Fleiri fréttir

Mikill verður meiri

BMW X5 er afar skemmtilegur bíll. Hann hefur stækkað en þrátt fyrir það er hann enn mjög lipur.

Dulkóðaður raðmorðingi

Um helgina verður spennutryllirinnn Zodiac frumsýndur en þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans David Fincher. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Norður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratugarins.

Malta vill banna símakosningu

Malta hefur óskað eftir því að nokkrum þjóðum frá Austur-Evrópu sem taka þátt í Eurovision verði bannað að taka þátt í símakosningu. Vill Robert Abela, yfirmaður Eurovision á Möltu, að rannsakað verði hvernig kosning þessara þjóða fari fram því stigagjöf margra þeirra sé ekki einungis byggð á kosningu almennings.

Silvía Nótt seld til Svíþjóðar

Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi.

Fleiri sjóræningjamyndir á dagskrá

Jerry Bruckheimer hefur ekki útilokað að kvikmyndahúsagestir fái meira af sjóræningjunum á Karíbahafinu. Þriðja myndin um Jack Sparrow og félaga verður frumsýnd í lok þessa mánaðar en þær hafa allar rakað inn peningum. Bruckheimer segir að þrátt fyrir að næsta mynd verði lokakaflinn um ævintýri Sparrows útilokar hann ekki að búnar verði til svokallaðar „spin-off“ myndir um aðrar persónur myndarinnar.

Sambandið á enda

Leikkonan Denise Richards og Richie Sambora, gítarleikari Bon Jovi, er hætt saman eftir eins árs ástarsamband. Vinur parsins fyrrverandi segir að þau hafi hætt saman fyrir tveimur mánuðum en hafi ekki viljað láta fjölmiðla vita af sambandsslitunum.

Holl og syndsamleg súkkulaðikaka

Leirlistakonan Þóra Breiðfjörð bakar syndsamlega góða súkkulaðiköku af sænsku ætterni og leggur mikið upp úr að matur sé fallega á borð borinn. „Ég er alveg veik í súkkulaði og mér finnst svona súkkulaðikökur alveg syndsamlega góðar.

Mótetta og Morthens

Nú er tími tónleikanna og þá einkum þeirra sem kenndir eru við burtfararpróf. Í dag heldur Rósa Jóhannesdóttir einsöngstónleika í Áskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Rósa lýkur um þessar mundir burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík.

Frjókornatímabilið er hafið

Ari Víðir Axelsson læknir hvetur ofnæmissjúklinga til að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða fyrir frjókornatímabilið.

Góður gestur

Orgelsnillingurinn Michael Radulescu heldur tvenna tónleika hér á landi, þá fyrri í Langholtskirkju í kvöld en þá síðari í Hallgrímskirkju á sunnudag. Radulescu hefur starfað sem prófessor í organleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg frá árinu 1968 en hann er auk þess mjög flytjandi. Ferðalag hans hingað er fyrir milligöngu Kórs Langholtskirkju, Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Rómantísk Vegas-mynd

Cameron Diaz og Ashton Kutcher eru í viðræðum um að leika í rómantísku myndinni What Happens in Vegas ... Myndin fjallar um tvær ókunnugar manneskjur sem vakna með mikla timburmenn í Vegas eftir að hafa gift sig kvöldið áður. Einnig uppgötva þau að annað þeirra hefur unnið stóran vinning með smápeningum hinnar manneskjunnar. Skapar þetta vitaskuld mikil vandamál.

Gamlar matar­hefðir í kvöldgöngu

Félagið Matur-saga-menning stendur fyrir kvöldgöngu að Hafnabergi á Reykjanesskaga næstkomandi miðvikudagskvöld. Tilgangurinn með ferðinni er að minnast gamalla matarhefða landsmanna. Hafnaberg er staðsett sunnan við Hafnir og var fyrrum nýtt til bæði eggjatöku og fuglatöku. Margar tegundir sjófugla verpa í bjarginu, sem nú iðar af lífi, að því er segir í fréttatilkynningu.

Endurmat gæðanna

Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu.

Þríleikur um Tinna

Leikstjórarnir Steven Spielberg og Peter Jackson ætla að kvikmynda þríleik um teiknimyndapersónuna vinsælu Tinna. Ætla þeir að leikstýra hvor í sínu lagi fyrstu tveimur myndunum en enn á eftir að ákveða hver leikstýrir þriðju myndinni.

Syndlaus Banderas

Antonio Banderas er svekktur yfir því að fá ekki hlutverk í næstu Sin City-mynd en hann hafði gert sér vonir um að blása nýju lífi í feril sinn eftir frekar mögur ár með þátttöku í henni.

Til heiðurs Douglas

Kvintett Andrésar Þórs leikur tónlist eftir trompetleikarann Dave Douglas á tónleikum Djassklúbbsins Múlans á DOMO í kvöld kl. 21. Ásamt Andrési sem leikur á gítar skipa kvintettinn þeir, Sigurður Flosason á altsaxófón, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.

Hræringar á sjónvarpsmarkaði

Það eru heilmiklar hræringar á sjónvarpsmarkaðnum. Eftir margra mánaða vangaveltur hefur NBC sjónvarpsstöðin ákveðið að ráðast í framleiðslu á átjándu seríunni af þættinum Law and Order, sem er sýndur á Skjá einum. Áhorf hefur hrunið af þættinum og nú horfa aðeins um níu milljónir manna á hvern þátt.

Róló fyrir gamla fólkið

Leikvöllur fyrir eldri borgara hefur verið opnaður í Preussen garðinum í Berlín. Börn eru bönnuð á leikvellinum þar sem finna má sérhönnuð æfingatæki fyrir gamalmenni ásamt hefðbundnari klifurgrindum og rennibrautum.

Brokeback Mountain veldur sálarstríði ungrar stúlku

Fjölskylda tólf ára stúlku hefur kært Ashburn grunnskólann í Chicago fyrir vanrækslu, nauðungarvist og að særa blygðunarkennd stúlkunnar með því að sýna bekknum hennar Óskarsverðlaunamyndina Brokeback mountain í fyrravetur.

Útgáfudagur Halo 3

Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni.

Lalla-auglýsingar enn í deiglunni

„Til að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að fram komi að SÍA – samband íslenskra auglýsingastofa – kemur aldrei að starfsemi auglýsingastofa. Og blessar ekki auglýsingar,“ segir Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA.

Húseigandi finnur múmíu í sófanum.

Honum brá svolítið húseigandanum, þegar hann steig í fyrsta sinn inn í nýtt orlofshús sitt á Costa Brava á Spáni. Við honum blasti uppþornað lík Mariu Luisu Zamora sitjandi í sófa.

Herbergi fullt af þoku

Breski myndhöggvarinn Antony Gormley heldur nú sýningu á verkum sínum í Hayward safninu í London. Hann er einn af þekktustu bresku myndhöggvurum og sá þekktasti sem er á lífi. Á sýningunni má meðal annars finna risastórt glerhergi sem er fyllt með þoku.

Háhraða sófi slær heimsmet

Breskur garðyrkjumaður sló á sunnudaginn hraðamet húsgagna þegar hann keyrði sófa á tæplega 149 kílómetra hraða í Bruntingthorpe í Leicestershire. Marek Turowski keyrði sófann á tveggja mílna langri braut sem yfirleitt er notuð til að prófa háleynileg tæki fyrir varnarmálaráðuneyti Breta.

Blóðug málverk Pete Doherty

Rokkarinn Pete Doherty, sem þekktur er fyrir flest annað en að feta hefðbundnar slóðir haslar sér nú völl sem listmálari. Verk hans eru máluð úr blóði og sýna hversdagslega muni eins og sprautur og teskeiðar.

Ágeng skjaldbaka

Ákveðin skjaldbaka gerði á föstudaginn ítrekaðar tilraunir til að verpa eggjum sínum hjá skautasvelli í Central Park.

Efnt til Pétursþings

Málþing helgað verkum Péturs Gunnarssonar rithöfundar verður haldið í Odda á morgun. Pétur Gunnarsson hefur skrifað tíu skáldsögur auk fjölda ritgerða og smáprósa. Hann hefur aukinheldur fengist við þýðingar og ljóðagerð.

Wulfgang - Tvær stjörnur

Alls hafa þrjú lög með hinni efnilegu Wulfgang fengið útvarpsspilun. Að mínu mati hafa þau aldrei gefið neitt til kynna annað en að sveitin hafi örlítið fram að færa en lítið meira en það. Annað efni á plötunni gefur manni heldur ekki ástæðu til þess að hampa Wulfgang á neinn sérstakan hátt.

Deilt um plötusamning Lay Low

„Það stefnir í að við komumst að farsælli niðurstöðu. Nú erum við að ræða málin,“ segir Helgi Pjetur Jóhannsson, útgáfustjóri hjá Cod Music. Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að tónlistarkonan Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, sé ósátt við samning sinn við Cod Music og ætli sér jafnvel að fara í hart til að losna undan honum.

Nýtt myndlistarrit

Nú er unnið að því að setja á stofn nýtt rit um íslenska myndlist. Myndlistarritið Sjónauki verður blanda af blaði og bók en viðfangsefnið er allt mögulegt sem tengist myndlist. Aðstandendur Sjónauka, myndlistarmennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal, fengu á dögunum útgáfustyrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. „Það er mikil vöntun á sérhæfðu riti um myndlist á Íslandi.

Reka hótel í Ölpunum

"Hótelið kallast Skihotel Speiereck og er í litlu fjallaþorpi, Sankt Michael, 100 km suður af Salzburg. Við erum á Alpahryggnum í sólríkasta hluta Austurríkis,“ útskýrir annar eigendanna, Þorgrímur Kristjánsson, hress í símann

Stúlka kærir sýningu Brokeback Mountain

Tólf ára gömul stúlka og fjölskylda hennar hafa farið í skaðabótamál við skólayfirvöld í Chicago vegna sýningar í bekk stúlkunnar á hinsegin kúrekamyndinni Brokeback Mountain. Jessica Turner sagðist hafa þjáðst andlega eftir að horfa á myndina. Kennarinn sagði nemendunum að það sem gerðist innan veggja bekksins, ætti að haldast þar, segir í Chicago Tribune.

DiCaprio í vondum málum

Nágrannar leikarans Leonardos DiCaprio heimta sextán milljóna króna skaðabætur af honum fyrir að ganga á lóð þeirra þegar hann var að láta gera körfuboltavöll við heimili sitt. Kæran var lögð fram í yfirrétti Kaliforníu í síðustu viku.

Trump orðinn afi

Auðkýfingurinn Donald Trump varð afi um síðustu helgi, rétt rúmu ári eftir að hann varð sjálfur faðir á nýjan leik. Það voru sonurinn Donald Trump yngri og eiginkona hans Vanessa sem eignuðust stúlkubarn. Hún hefur þegar fengið nafnið Kai sem hinn stolti faðir segir að sé sótt til danskra forfeðra móðurinnar.

Fashion Cares haldið í Toronto

Dita von Teese sýndi hina víðfrægu erótísku kampavínsglassýningu sína á hátíðinni Fashion Cares sem fram fór um helgina í Toronto í Kanada. Þema hátíðarinnar að þessu sinni var „Gægjast“ eða að horfa á og að vera horft á. Hátíðin var styrkt af snyrtivörurisanum MAC og tilgangur hennar var að safna fé í baráttunni gegn alnæmi.

Fyrirgefningin á Uppstigningadag

Fimmtudaginn 17.maí heldur Guðjón Bergmann tveggja stunda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík með yfirskriftinni Fyrirgefningin: Heimsins fremsta lækning. Þetta er í fjórða skipti sem fyrirlesturinn er haldinn frá því í nóvember 2006 enda hefur þáttaka verið framúrskarandi góð.

Metfjöldi stuttmynda á Stuttmyndadögum í Reykjavík

Fimmtíu og tvær stuttmyndir bárust í stuttmyndasamkeppnina Stuttmyndadagar í Reykjavík að þessu sinni en það er metfjöldi. Þetta er í ellefta skiptið sem hátíðin er haldin en hún fer fram að þessu sinni í Tjarnarbíói 23. og 24. maí.

Spiderman 3 trónir enn á toppnum

Spiderman 3 er ennþá vinsælasta myndin vestanhafs og halaði hún inn sex sinnum meiri peningum en næsta mynd á listanum. Stjórnarmenn Sony sögðu í gær að þeir ætluðu sér að gera að minnsta kosti þrjár Spiderman myndir í viðbót.

Með byssukúlu í hausnum í 64 ár

Kínversk kona á áttræðisaldri fór á sjúkrahús fyrir skemmstu vegna höfuðverks. Hún hefði kannski átt að gera það fyrr þar sem í ljós kom að hún hafði verið með byssukúlu í hausnum í 64 ár.

Putumayo gefur út Tómas R. Einarsson

Lög eftir Tómas R. Einarsson eru væntanlega á tveimur erlendum safndiskum á næstunni. Annars vegar á safndisk sem kólumbíski plötusnúðurinn DJ El Chino og kemur lagið af disknum Romm Tomm Tomm og er það dæmi um velheppnaða evrópska latínska tónlist. Hins vegar kemur lag eftir Tómas út á safndisk frá útgáfunni Putumayo World Music og er það af disknum Havana.

Vilja Britney á brott

Britney, Paris og Lindsay mega fara að hvíla sig að mati bandarísku þjóðarinnar. Í nýrri könnun komast þær allar á lista yfir þær stjörnur sem fjölmiðlar ytra veita of mikla, og óverðskuldaða, athygli.

Útskrift Kvikmyndaskólans

Á föstudag og laugardag sýndu nemendur Kvikmyndaskóla Íslands lokaverkefni sín í Bæjarbíói í Hafnarfirði og húsakynnum skólans að Lynghálsi: átta lokaverkefni nemenda sem unnin voru undir stjórn Ágústs Guðmundssonar og enn fleiri áfangaverkefni sem unnin voru undir handleiðslu Maríönnu Friðjónsdóttur, Viðars Víkingssonar, Þorgeirs Guðmundssonar og Hilmars Oddssonar.

Synirnir á báðum áttum með pabba

„Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-myndinni sem frumsýnd verður í sumar.

Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið

„Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermi­gervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzo­forte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“

Sjá næstu 50 fréttir