Lífið

Woodpigeon spilar

Woodpigeon er hugarfóstur Kanadabúans Mark Hamilton.
Woodpigeon er hugarfóstur Kanadabúans Mark Hamilton.

Kanadíski tónlistarmaðurinn Woodpigeon kemur fram á tónleikum á Batteríinu á fimmtudagskvöld. Woodpigeon, sem er hugarfóstur söngvarans og lagahöfundarins Mark Hamilton, hefur stundum verið nefndur í sömu andrá og Fleet Foxes, Sufjan Stevens og Grizzly Bear.

Hann er af mörgum talin nýjasta vonarstjarna kanadísku tónlistarbylgjunnar. Woodpigeon hefur spilað á fjölda tónlistarhátíða í Evrópu í sumar og alls staðar vakið mikla lukku. Önnur plata hans, Treasury Library Canada, hefur vakið mikla athygli víða um heim og fengið glimrandi dóma hjá tónlistar­gagnrýnendum.

Á tónleikunum í Reykjavík verður Mark einn á sviðinu en stundum spilar hann með hljómsveit. Retro Stefson og Skakkamanage munu sjá um upphitun. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur í forsölu á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.