Fleiri fréttir

Stór áfangi að stíga á stóra sviðið

Lára Sveinsdóttir stígur á stóra svið Þjóðleikhússins í fyrsta skipti í kvöld þegar hún bregður sér í hlutverk Heiðu í Sitji Guðs englar. Oft er talað um stóra stund í lífi leikara þegar þeir afreka þetta og Lára segist vissulega vera með hnút í maganum.

Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur

Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir.

Simmi & Jói sameinaðir á ný

„Já, við hljótum að vera alveg sjálfkjörnir vinnustaðagrínarar. Atvinnumenn í faginu. Það hlýtur að vera,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói í dúettinum Simmi og Jói. Þekktastir eru þeir fyrir að kynna hið íslenska Idol auk þess að hafa verið saman með sjónvarps- og útvarpsþætti.

Kevin heimsækir Britney

Skemmtikrafturinn Kevin Federline ber greinilega ennþá tilfinningar til fyrrum eiginkonu sinnar, Britney Spears. Britney hefur sem kunnugt er skráð sig í meðferð þrisvar sinnum í vikunni eftir að hafa hrellt aðdáendur sína með því að raka allt hár af höfði sér.

Anna Nicole átti í ástarsambandi við konu

Það er engin lognmolla í kring um andlát Önnu Nicole Smiths. Nú hefur komið fram að Anna Nicole átti í ástarsambandi við konu að nafni Sandi Powledge áður en hún giftist auðkýfingnum J. Howard Marshall. Sandi, sem nú er 46 ára, segir þær hafa kynnst á skemmtistað fyrir samkynhneygða árið 1991 og þær hafi verið saman í þrjú ár.

Suðvestan 7 í Saltfisksetrinu

Ljósmyndarinn Olgeir Andrésson heldur sína fyrstu einkasýningu í Listasal Saltfisksetrins í Grindavík. Ber sýningin heitið Suðvestan 7. Áður hefur Olgeir sýnt með Ljósopi, félagi áhugaljósmyndara en hann byrjaði að taka myndir fyrir alvöru fyrir tveimur árum síðan.

Þrívíddarmyndir í Kringlubíói

Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er ráðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum.

Drew Barrymore fagnar 32 ára afmæli sínu

Leikkonan góðkunna, Drew Barrymore, er stödd á Kauai eyjum til að fagna 32 ára afmæli sínu. Eyddi hún afmælisdeginum á ströndinni, íklædd svörtu bikiníi og tók sig vel út að sögn sjónarvotta. Enda stúlkan á besta aldri.

Steintryggur og Flís spila

Hljómsveitirnar Steintryggur og Flís spila á tónleikum í Kartöflugeymslunni við Ártúnsbrekku í kvöld í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur. Þeir sem koma fram fyrir hönd Steintryggs eru Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson og Átralinn Ben Frost sem sér um tölvutóna. Leika þeir tónlist af væntanlegri plötu Steintryggs. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis.

Þrívíddarbíó á Íslandi

Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er rá'ðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum.

Jarðsett hjá Daniel

Fjölmiðlafárið í kringum andlát Önnu Nicole Smith virðist seint ætla að fjara út. Miklar deilur standa yfir um hvar eigi að grafa fyrirsætuna og hver eigi að hafa forræðið yfir stúlkubarninu Dannielynn.

Anna Lind sýnir í Gallerí auga fyrir auga

Myndlistarmaðurinn Anna Lind Sævarsdóttir sýnir í Gallerí auga fyrir auga, á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Ber sýningin heitið Feel Free To Join Me.

Angelina Jolie kynþokkafyllst

Angelina Jolie var kosin kynþokkafyllsta persóna allra tíma í netkönnun sem spannaði 100 mestu kynbombur sögunnar. Fast á hæla hennar var Elvis Presley, þá Brad Pitt en Marilyn Monroe og Beyonce Knowles voru í fjórða og fimmta sæti.

Túlípanar, ljóð og rauðvín á Alþingi

Leynivinavika hefur staðið yfir á Alþingi undanfarna viku og hafa hinir ýmsu alþingismenn tekið þátt í henni. „Ég fór að fá sendingar frá ágætum leynivini.

Michael hugsanlega í Idol

Hugsanlega mun Michael Jackson koma fram í American Idol. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hann myndi ekki koma fram en kynnir þáttarins, Ryan Seacrest, segir það möguleika að poppgoðið muni láta sjá sig.

Godcrist tónleikar í Hafnarborg

Sunnudaginn 25. febrúar, kl. 20.00 verða haldnir tónleikar Guðlaugs Kristins Óttarssonar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Með Guðlaugi verða á tónleikunum níu þekktir hljóðfæraleikarar og leikin verða verk eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus, auk tónverka Guðlaugs sjálfs, sem eru aðalefni tónleikanna. Hér er því um að ræða mikinn viðburð og fjölbreytta dagskrá.

Pitt og Jolie ættleiða meira

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa í hyggju að ættleiða strák af Vietnömskum uppruna. Parið á þegar 3 börn, hinn fimm ára Maddox, Zahara sem er tveggja ára og hina níu mánaða gömlu Shiloh.

Carmen Electra skilin

Skilnaður kynbombunnar og leikkonunnar Carmen Electra og rokkarans Daves Navarro er genginn í gegn. Sjö mánuðir eru síðan þau hættu saman vegna óásættanlegs ágreinings.

Kvikmyndaklúbburinn Fjalarkötturinn verður endurvakinn á morgun. Sýningar hefjast á morgun í Tjárnabíói og er ráðgert að sýna tvo daga vikunnar, sunnudaga og mánudaga. Sýningar standa fram á vor og á þeim tíma er áætlað að sýna alls 25 myndir. Byrjað verður á þremur myndum sem gerðu James Dean að stórstjörnu en þær eru; East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant ásamt því að sýnd verður ný heimildarmynd um leikarann.

Jennifer Lopez í Idol

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez kemur fram í sjónvarpsþættinum American Idol hinn 11. apríl. Fetar hún þar með í fótspor þekktra tónlistarmanna á borð við Prince, Mary J. Blige, Diana Ross, Tony Bennett og Gwen Stefani.

Fagrir hljómar

Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría.

Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju

Á morgun, sunnudag, mun franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier halda tónleika í Hallgrímskirkju. Eru tónleikarnir á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og haldnir í tengslum við franska menningardaga.

Önnur útgáfa af Payback

Væntanleg er endurútgáfa á Payback með Mel Gibson á DVD mynddiski. Myndin var frumsýnd árið 1999 en tökur hennar gengu ekki áfallalaust þar sem leikstjóri myndarinnar, Brian Helgeland, þótti skila af sér slakri mynd að mati framleiðenda. Ráðist var í endurtökur sem skiluðu af sér allt annarri mynd en þeirri sem leikstjórinn ætlaði.

Dionysos lýkur Vetrarhátíðinni í kvöld

Franska rokksveitin Dionysos heldur tónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Tónleikarnir eru lokahnykkur Vetrarhátíðar í Reykjavík. Dionysos er frá Valence í Frakklandi og leit fyrst dagsins ljós fyrir tíu árum. Frægðarsól hennar hefur risið hægt og sígandi og nýtur hún í dag töluverðra vinsælda í heimalandi sínu.

Tyra og Paris rasa út í Reykjavík

Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum.

Mishörð barátta á leikjatölvumarkaði

Verðmunur á leikjatölvum hérlendis og í nágrannalöndunum er æði misjafn eftir því hver tölvan er. Xbox 360 er þriðjungi dýrari hér en í löndunum í kring. Nintendo Wii er ekki nema fimm prósentum dýrari hér en í sömu löndum.

Allt er þá þrennt er

Britney Spears er komin í meðferð aftur. Söngkonan innritaði sig að þessu sinni á meðferðarheimili í Malibu eftir að fyrrverandi eigin-maður hennar, Kevin Federline, hótaði að svipta hana forræðinu yfir strákunum þeirra tveim, þeim Jayden James og Sean Preston.

Unnur andlit íslenska hestsins

Einhver frægasta sýning Bandaríkjanna á ís, Ice Capades, hefur gert samstarfssamning við Icelandics on Ice um sýningar í öllum stærstu borgum Bandaríkjanna. Um er að ræða gríðarlega landkynningu fyrir Ísland og ekki síður íslenska hestinn en reiknað er með að rúmlega 800 þúsund komi til með að skoða sýninguna augum.

Listir allra álfa

Heimsdegi barna verður fagnað í þriðja sinn í dag en þá geta börn og unglingar komist í kynni við framandi menningu frá öllum heimsálfum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi. Heimsdagur barna er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu, Alþjóðahússins, Kramhússins og fyrrgreindra aðila.

Söngurinn sameinar menn

Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi.

Forstjóri Össurar á veiðislóðum í Suður-Afríku

„Þegar menn segjast vera miklir veiðimenn er það svona svipað eins og þegar kylfingar telja sjálfa sig vera góða í golfi. Þá liggur oft ekki mikið að baki slíkum orðum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón var staddur í hlýjunni í Kaliforníu þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar verður hann næstu misserin. Jón var reyndar hugsi yfir því að tjá sig um veiðimennsku sína á villtum dýrum enda væru Bandaríkjamenn ákaflega viðkvæmir fyrir slíku og eru frægir fyrir andstöðu sína gegn hvalveiðum.

Forsala hafin en verðið ekki ákveðið

Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær.

Þrúgurnar ópera

Því er oft haldið fram að nútíminn eignist aldrei óperur sem lifa og fyrir bragðið sé alltaf gripið sama gamla dótið frá ýmsum skeiðum iðnbyltingarinnar. Nú hafa Ameríkanar eignast nýja óperu eftir Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck. Sviðsgerð var leikin hér af verkinu 1991-2 við miklar vinsældir og var um sumt sniðin eftir Steppenwulf-útgáfunni frá Chicago. Kvikmynd Johns Ford er meistaraverk og svo er sagan ekki beinlínis kunn fyrir að sölna í tímans rás.

Kvennahreyfing ÖBÍ fundar

Fundur Kvennahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands, verður haldinn á morgun, laugardaginn 24. febrúar. Jóhanna Leópoldsdóttir mun flytja erindið Gleðin og sorgin – systur tvær.

Etienne de France sýnir í Listasafni ASÍ

Franski listamaðurinn Etienne de France sýnir ljósmyndir sínar á Safnanótt Vetrarhátíðar í Listasafni ASÍ. Verður sýningin opnuð í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20:00.

Amanda Peet eignast stúlku

Leikkonan geðþekka Amanda Peet, hefur fætt stúlkubarn. Fékk hún hríðir á þriðjudag og hefur barnið fengið nafnið Frances Pen, í höfuðið á móður Amöndu, Penny.

Britney í meðferð í þriðja sinn í vikunni

Skjótt skipast veður í lofti. Britney Spears, sem hefur verið daglegur gestur slúðurpressunnar undanfarna daga, er enn og aftur farin í meðferð. Er þetta í þriðja sinn sem hún skráir sig í meðferð á aðeins einni viku.

Sjá næstu 50 fréttir