Lífið

Saman á Akureyri

Kristjana og Hannes ásamt hæfileikafólkinu sem spilar með þeim á tónleikunum.
Kristjana og Hannes ásamt hæfileikafólkinu sem spilar með þeim á tónleikunum.

Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og trommarinn Hannes Friðbjarnar­son úr hljómsveitinni Buff halda tvenna tónleika á Akureyri í vikunni. Samstarf þeirra hófst vegna sameiginlegs áhuga á bandarískri Suðurríkjatónlist og verður efnisskrá tónleikanna af þeirri ætt.

Mikil áhersla verður lögð á raddaðan söng og þess vegna munu fimm aðrir söngvarar koma fram á tónleikunum, þar á meðal Pétur Örn Guðmundsson úr Buff, Andrea Gylfadóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Á efnisskránni verða lög eftir Alison Krauss, Dixie Chicks, Fleetwood Mac og Crosby, Stills & Nash. Tónleikarnir verða haldnir á fimmtudags- og föstudagskvöld á Græna hattinum og hefjast þeir bæði kvöldin klukkan 22. Miðaverð er 1.500 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.