Fleiri fréttir

Nagli Benedikts til Svíþjóðar

Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár.

Fá Færeyinga til að dansa

Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir.

Harpa, symfón og gígja

Óvenjuleg tónlistardagskrá verður í boði í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, hinn 20. júlí klukkan 17. Það er hljómsveitin Spilmenn Ríkínís sem mun flytja íslensk þjóðlög fyrir tónleikagesti og með í för eru sjaldséð gömul íslensk hljóðfæri sem spennandi verður að sjá og heyra: langspil, harpa, symfón og gígja.

Tónlistarfólk í stjörnusápu

Amy Winehouse, Razorlight og Bloc Party leika í nýrri sjónvarpsseríu á netinu. Þá má sjá Duffy, Girls Aloud og The Feeling í aukahlutverkum. Sápan heitir 'The Secret World Of Sam King' og verður aðeins aðgengileg þeim sem nota Bebo-vefsvæðið.

Ennþá óháð, ennþá fersk

Um síðustu helgi blés bandaríska plötuútgáfan Sub Pop til mikillar tónlistarveislu í Redmond í nágrenni Seattle til að fagna tuttugu ára starfsafmæli útgáfunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp sögu þessarar merku útgáfu sem m.a. kom Nirvana á framfæri og sem hefur í gegn um öll tuttugu árin haldið áfram að gefa út frábæra tónlist.

Timbaland og Jay-Z saman í hljóðveri

Stórpródúsentinn Timbaland segir þá Jay-Z stefna á samstarf við næstu plötu rapparans. Hafa þeir kappar áður starfað saman, til dæmis við „Big Pimpin“ sem sló í gegn á heimsvísu árið 2000.

Heigl áfram í Grey´s

Hin þokkafulla Katherine Heigl mun halda áfram að leika Dr. Izzie Stevens í þáttunum Grey's Anatomy sem ABC sjónvarpsstöðin framleiðir og sýndir eru á Stöð 2.

Ljóðakeppni á Litla-Hrauni

Undanfarið hafa fangar á Litla-Hrauni verið að vinna með ljóðið en hugmyndin hefur verið að færa ljóðið nær föngunum. Ljóðabækur hafa legið frammi og ljóð verið hengd upp á veggi, lögð á borð og límd á innanverðar klósettdyr, svo dæmi séu nefnd.

Ástin er val, segir Jógvan Hansen

Ástin er val eða ákvörðun sem þú tekur um að elska aðra manneskju, segir Jógvan Hansen sem gefur út lagið Celia á morgun. Ég trúi ekki að það er einhver ein manneskja í heiminum sem er rétt fyrir þig. Ástin felst í því að þú hittir réttta manneskju á réttum tíma og velur að elska hana.

Grissom hættir að greina í CSI

William Petersen hefur ákveðið að hætta að leika réttarrannsóknarmanninn Gil Grissom í þáttunum CSI: Crime Scene Investigation en þættirnir hafa notið umtalsverða vinsælda hér á landi.

Sumarsmellsval á Myspace-síðu Monitor

Popptímaritið Monitor hefur sett inn fimm lög á Myspace-síðu sem berjast um þann eftirsótta titil sumarsmellurinn 2008. „Við viljum fá úrskorin fyrir eitt skipti fyrir öll hver sé sumarsmellurinn í ár. Það er allt alveg einstaklega frjótt og skemmtilegt núna,og við viljum bara að fá fólk til þess að hlusta og tjá sig svo um lögin,"segir Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Monitor.

Adam Freeland á Nasa

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Adam Freeland hefur fundið tíma til að koma til Íslands þrátt fyrir þétta dagskrá út árið. Hann kemur fram á klúbbakvöldi Flex Music og Hugsandi Danstónlistar á NASA næstkomandi laugardag þann 19. júlí.

Kátir dagar á Þórshöfn í áttunda sinn.

Dagana 17.-20. Júlí verður bæjarhátíðin Kátir dagar haldin á Þórshöfn og er það í áttunda sinn sem hátíðin káta er haldin. Verður þar dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar, gönguferð um svæðið undir leiðsögn heimamanna,kassabíalrallý, djasstónleikar og unglingadansleikur svo fátt eitt sé nefnt.

Amy byrjar á nýrri plötu

Amy Winehouse ætlar að taka sér frí frá tónleikum og hefja vinnu að næstu plötu. Þetta er haft eftir Mitch faðir hennar.

Löggan í Village People komin af spítala

Victor Willis, löggan í Village People og upprunalegi aðalsöngvari sveitarinnar, fékk að fara af spítala í San Diego í gær eftir velheppnaða aðgerð á raddböndum.

Ljóðskáld, kórar og rapparar

Á barnum Q-bar á Ingólfsstræti eru haldin vikulega svokölluð Open mike-kvöld þar sem fólk getur mætt og látið ljós sitt skína á sviðinu. Kvöldin hafa hingað til verið haldin á tveggja vikna fresti en vegna vinsælda verða þau haldin vikulega nú í sumar.

Hljóðbækur sem lifna við

Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri stendur í fyrirtækjarekstri í kringum hljóðbækurnar Íslenskar þjóðsögur, sem nýlega litu dagsins ljós. Fyrirtækið heitir Heyr heyr og sér um hljóðsetningar.

Leitar að hæfileikaríkum krökkum

„Mér varð hugsað til þess þegar ég fékk að koma fram í Stundinni okkar á sínum tíma og hvað mér fannst það mikil upplifun. Nú langar okkur að gefa krökkum um allt land sama tækifæri,“ segir Björgvin Franz Gíslason, umsjónarmaður Stundarinnar okkar, sem leitar eftir efni frá hæfileikaríkum krökkum sem gætu svo komið fram í þættinum.

Ljóðastund í Mosfellsbæ

Ljóðastund í tali og tónum fer fram í Listasal Mosfellsbæjar annað kvöld kl. 20. Jóhann Hjálmarsson og Christopher Burawa lesa úr ljóðum sínum og þýðingum og Tríó Carls Möller fléttar inn djasstónum. Tríóið skipa þeir Carl Möller, Guðmundur Steingrímsson og Bjarni Sveinbjörnsson. Tónlistin er eftir Carl Möller og fleiri.

Danskur Niflungahringur

Í gær kom út á vegum Decca safn DVD-diska með Niflungahring Wagners í sviðsetningu Konunglega danska leikhússins. Uppsetningin er frá 2006 og er verk hins kornunga óperustjóra, Kasars Bech Holten. Kassinn kemur út eftir hálfan mánuð í Þýskalandi, sama dag og Iréne Theorin, sem syngur Brynhildi, kemur fram í Bayreuth í hlutverki Ísoldar.

Sjá næstu 50 fréttir