Númi kokkur hættir með Segurmo 18. ágúst 2009 04:00 Númi hefur rekið veitingastaðinn Segurmo á Laugavegi í næstum ár. Nú ætlar hann í frí.fréttablaðið/valli Kokkurinn knái Númi Thomasson hefur ákveðið að taka sér frí frá eldamennsku um óákveðinn tíma og mun því hætta rekstri veitingastaðarins Segurmo, sem er í húsnæði Boston á Laugavegi, í lok mánaðarins. Stutt er síðan staðurinn var valinn besti veitingastaðurinn í Reykjavík af blaðinu Grapevine og því koma fréttirnar nokkuð á óvart. „Ég stofnaði fyrirtækið 9. september í fyrra og er búinn að vera hér nánast á hverjum degi síðan þá. Mig langar bara að taka mér smá frí og kannski lesa bók, hitta vini mína og slappa aðeins af," segir Númi, sem lærði til kokks á Hótel Kempinski í Berlín á sínum tíma. Hann starfaði einnig sem kokkur fyrir söngkonuna Björk meðan á tónleikaferðalagi hennar stóð. „Þetta getur verið mjög erfitt starf og tekið mikið á taugarnar. En það fer auðvitað svolítið eftir veitingastaðnum hversu erfitt þetta er, það að reka sinn eigin stað er til dæmis mjög erfitt en á sama tíma mjög gefandi." Aðspurður segist Númi ekki vita hvað tekur við eftir Segurmo. „Ég er ekki búinn að hugsa það langt því ég er enn á fullu í vinnunni og á eftir að pakka öllu niður og ganga frá lausum endum. Ég gæti vel hugsað mér að sinna tónlistinni betur. Þó að Segurmo verði lokað núna er ekki útilokað að hann poppi upp aftur einhvern tímann seinna." Veitingasala verður áfram á Boston, þar sem Segurmo var til húsa, en undir öðru nafni. - sm Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Kokkurinn knái Númi Thomasson hefur ákveðið að taka sér frí frá eldamennsku um óákveðinn tíma og mun því hætta rekstri veitingastaðarins Segurmo, sem er í húsnæði Boston á Laugavegi, í lok mánaðarins. Stutt er síðan staðurinn var valinn besti veitingastaðurinn í Reykjavík af blaðinu Grapevine og því koma fréttirnar nokkuð á óvart. „Ég stofnaði fyrirtækið 9. september í fyrra og er búinn að vera hér nánast á hverjum degi síðan þá. Mig langar bara að taka mér smá frí og kannski lesa bók, hitta vini mína og slappa aðeins af," segir Númi, sem lærði til kokks á Hótel Kempinski í Berlín á sínum tíma. Hann starfaði einnig sem kokkur fyrir söngkonuna Björk meðan á tónleikaferðalagi hennar stóð. „Þetta getur verið mjög erfitt starf og tekið mikið á taugarnar. En það fer auðvitað svolítið eftir veitingastaðnum hversu erfitt þetta er, það að reka sinn eigin stað er til dæmis mjög erfitt en á sama tíma mjög gefandi." Aðspurður segist Númi ekki vita hvað tekur við eftir Segurmo. „Ég er ekki búinn að hugsa það langt því ég er enn á fullu í vinnunni og á eftir að pakka öllu niður og ganga frá lausum endum. Ég gæti vel hugsað mér að sinna tónlistinni betur. Þó að Segurmo verði lokað núna er ekki útilokað að hann poppi upp aftur einhvern tímann seinna." Veitingasala verður áfram á Boston, þar sem Segurmo var til húsa, en undir öðru nafni. - sm
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira