Fleiri fréttir

Sýnir þungarokksþætti á Youtube

Gunnar Guðbjörnsson gerir reglulega þætti um íslenskar þungarokkshljómsveitir og setur þá á heimasíðuna Youtube, einn í hverri viku. Changer reið á vaðið og á eftir henni kom hljómsveitin Severed Crotch. Næst á dagskrá eru síðan Momentum og I Adapt.

Lítur upp til McCartneys

Bob Dylan tjáir sig um vinskap sinn við Bítlana og dálæti sitt á Sir Paul McCartney í nýjasta tölublaði Rolling Stone. Hann segir að George Harrison hafi átt erfitt með að hafa sig í frammi með þá John Lennon og Sir Paul McCartney sér við hlið.

Mælt með stofnun Flugminjasafns Íslands

Fyrir rúmu ári skipaði menntamálaráðherra nefnd til að kanna stöðu flugminjasafna á landinu. Nefndinni var falið að sinna eftirfarandi verkefnum sérstaklega:

Listasetur Steinunnar opnað um hvítasunnu

Athafnakonan Steinunn Jónsdóttir hyggst bjóða nánustu fjölskyldu og vinum til Skagafjarðar á einkaopnun listasetursins á Hofsósi um hvítasunnuhelgina en starfsemi þess kemst bráðum á fullt skrið.

Imperioli ánægður með Íslandsdvöl

Bandaríski leikarinn Michael Imperioli var gestur hjá David Letterman á þriðjudaginn þar sem hann ræddi um síðustu þætti Sopranos og dvölina á Íslandi.

Höfðuðu mál vegna Brokeback

Tólf ára bandarísk stúlka hefur ásamt afa sínum og ömmu höfðað mál gegn menntamálaráði Chicago eftir að aðstoðarkennari sýndi myndina Brokeback Mountain í skólastund.

Laugardagsstefna um CoBrA

Málþing í tengslum við CoBrA-sýningu Listasafns Íslands verður haldið í safninu á morgun. Fróðleiksfúsum listunnendum gefst þar kostur á að hlýða á erindi og ræða áhrif CoBrA-hreyfingarinnar á Íslandi. Sýningin er liður Listahátíðar í Reykjavík og var opnuð í síðustu viku.

Hrafn á slóðum forfeðranna

„Við vorum bara að athuga hvaðan forfeður ömmu minnar voru og hvar þeir höfðu búið," segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson.

Gróska í óperusmíð

Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum.

Fangelsisvist Parísar stytt

Hótelerfinginn París Hilton þarf ekki að afplána nema um helming 45 daga fangelsisvistar. Að auki verður hún vistuð fjarri öðrum föngum meðan á vist hennar stendur. París mun líklegast afplána 23 daga vist. Ástæða þessa er stefna fangelsisyfirvalda að hvetja fanga til að haga sér vel.

Sofnaði í miðjum póker

„Ég var sybbinn og þreyttur,” segir Gísli Ásgeirsson, þýðandi og þulur. En á dögunum varð sá einstæði atburður að þar sem Gísli sat við og lýsti pókerþætti á Sýn þá sofnaði hann.

Fallegur fjársjóður Bigga

Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári.

Bobby Breiðholt opnar sýningu

„Þetta er fyrsta einkasýningin mín,“ segir myndlistarmaðurinn Björn Þór Björnsson, sem kallar sig Bobby Breiðholt. „Hún heitir allskyns/all sorts og er í Nakta apanum,“ segir Bobby um sýninguna.

Britney ósátt við mömmu

Britney Spears neitaði að heimsækja móður sína, Lynne, þegar hún lá á spítala með lungnabólgu.

Rúnk gefur af sér

Ég hrjáðist eitt sinn af sjúkdómnum „ungur og vitlaus” (og geri líklegast enn) og þess vegna, er ég var spurður að því í vetur hvort ég fílaði ekki sveitina Rúnk, spurði ég kæruleysislega til baka: „Rúnk, var það ekki bara einhver B pönksveit?” Nei, sú var svo sannarlega ekki raunin og fyrir þrekvirki góðra manna komst ég loks yfir einu breiðskífu Rúnks (fyrir utan eina jólaplötu), Ghengi Dahls.

Áhyggjur af ofbeldi

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg hefur lýst yfir áhyggjum sínum á ofbeldinu í Darfur-héraði í Súdan. Hann hefur sent bréf til Hu Jintao, forseta Kína, þar sem hann hvetur þjóðina til að setja þrýsting á Súdan um að hleypa friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna inn í landið.

Áhrif frá ýmsum löndum

Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri Listahátíðar hefur mjög gaman af því að elda. Þar sem Listahátíð stendur yfir er mikið að gera hjá henni og hún reynir því að hafa matreiðsluna einfalda og fljótlega þessa dagana.

Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur

Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene.

Amen frá Trössum komin út

Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu, Amen. Trassar var stofnuð fyrir tuttugu árum og telst því vera ein fyrsta þungarokksveit landsins.

Nýjar bækur

Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill.

Stafrænn McCartney

Öll lög sem Paul McCartney hefur gefið út á sólóferli sínum og með hljómsveitinni Wings verða fáanleg í stafrænu formi á netinu á næstunni. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvort eða hvenær plötur Bítlanna verði fáanlegar í stafrænni útgáfu.

Trentemøller á morgun

Danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Trentemøller spilar á Gauknum annað kvöld.

Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur

Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð.

Ómar kærir Gauk fyrir meiðyrði

„Ágætt er að fá á hreint hvar mörkin liggja. En ég hef að öðru leyti kosið að tjá mig ekki um málið meðan það er til meðferðar hjá dómstólum,“ segir Ómar R. Valdimarsson, ræðismaður og kynningarfulltrúi. Hann vísar til þess að menn séu ábyrgir orða sinna jafnt á netinu sem annars staðar.

Nýtt nám í MK

Í haust verður í Menntaskólanum í Kópavogi boðið upp á hótelstjórnun, nýtt nám á háskólastigi. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í ein átta ár eða svo,“ sagði Baldur Sæmundsson, áfangastjóri í MK. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegt nám hafi verið í boði hér á landi áður.

Mótleikur úr Efstaleitinu

Hefð hefur skapast fyrir því að Útvarpsleikhúsið flytji sakamálaleikrit að sumarlagi en um fimmtán þúsund Íslendingar hlýddu á spennuseríu leikhússins síðasta sumar.

Neyðarlegt upphlaup Skjás eins

Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarps­stöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða.

Groban bræddi íslensku kvenþjóðina

Bandaríski hjartaknúsarinn Josh Groban hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll í fyrrakvöld þar sem hann söng öll sín frægustu lög. Húsfyllir var í salnum og skemmti fólk sér hið besta.

Cannes-hátíðin hafin í sextugasta sinn

Í gær hófst kvikmynda­hátíðin í Cannes, sem óhætt er að segja að sé ein virtasta kvikmyndahátíð heims, ef ekki sú virtasta. Hátíðin í ár er sú sextugasta sem haldin er í strandbænum sólríka. Því er ekki úr vegi að seilast í verkfærakistu kvikmyndagerðarmannanna og nýta sér endurlitið til að líta yfir farinn veg.

Verðlauna gott starf

Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi hlaut í vikunni foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, árið 2007. Verðlaunin hlaut félagið fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld og Grunnskóla Seltjarnarness. Formaður Gróttu, Bjarni Torfi Álfþórsson, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd samfélagsins á Seltjarnarnesi.

Sköpun í sinni tærustu mynd

Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum.

Játaði sekt sína

Leikarinn Sylvester Stallone hefur játað að hafa haft með sér vaxtar­hormón til Ástralíu hinn 16. febrúar. „Ég gerði mikil mistök, ekki vegna þess að ég ætlaði að gabba einhvern heldur vegna þess að ég hafði ekki kynnt mér ykkar reglugerðir,“ skrifaði Stallone í bréfi sínu til dómstóla í Sydney. „Mér þykir mjög leitt að þetta brot mitt setji slæmt fordæmi fyrir almenning, því ég met skoðanir hans mikils.“

Mikill verður meiri

BMW X5 er afar skemmtilegur bíll. Hann hefur stækkað en þrátt fyrir það er hann enn mjög lipur.

Dulkóðaður raðmorðingi

Um helgina verður spennutryllirinnn Zodiac frumsýndur en þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans David Fincher. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Norður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratugarins.

Malta vill banna símakosningu

Malta hefur óskað eftir því að nokkrum þjóðum frá Austur-Evrópu sem taka þátt í Eurovision verði bannað að taka þátt í símakosningu. Vill Robert Abela, yfirmaður Eurovision á Möltu, að rannsakað verði hvernig kosning þessara þjóða fari fram því stigagjöf margra þeirra sé ekki einungis byggð á kosningu almennings.

Silvía Nótt seld til Svíþjóðar

Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi.

Fleiri sjóræningjamyndir á dagskrá

Jerry Bruckheimer hefur ekki útilokað að kvikmyndahúsagestir fái meira af sjóræningjunum á Karíbahafinu. Þriðja myndin um Jack Sparrow og félaga verður frumsýnd í lok þessa mánaðar en þær hafa allar rakað inn peningum. Bruckheimer segir að þrátt fyrir að næsta mynd verði lokakaflinn um ævintýri Sparrows útilokar hann ekki að búnar verði til svokallaðar „spin-off“ myndir um aðrar persónur myndarinnar.

Sambandið á enda

Leikkonan Denise Richards og Richie Sambora, gítarleikari Bon Jovi, er hætt saman eftir eins árs ástarsamband. Vinur parsins fyrrverandi segir að þau hafi hætt saman fyrir tveimur mánuðum en hafi ekki viljað láta fjölmiðla vita af sambandsslitunum.

Holl og syndsamleg súkkulaðikaka

Leirlistakonan Þóra Breiðfjörð bakar syndsamlega góða súkkulaðiköku af sænsku ætterni og leggur mikið upp úr að matur sé fallega á borð borinn. „Ég er alveg veik í súkkulaði og mér finnst svona súkkulaðikökur alveg syndsamlega góðar.

Mótetta og Morthens

Nú er tími tónleikanna og þá einkum þeirra sem kenndir eru við burtfararpróf. Í dag heldur Rósa Jóhannesdóttir einsöngstónleika í Áskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Rósa lýkur um þessar mundir burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík.

Frjókornatímabilið er hafið

Ari Víðir Axelsson læknir hvetur ofnæmissjúklinga til að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða fyrir frjókornatímabilið.

Góður gestur

Orgelsnillingurinn Michael Radulescu heldur tvenna tónleika hér á landi, þá fyrri í Langholtskirkju í kvöld en þá síðari í Hallgrímskirkju á sunnudag. Radulescu hefur starfað sem prófessor í organleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg frá árinu 1968 en hann er auk þess mjög flytjandi. Ferðalag hans hingað er fyrir milligöngu Kórs Langholtskirkju, Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Rómantísk Vegas-mynd

Cameron Diaz og Ashton Kutcher eru í viðræðum um að leika í rómantísku myndinni What Happens in Vegas ... Myndin fjallar um tvær ókunnugar manneskjur sem vakna með mikla timburmenn í Vegas eftir að hafa gift sig kvöldið áður. Einnig uppgötva þau að annað þeirra hefur unnið stóran vinning með smápeningum hinnar manneskjunnar. Skapar þetta vitaskuld mikil vandamál.

Sjá næstu 50 fréttir