Klikkað fólk úr Kópavoginum 18. ágúst 2009 05:00 Ari fer létt með að mynda hvað sem er, hvaðan sem er. Fréttablaðið/Arnþór Tökum á kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Sumarlandinu, lauk um helgina. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við síðasta daginn. „Þetta hefur gengið framar vonum, það er bara eins og álfarnir hafi verið með okkur í liði. Það hefur enginn brotist inn til okkar eða neitt," segir Grímur Hákonarson um Sumarlandið en tökum lauk aðfaranótt laugardags. Myndin fjallar um fjölskyldu sem reynir að lifa af spíritisma og leikur Ólafía Hrönn Jónsdóttir vinsælan miðil. Kjartan Guðjónsson leikur manninn hennar en í öðrum hlutverkum eru Snorri Engilbertsson, Hallfríður Tryggvadóttir, nítján ára Verzlingur, og Nökkvi Helgason, tíu ára. Myndin er framleidd af Sögn og Blueeyes en Ari Kristinsson er tökumaður. Bíður átekta Snorri Engilbertsson bíður rólegur eftir að tökur hefjist. „Þetta verður fyrsta Kópavogsmyndin, hún gerist öll þar og er tekin upp að mestu leyti á Kársnesinu í gömlu húsi. Það var sumarbústaður Thors-fjölskyldunnar og fyrsta húsið á þessu svæði en er umkringt iðnaðarhúsnæði í dag. Ég er úr Kópavogi og helvíti margir sem hafa verið að vinna í myndinni héðan, Balti og Ari. Það er mjög mikið af klikkuðu liði úr Kópavoginum." Hann segir það skemmtilega frétt úr tökum að Draugasafnið á Stokkseyri ætli að nota brúður sem notaðar voru í myndinni. „Þannig að það verða því hugsanlega nokkrir karakterar eftir þarna á Stokkseyri." Hann segir miðla almennt jákvæða gagnvart myndinni. „Svo hefur Magnús Skarphéðinsson hjá Sálarrannsóknarfélaginu verið að aðstoða okkur og við höfum fengið að fara með leikara á miðilsfundi. Fyrirmyndin að leikmyndinni er húsnæði Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur." Áætluð útgáfa myndarinnar er í janúar. kbs@frettabladid.is Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Tökum á kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Sumarlandinu, lauk um helgina. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við síðasta daginn. „Þetta hefur gengið framar vonum, það er bara eins og álfarnir hafi verið með okkur í liði. Það hefur enginn brotist inn til okkar eða neitt," segir Grímur Hákonarson um Sumarlandið en tökum lauk aðfaranótt laugardags. Myndin fjallar um fjölskyldu sem reynir að lifa af spíritisma og leikur Ólafía Hrönn Jónsdóttir vinsælan miðil. Kjartan Guðjónsson leikur manninn hennar en í öðrum hlutverkum eru Snorri Engilbertsson, Hallfríður Tryggvadóttir, nítján ára Verzlingur, og Nökkvi Helgason, tíu ára. Myndin er framleidd af Sögn og Blueeyes en Ari Kristinsson er tökumaður. Bíður átekta Snorri Engilbertsson bíður rólegur eftir að tökur hefjist. „Þetta verður fyrsta Kópavogsmyndin, hún gerist öll þar og er tekin upp að mestu leyti á Kársnesinu í gömlu húsi. Það var sumarbústaður Thors-fjölskyldunnar og fyrsta húsið á þessu svæði en er umkringt iðnaðarhúsnæði í dag. Ég er úr Kópavogi og helvíti margir sem hafa verið að vinna í myndinni héðan, Balti og Ari. Það er mjög mikið af klikkuðu liði úr Kópavoginum." Hann segir það skemmtilega frétt úr tökum að Draugasafnið á Stokkseyri ætli að nota brúður sem notaðar voru í myndinni. „Þannig að það verða því hugsanlega nokkrir karakterar eftir þarna á Stokkseyri." Hann segir miðla almennt jákvæða gagnvart myndinni. „Svo hefur Magnús Skarphéðinsson hjá Sálarrannsóknarfélaginu verið að aðstoða okkur og við höfum fengið að fara með leikara á miðilsfundi. Fyrirmyndin að leikmyndinni er húsnæði Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur." Áætluð útgáfa myndarinnar er í janúar. kbs@frettabladid.is
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira