Mishörð barátta á leikjatölvumarkaði 24. febrúar 2007 09:15 Helstu keppendur á leikjatölvumarkaðnum í dag eru Xbox360 frá Microsoft, Wii frá Nintendo og Playstation 3 frá Sony. Leikjatölvan síðastnefnda kemur til landsins þann 23. mars, en hinar tvær eru í sölu hérlendis. neytendamál Xbox360 leikjatölvan er um þriðjungi dýrari í Elko en á löndunum í kringum okkur. Nintendo Wii leikjatölvan, einn keppinauta Xbox360 á leikjatölvumarkaðnum, er ekki nema um fimm prósentum dýrari í Ormsson en í sömu löndum. Verðið á leikjatölvunum tveimur var kannað í verslunum Woolworths í Bretlandi, Webhallen í Svíþjóð, Multikanalen í Noregi og Midtdaten í Danmörku. Valdar voru verslanir sem eru sem líkastar þeim sem borið var saman við á Íslandi. Sundurliðað verð landanna má sjá á töflu hér á síðunni, en sé tekið meðaltal af verðinu í þessum fjórum löndum kostar Xbox360 tölvan 33.624 krónur. Í Elko kostar hún 44.995 krónur, eða 31 prósenti meira. Meðalverð á Nintendo Wii í sömu löndum er 28.431 króna. Í Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, kostar sama tegund vélarinnar 29.900 krónur. Nintendo Wii er því ekki nema um fimm prósentum dýrari hér en í löndunum í kring. Gísli Jóhannsson, innkaupastjóri hjá Elko, segir tvær megin-ástæður vera að baki þessum verðmun. Annars vegar séu tollar og skattar hærri hér en annars staðar, og hins vegar geti verið að verðslagurinn sé enn þá harðari á hinum löndunum en hér, jafnvel þannig að tölvurnar séu seldar undir innkaupsverði. „Við erum sjálfir með mjög litla álagningu á vélinni. Þessi bransi er meira og minna þannig að menn selja tölvurnar á, og jafnvel undir, innkaupsverði og leggja síðan á leikina.“ Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, segist afar ánægður með að verðmunurinn á Nintendo Wii sé svona lítill. „Við settum okkur í upphafi að fara aldrei undir ákveðið verð og höfum staðið við það. Það er mjög ánægjulegt að munurinn sé ekki meiri en þetta þrátt fyrir tolla og gjöld sem eru hér en ekki í öðrum löndum,“ segir hann. Leikjavísir Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
neytendamál Xbox360 leikjatölvan er um þriðjungi dýrari í Elko en á löndunum í kringum okkur. Nintendo Wii leikjatölvan, einn keppinauta Xbox360 á leikjatölvumarkaðnum, er ekki nema um fimm prósentum dýrari í Ormsson en í sömu löndum. Verðið á leikjatölvunum tveimur var kannað í verslunum Woolworths í Bretlandi, Webhallen í Svíþjóð, Multikanalen í Noregi og Midtdaten í Danmörku. Valdar voru verslanir sem eru sem líkastar þeim sem borið var saman við á Íslandi. Sundurliðað verð landanna má sjá á töflu hér á síðunni, en sé tekið meðaltal af verðinu í þessum fjórum löndum kostar Xbox360 tölvan 33.624 krónur. Í Elko kostar hún 44.995 krónur, eða 31 prósenti meira. Meðalverð á Nintendo Wii í sömu löndum er 28.431 króna. Í Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, kostar sama tegund vélarinnar 29.900 krónur. Nintendo Wii er því ekki nema um fimm prósentum dýrari hér en í löndunum í kring. Gísli Jóhannsson, innkaupastjóri hjá Elko, segir tvær megin-ástæður vera að baki þessum verðmun. Annars vegar séu tollar og skattar hærri hér en annars staðar, og hins vegar geti verið að verðslagurinn sé enn þá harðari á hinum löndunum en hér, jafnvel þannig að tölvurnar séu seldar undir innkaupsverði. „Við erum sjálfir með mjög litla álagningu á vélinni. Þessi bransi er meira og minna þannig að menn selja tölvurnar á, og jafnvel undir, innkaupsverði og leggja síðan á leikina.“ Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, segist afar ánægður með að verðmunurinn á Nintendo Wii sé svona lítill. „Við settum okkur í upphafi að fara aldrei undir ákveðið verð og höfum staðið við það. Það er mjög ánægjulegt að munurinn sé ekki meiri en þetta þrátt fyrir tolla og gjöld sem eru hér en ekki í öðrum löndum,“ segir hann.
Leikjavísir Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira