Alvöru indí-hrærigrautur 23. september 2010 09:00 Kevin Barnes (lengst til vinstri) ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Of Montreal. Nordicphotos/Getty Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út. „Þarna eru sterk R&B-áhrif og þarna er líka mikið af dansvænum og fönkuðum lögum. Við reynum líka að hafa þarna augnablik þar sem þú missir kjálkann af undrun, sérstaklega ef þú ert að hlusta á plötuna í heyrnatólum,“ segir forsprakkinn Kevin Barnes um hljóminn á plötunni. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við Of Montreal því hljómsveitin spilaði í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2007 fyrir troðfullu húsi. Þá var sveitin að fylgja eftir plötunni Hissin Fauna, Are You The Destroyer?, sem kom sveitinni rækilega á kortið. Plötunni var hrósað í hástert og gagnrýnendur hrúguðu á hana stjörnum fyrir líflega og fjölbreytilega tónlistina þar sem mörgum stefnum var att saman í einn hressilegan indí-hrærigraut. Of Montreal kemur frá Aþenu í Georgíu-fylki, rétt eins og hljómsveitirnar R.E.M. og B-52"s. Kevin Barnes stofnaði sveitina árið 1996 og er sagður hafa skírt hana Of Montreal eftir misheppnað ástarsamband við konu frá Montreal í Kanada. Hljómsveitin hefur á ferli sínum vaðið úr einum stílnum í annan og verið dugleg við að spila lög eftir aðra tónlistarmenn, alls 86 talsins. Barnes er sjálfur óútreiknanlegur á tónleikum. Hann hefur staðið á sviði í New York og flengt „svín“ í miðju lagi ásamt leikkonunni Susan Sarandon, setið á hestbaki og flutt sex lög nakinn í Las Vegas. „Það væri hægt að líkja Kevin við náunga eins og Prince,“ segir Bryan Poole, gítarleikari Of Montreal. „Hann getur spilað á öll hljóðfæri og gert allt upp á eigin spýtur. Það er ákveðinn töfraljómi yfir svona náungum sem hafa gert alla hluti sjálfir.“ Hæfileikar Barnes virðast hafa fengið að njóta sín á plötunni því hún hefur fengið fína dóma, meðal annars fjórar stjörnur í bresku tónlistartímaritununm Q og Mojo. freyr@frettabladid.is Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út. „Þarna eru sterk R&B-áhrif og þarna er líka mikið af dansvænum og fönkuðum lögum. Við reynum líka að hafa þarna augnablik þar sem þú missir kjálkann af undrun, sérstaklega ef þú ert að hlusta á plötuna í heyrnatólum,“ segir forsprakkinn Kevin Barnes um hljóminn á plötunni. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við Of Montreal því hljómsveitin spilaði í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2007 fyrir troðfullu húsi. Þá var sveitin að fylgja eftir plötunni Hissin Fauna, Are You The Destroyer?, sem kom sveitinni rækilega á kortið. Plötunni var hrósað í hástert og gagnrýnendur hrúguðu á hana stjörnum fyrir líflega og fjölbreytilega tónlistina þar sem mörgum stefnum var att saman í einn hressilegan indí-hrærigraut. Of Montreal kemur frá Aþenu í Georgíu-fylki, rétt eins og hljómsveitirnar R.E.M. og B-52"s. Kevin Barnes stofnaði sveitina árið 1996 og er sagður hafa skírt hana Of Montreal eftir misheppnað ástarsamband við konu frá Montreal í Kanada. Hljómsveitin hefur á ferli sínum vaðið úr einum stílnum í annan og verið dugleg við að spila lög eftir aðra tónlistarmenn, alls 86 talsins. Barnes er sjálfur óútreiknanlegur á tónleikum. Hann hefur staðið á sviði í New York og flengt „svín“ í miðju lagi ásamt leikkonunni Susan Sarandon, setið á hestbaki og flutt sex lög nakinn í Las Vegas. „Það væri hægt að líkja Kevin við náunga eins og Prince,“ segir Bryan Poole, gítarleikari Of Montreal. „Hann getur spilað á öll hljóðfæri og gert allt upp á eigin spýtur. Það er ákveðinn töfraljómi yfir svona náungum sem hafa gert alla hluti sjálfir.“ Hæfileikar Barnes virðast hafa fengið að njóta sín á plötunni því hún hefur fengið fína dóma, meðal annars fjórar stjörnur í bresku tónlistartímaritununm Q og Mojo. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira