 Stones í Kringlubíói Tónleikamyndin Ladies & Gentlemen: The Rolling Stones frá 1974 verður sýnd í endurbættri útgáfu í Kringlubíói í kvöld. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. 23.9.2010 06:00 Ný plata R.E.M. tilbúin Meðlimir R.E.M. hafa tilkynnt að þeir hafa lokið upptökum á næstu plötu sinni. Platan hefur enn ekki fengið nafn en ráðgert er að hún komi út næsta vor. 23.9.2010 06:00 Þegar mig langar í köku fæ ég mér köku Kelly Osbourne, 25 ára,sem hlaut heimsfrægð þegar raunveruleikaþáttur um fjölskyldu hennar hóf göngu sína í sjónvarpi, segist loksins vera ánægð í lífinu. 22.9.2010 17:15 Verslar aðeins á útsölum Bandaríska leik- og söngkonan Selena Gomez, 18 ára, elskar að gera góð kaup á útsölum. Selena verlsar í verslunarmiðstöðum þegar útsölurnar hefjast en hún veit fátt eins skemmtilegt og að gera góð kaup. Leikkonunni finnst mikilvægt að spara og viðurkennir að henni líður betur að klæðast ódýrum fötum heldur en fokdýrum. Ég klæði mig eins og gömul kona. Nei eins og leiðinleg gömul kona," sagði Selena. Aðdáendur mínir spyrja mig oft hvar ég versla fötin sem ég geng í og ég segi þeim alltaf frá búðunum þar sem ég versla. En ég versla mest þegar útsölurnar hefjast og finn alltaf eitthvað sætt sem passar mér," sagði hún. 22.9.2010 15:45 Dónaleg díva með stjörnustæla Breska ofurfyrirsætan Kate Moss viðurkennir að vinir hennar kippi henni niður á jörðina ef hún svo mikið sem leyfir sér að vera með stjörnustæla. Kate, sem er ein áhrifamesta fyrirsæta heims þegar kemur að tískustraumum, viðurkennir að þegar hún er með frekju, yfirgang og dónaskap grípa vinir hennar inn í og húðskamma hana en það er fyrst þá sem hún vaknar hún til vitundar um að þannig hagar fólk sér ekki. „Ég á góða vini sem sjá til þess að ég sé ekki með stjörnustæla. Þeir slá mig utan undir og segja: Hættu að láta eins og díva!" sagði Kate. 22.9.2010 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Opnunarhátíð RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival hófst hátíðlega í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir, sem ljósmyndarinn Thorgeir.com tók í opnunarhófinu, sýna líflega stemningu sem ríkti á meðal boðsgesta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar Riff.is. 24.9.2010 11:00
Jón Ólafs reynir við Elite-keppnina á ný „Tíminn var bara of naumur fyrir stjórnvöld að taka á málinu,“ segir Jón Ólafsson, vatnsbóndi með meiru. Athygli vakti þegar fjölmiðlar fluttu fréttir í maí af því að forsvarsmenn Elite-fyrirsætukeppninnar á Íslandi hefðu hug á því að halda Elite Model Look World í nóvember á þessu ári. Jón reynir nú að fá að halda keppnina á næsta ári. 24.9.2010 10:15
Sex and the City er dáið Leikarinn Chris Noth segir að ævintýrið í kringum Sex and the City kvikmyndirnar sé dautt og að ástæðan sé ekkert annað en slæm gagnrýni og árás fjölmiðla á síðari myndina. Chris, sem fór með hlutverk Mr. Big, í myndunum heldur því fram að gagnrýnendur hafi gjörsamlega grillað seinni myndina með neikvæðri umfjöllun þar sem því var haldið fram að söguþráðinn vantaði á meðan allt of mikið var lagt í klæðaburð aðalpersónanna. Allar leikkonurnar hafa neitað að vera með ef þriðja myndin verður gerð. Chris var ekki lengi að svara spurður út í framhaldið: Þetta er búið. Vörumerkið Sex and the City er dáið. Fjölmiðlar drápu það. Tímaritin ykkar drápu það! Öll umfjöllun í blöðunum var eins og enginn hefði séð myndina (Sex and the City II)." Leikstjóri myndanna, Michael Patrick King,greindi frá því að ekkert hefur verið ákveðið hvort þriðja myndin verður gerð. 24.9.2010 09:15
Of kynþokkafull fyrir Sesame Street Stjórnendur barnaþáttarins Sesame Street hafa hætt við að leyfa söngkonunni Katy Perry að koma fram í gestahlutverki í þáttunum. 24.9.2010 06:00
Bretar standa með Beckham Bandaríska tímaritið In Touch birti í gær forsíðufrétt um að David Beckham hefði átt næturgaman með tveimur vændiskonum, borgað þeim háar summur fyrir kynlífsleiki og hitt aðra þeirra aftur. Bretar segja málið lykta af ofsóknum og telja það samsæri gegn þjóðinni. 24.9.2010 08:00
Boðið til Kaupmannahafnar Myndin Backyard sem var frumsýnd á opnunarkvöldi Bíós Paradísar í síðustu viku verður sýnd á heimildarmyndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn í nóvember. 24.9.2010 07:00
Star herjar á Ashton Bandaríska tímaritið Star er ekki af baki dottið þótt leikarinn Ashton Kutcher hafi hótað því öllu illu eftir síðustu frétt blaðsins sem snerist um meint framhjáhald hans. Kutcher er kvæntur Demi Moore en þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli á næstunni. Í gær birti blaðið textaskilaboð frá Kutcher sem hin 21 árs gamla Brittany Jones fékk frá honum en Kutcher og Jones eiga að hafa átt nokkrar innilegar stundir á heimili Hollywood-hjónanna. 24.9.2010 06:00
Lék undirmann Kim Bodnia Tómas Lemarquis lék nýverið í danskri sjónvarpsþáttaröð á móti aðalleikaranum úr Pusher. Hún kemur út á næsta ári. 24.9.2010 06:00
Frægur hakkari í Bláa lóninu í dag Félag íslenskra tölvuleikjaframleiðenda heldur upp á ársafmæli sitt í Bláa lóninu í dag. Þar verður haldin ráðstefna þar sem lykilfyrirlesararnir eru þeir Pablos Holman og Jason Della Rocca. 24.9.2010 06:00
Ég trúi ekki á orðin þín Frábær þáttur, sem ætti að vera áfram í almenningseign, nýtur sín ekki sem skyldi á leiksviði, þrátt fyrir notaleg augnablik inn á milli. 24.9.2010 06:00
Winslet til Polanski Kate Winslet hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Romans Polanski, God of Carnage. Þrátt fyrir að myndin eigi að gerast í New York þá verður hún að mestu leyti tekin upp í París enda má Polanski ekki stíga fæti á bandaríska jörð án þess að eiga það á hættu að vera handtekinn. 24.9.2010 05:00
Ískaffi Frú Berglaugar Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. 24.9.2010 14:29
Íslenskir villisveppir, nautamergur og grænkál Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumaður ársins 2008 og 2009 og kokkur á veitingastaðnum Vox, notar íslenska villisveppi úr Skorradal í forrétt sem hann skerpir á með nautamerg. 24.9.2010 14:02
Solomon Kane mættur í bíó Myndin er byggð á sögum eftir Robert E. Howard. Hann skrifaði Conan sem gerði Arnold Schwarzenegger heimsfrægan. 23.9.2010 21:00
Gekko-börn 21. aldarinnar Gordon Gekko verðbréfakóngur snýr aftur í sjálfstæðu framhaldi Wall Street-myndarinnar frá árinu 1986, Wall Street: Money Never Sleeps. Og hann virðist enn þá hafa öll trompin á hendinni. 23.9.2010 19:00
Neitar ástarsambandi Leikkonan Halle Berry segir að franski leikarinn Olivier Martinez sé kynþokkafullur maður. Halle og Olivier leika saman í væntanlegri kvikmynd Dark Tide en þau eru sögð hafa fallið fyrir hvort öðru strax og tökur hófust og um þessar mundir gera þau fátt annað en að leiðast og knúsa hvort annað á götum Parísar. Hvorugt vill hinsvegar viðurkenna að þau séu par og þá sér í lagi Halle sem skildi við fyrirsætuna Gabriel Aubry fyrr á þessu ári en hún á með honum tveggja ára dóttur, Nöhlu. Olivier er gáfaður maður og hann er eins og ég, ástríðufullur leikari. Hann er í mínum augum mjög kynþokkafullur," sagði Halle. Olivier hefur átt í ástarsambandi við fjölda þekktra kvenna eins og Angelinu Jolie, Miru Sorvino, Rosie Huntington-Whiteley og Juliette Binoche. Þá var hann í löngu sambandi með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue. 23.9.2010 17:00
Líður best þegar hún er ein Gossip Girl stjarnan, Leighton Meester, 24 ára, segir að hún hafi aldrei náð að verða hluti af vinahóp á sínum yngri árum og að þannig sé því enn háttað í dag. Hún var og verður alltaf utangátta. Ég held að öllum líði einhvern tíman þannig. Mér líður mjög vel einni og geri það í laumi. Ég sem ljóð og lög og það hjálpar. Ég dreg mig oft afsíðis því þannig líður mér best," sagði Leighton. Nú er því haldið fram að hún og Sebastian Stan, sem leikur einnig í þáttaröðinni Gossip Girl, séu par. Spurð út í draumaprinsinn svaraði Leighton: Ég er hrifin af strákum sem eru dökkir, hávaxnir og listrænir. Þeir mega líka hafa húmor, vera skapandi og gáfaðir en ég verð ekki hrifin nema ég finni strax að það er eitthvað spennandi í loftinu sem dregur mig að viðkomandi." 23.9.2010 16:00
Lopez lofar að haga sér vel Jennifer Lopez hefur lofað að láta ekki eins og dekurrófa með frekjustæla, eða díva eins og það er kallað, þegar hún dæmir í næstu þáttaröð sjónvarpsþáttannna American Idol. Jennifer, sem hefur samþykkt að setjast í dómarasætið ásamt söngvaranum Steven Tyler og upptökustjóranum Randy Jackson, sem situr enn sem fastast í sínu sæti, hefur lofað að vera þæg. Blaðamannafundur var haldinn í gær þar sem nýjir þungavigtadómarar, Jennifer og Steven, voru kynnt til sögunnar. „Ég hef gríðarlega mikla reynslu af tónlistarbransanum, "sagði Jennifer og bætti við: Ekki hafa áhyggjur. Ég á eftir að standa mig og haga mér vel." 23.9.2010 15:15
Winona Ryder snýr aftur í sviðsljósið Winona Ryder var dæmd fyrir búðaþjófnað í mars 2002 og þurfti eftir það að sætta sig við hlutverk í b-myndum. Nú virðist hún vera að ná áttum á ný. 23.9.2010 15:00
Madonna fær lánuð föt hjá Lourdes Madonna, 52 ára, fær lánuð föt hjá dóttur sinni, Lourdes, 13 ára, ef marka má það sem Lourdes segir við fjölmiðla. Mæðgurnar hafa hannað saman og markaðssett eigin fatalínu sem ber heitið Material Girl. Lourdes hefur stolist í fataskáp móður sinnar alveg síðan hún var krakki en í dag er það mamma hennar, Madonna, sem fær lánuð föt hjá henni. Guð minn góður já alltaf!" svaraði Lourdes spurð hvort hún hafi fengið lánuð föt hjá mömmu sinni. Í dag er það hún sem fær lánuð fötin mín," bætti hún við en segir þær ekki nota sömu skóstærð lengur því Madonna notar minni skó en 13 ára dóttur sín. Fatalína mæðgnanna fæst í Macy´s verslununum í Bandaríkjunum. Um er að ræða alhliða fatnað, skó, töskur og skartgripi. 23.9.2010 14:15
Victoria afsakar bauga undir augum Victoria Beckham viðurkennir að hún hefur sofið lítið undanfarnar vikur við undirbúning á tískusýningu á vor og sumarlínunni hennar á tískuvikum sem haldnar eru við um heim. Enginn af okkur hefur sofið almennilega. Viljið þið vera svo væn að afsaka baugana sem ég er með undir augunum?" sagði Victoria við fjölda blaðamanna í upphaf tískuvikunnar í Bretlandi. Ég er þreytt og alveg búin á því en þegar ég vinn við að skapa fatalínuna mína og allt sem viðkemur henni þá er ég glöð þó ég sé þreytt. Ég gæti aldrei framkvæmt þessa hluti nema af því að ég er með hóp af frábæru fólki sem aðstoðar mig." 23.9.2010 13:15
Vill hjónaband og Formúlubarn Nicole Scherzinger í Pussycat Dolls er tilbúin í barneignir með Formúlu-kærasta sínum, ökuþórnum Lewis Hamilton. Fyrst vill hún samt ganga með honum upp að altarinu. 23.9.2010 13:00
Natalie leikur druslulega Mjallhvíti Natalie Portman er sögð eiga að leika Mjallhvíti í nýrri og fremur óhefðbundinni útgáfu eftir leikstjóra Amelie. 23.9.2010 12:30
Gengur með ódýrar eftirlíkingar Söngkonan Jessica Simpson segist hiklaust ganga með gerviskartgripi þegar hún gengur rauða dregilinn. Jessic kaupir ódýrar eftirlíkingar í staðinn fyrir að skuldsetja sig vegna rándýrra skartgripa sem hún notar í örfá skipti og líka af því að enginn sér muninn. Jessica segir að fræga ríka fólkið geri alltaf ráð fyrir að allir skartgripir sem hún gengur með séu ekta. Það besta við að vera fræg er að ég kemst upp með að ganga með eftirlíkingar. Engum dettur í hug að ég noti óekta skartgripi," sagði Jessica en fyrirmynd hennar er breska leikkonan Sienna Miller. 23.9.2010 12:15
Lisbeth-leikkonan meiddist á mótorhjóli Aðalleikkona Karlar sem hata konur meiddist alvarlega á öxl við mótorhjólaæfingar í Stokkhólmi. Talið er að meiðslin setji smá strik í reikninginn og að fresta þurfi tökum í nokkra daga. 23.9.2010 11:30
Mischa Barton á lausu Leikkonan Mischa Barton er á lausu eftir að hafa hætt með kærasta sínum, breska plötusnúðinum Ali Love. 23.9.2010 11:00
Robyn leikur sjálfa sig í Gossip Girl Sænska poppstjarnan Robyn Carlsson sem mun heiðra Íslendinga með nærveru sinni í næsta mánuði leikur lítið gestahlutverk í næstu seríu af vinsælu sjónvarpsþáttunum Gossip Girl. 23.9.2010 11:00
Jennifer Aniston byrjuð með Mayer Orðrómur er uppi um að leikkonan Jennifer Aniston sé byrjuð aftur með fyrrverandi kærasta sínum, söngvaranum John Mayer, þrátt fyrir mótbárur vina sinna. 23.9.2010 10:30
Lagði ferilinn nánast í rúst en er nú orðaður við Óskar Eflaust hefði enginn reiknað með því að aðeins sjö árum eftir Gigli-ósköp Bens Affleck, sem fóru langleiðina með að rústa annars ágætan feril hans, að hann væri orðaður við Óskarinn. En það er nú engu að síður staðreynd. 23.9.2010 10:00
Noomi skilin og farin til Hollywood Hjónaband sænsku leikkonunnar Noomi Rapace og eiginmanns hennar, Ola, er að enda komið. Noomi og Ola voru eitt helsta stjörnupar Svía en Noomi varð að stórstjörnu eftir túlkun sína á tölvuhakkaranum Lisbet Salander. 23.9.2010 09:30
Bannað að hitta stráka Pabbi leikkonunnar AnnaLynne McCord, 23 ára, bannaði henni að hitta stráka þegar hún var yngri. AnnaLynne, sem hefur undanfarið ár átt í ástarsambandi við Twilight leikarann Kellan Lutz, fékk ekki að hitta stráka á sama reki og hún því faðir hennar vildi að hún einbeitti sér alfarið að guði. Mér var bannað að horfa á stráka. Pabbi vildi að ég gerðist nunna. Ég mátti alls ekki hitta stráka því hann sá fyrir sér að ég myndi ekki giftast heldur tilbiðja guð." Eftir að leikkonan flutti að heima gaf hún sér góðan tíma til að kynnast hinu kyninu. 23.9.2010 09:15
Vildi ekki bögga Eið Smára „Ég var ekkert að bögga hann í þetta skiptið. Ég truflaði hann örugglega síðast. Hann byrjaði ekki að skora mark fyrr en platan var komin út,“ segir Róbert Örn, forsprakki hljómsveitarinnar Ég, sem er að gefa út nýja plötu. 23.9.2010 07:00
Stikla Harðskafa slær í gegn Stikla fyrir Harðskafa eftir Arnald Indriðason tekur þátt í keppni um besta bókamyndbandið á vegum Random House. 23.9.2010 06:00
Sundhöll minninganna Tíminn er eins og vatnið, orti Steinn Steinarr. Það á óvíða betur við en í Sundhöll Reykjavíkur, þar sem sömu fastagestir hafa vanið komur sínar svo áratugum skiptir. Um þá fjallar heimildarmyndin Höllin, sem verður frumsýnd í Sundhöllinni á laugardag. 23.9.2010 11:00
Varla Hofi hæft Vel sungin sýning með skemmtilegum gervum en heildarútkoman er rýr og ekki í samræmi við væntingar til atvinnuleikhúss í jafn glæsilegu húsnæði og Hofi. 23.9.2010 11:00
Alvöru indí-hrærigrautur Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út 23.9.2010 09:00
Tvær myndir um Airwaves Heimildarmynd um Airwaves verður frumsýnd á Stöð 2 á mánudaginn. Önnur mynd verður frumsýnd á RIFF um helgina. 23.9.2010 09:00
Allt á fullu hjá Rúnari Eff Akureyski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff sent frá sér myndband við lagið Holding Out for a Hero sem var upphaflega flutt af Bonnie Tyler árið 1984 og hljómaði í myndinni Footloose. 23.9.2010 06:00
Orðin stóðu á litla sviðinu - myndir Fyrsti „þáttur" af Orð skulu standa var fluttur á litla sviði Borgarleikhússins á þriðjudagskvöld. Ilmur Kristjánsdóttir og Egill Ólafsson voru fyrstu gestir en það hefur alltaf skipt litlu máli hverjir fara með sigur af hólmi, Ólympíuhugsjónin hefur verið látin ríkja. 23.9.2010 06:00
Íslendingar í rúllettu hjá gjafara í Litháen Veðmálafyrirtækið Betsson opnar í dag spilavíti á íslensku vefsvæði sínu. Spilarar geta þá tengst við alvöru gjafara sem staddur er í Litháen og spilað 21, rúllettu eða baccarat. 23.9.2010 06:00
Stones í Kringlubíói Tónleikamyndin Ladies & Gentlemen: The Rolling Stones frá 1974 verður sýnd í endurbættri útgáfu í Kringlubíói í kvöld. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. 23.9.2010 06:00
Ný plata R.E.M. tilbúin Meðlimir R.E.M. hafa tilkynnt að þeir hafa lokið upptökum á næstu plötu sinni. Platan hefur enn ekki fengið nafn en ráðgert er að hún komi út næsta vor. 23.9.2010 06:00
Þegar mig langar í köku fæ ég mér köku Kelly Osbourne, 25 ára,sem hlaut heimsfrægð þegar raunveruleikaþáttur um fjölskyldu hennar hóf göngu sína í sjónvarpi, segist loksins vera ánægð í lífinu. 22.9.2010 17:15
Verslar aðeins á útsölum Bandaríska leik- og söngkonan Selena Gomez, 18 ára, elskar að gera góð kaup á útsölum. Selena verlsar í verslunarmiðstöðum þegar útsölurnar hefjast en hún veit fátt eins skemmtilegt og að gera góð kaup. Leikkonunni finnst mikilvægt að spara og viðurkennir að henni líður betur að klæðast ódýrum fötum heldur en fokdýrum. Ég klæði mig eins og gömul kona. Nei eins og leiðinleg gömul kona," sagði Selena. Aðdáendur mínir spyrja mig oft hvar ég versla fötin sem ég geng í og ég segi þeim alltaf frá búðunum þar sem ég versla. En ég versla mest þegar útsölurnar hefjast og finn alltaf eitthvað sætt sem passar mér," sagði hún. 22.9.2010 15:45
Dónaleg díva með stjörnustæla Breska ofurfyrirsætan Kate Moss viðurkennir að vinir hennar kippi henni niður á jörðina ef hún svo mikið sem leyfir sér að vera með stjörnustæla. Kate, sem er ein áhrifamesta fyrirsæta heims þegar kemur að tískustraumum, viðurkennir að þegar hún er með frekju, yfirgang og dónaskap grípa vinir hennar inn í og húðskamma hana en það er fyrst þá sem hún vaknar hún til vitundar um að þannig hagar fólk sér ekki. „Ég á góða vini sem sjá til þess að ég sé ekki með stjörnustæla. Þeir slá mig utan undir og segja: Hættu að láta eins og díva!" sagði Kate. 22.9.2010 14:30