Fleiri fréttir Ég var edrú Lögfræðingur Nicole Richie sagði fyrir rétti í gær að hún væri saklaus af ákæru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og lyfja, þegar hún var handtekin í desember síðastliðnum. Nicole er dauðhrædd við að lenda í fangelsi, því hún hefur áður verið handtekin og dæmd fyrir svipaðar sakir. Stúlkan mætti ekki sjálf í réttarhöldin. 22.2.2007 14:32 Kærður fyrir myndbirtingu af Jennifer Aniston Hollywood bloggarinn Mario Lavandeira, sem er betur þekktur sem Perez Hilton, hefur verið kærður fyrir að birta ólöglegar myndir af Jennifer Aniston. Myndirnar eru frá upptökum á kvikmyndinni The Break-Up en á þeim má sjá Jennifer bera að ofan. Var það Universal City Studios Productions, framleiðandi myndarinnar, sem lagði fram kæruna. Segir stúdíóið myndirnar bæði fengnar- og birtar ólöglega. 22.2.2007 14:30 Allt á suðupunkti Fimmta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Átta atriði eru eftir og óhætt er að fullyrða að allt sé á suðupunkti eftir tíðindi síðustu viku. 22.2.2007 12:00 Eignaðist tvíbura Aðþrengda eiginkonan Marcia Cross eignaðist tvíburadætur í Los Angeles á þriðjudag. Stúlkurnar eru fyrstu börn leikkonunnar sem er 44 ára og eiginmanns hennar Tom Mahoney verðbréfamiðlara. Fæðingin hafði verið áætluð í apríl, en Marcia hefur verið rúmföst frá síðasta mánuði. 22.2.2007 11:04 Eulogy for Evolution - Þrjár stjörnur Mínímalískt tónverk sem hefur að geyma mörg furðu heillandi stef. Vantar þó á nokkrum stöðum almennilegan punkt yfir i-ið. 22.2.2007 08:00 Flýta þarf krufningu Önnu Þau eru lífleg réttarhöldin sem nú fara fram Vestanhafs í kjölfar dauða Önnu Nicole Smith í síðustu viku. Dómarinn í málinu fékk símtal í miðjum réttarhöldum á laugardag frá réttarlækninum Joshua Perper. Hringdi hann til að láta dómarann vita að lík Önnu Nicole rotnaði hraðar en eðlilegt væri. Því þyrfti að kryfja líkið í þessari viku í stað næstu viku eins og átælað var. 21.2.2007 17:00 James Brown loksins jarðsettur Guðfaðir soultónlistarinnar, James Brown sem lést á jóladag, fer loksins að fá sína hinstu hvílu. Lík hans hefur verið geymt á leynilegum stað frá andláti hans þar sem kærasta hans, Tomi Rae Hynie og börnin hans sex gátu ekki komið sér saman um hvar ætti að greftra hann. 21.2.2007 16:45 Æfingar hafnar hjá Óperunni Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini 21. mars nk. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúíói og og reynsla síðustu þriggja ára hefur sýnt að það er mikill áhugi fyrir verkefninu bæði meðal þátttakenda sem og áhorfenda. 21.2.2007 15:40 Íslensk tískuhönnun brúar bil milli borga Á sýningunni Íslensk tískuhönnun sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu af forsætisráðherra Geir H. Haarde 29. júní 2006 sést að íslensku hönnuðurnir tíu, sem þar sýna verk sín, sækja innblástur í náttúruna og andstæður hennar. Mýkt og harka, birta og myrkur, fínleiki og grófleiki endurspeglast í ögrandi og sjálfstæðri hönnun sem að margra mati er með því flottasta sem sést í heiminum í dag. 21.2.2007 15:13 Stofuspjall um Kraftbirtíngarhljóm guðdómsins Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00 er komið að öðru stofuspjalli ársins í tengslum við verk mánaðarins á Gljúfrasteini sem að þessu sinni er skáldsagan Heimsljós. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur stýrir spjallinu og mun hún einkum beina sjónum sínum að Kraftbirtíngarhljómi guðdómsins, fyrsta hluta sögunnar. 21.2.2007 15:02 Pabbi Britneyar hvatti hana að sækja sér hjálpar Britney er loksins farin í meðferð en sögur þess efnis hafa verið að ganga undanfarið. Samkvæmt heimildum US Weekly fór Britney sjálfviljug í meðferð á þriðjudag eftir að pabbi hennar taldi hana á að gera það. Þetta staðfestir umboðsmaður söngkonunnar, Larry Rudolph. 21.2.2007 15:00 Jennifer Aniston með fyrrverandi í afmælisveislu Jennifer Aniston fagnaði 38 ára afmæli sínu á dögunum með fyrrverandi kærasta sínum, Vince Vaughn. Voru það ,,vinurinn” Courtney Cox og maður hennar, leikarinn David Arquette, sem héldu afmælisveisluna fyrir Jennifer. 21.2.2007 13:00 PlayStation 3 slær öll met í forsölu Smásalar í Evrópu hafa fundið fyrir gríðarlegri eftirspurn eftir PlayStation 3 á sama tíma og Sony kemur sér í gírinn fyrir "Stærstu útgáfu á leikjavél hingað til", samkvæmt Ray Maguire, Forstjóra Sony Computer Bretlandi. 21.2.2007 12:22 Öskudagur í dag Það er ekki laust við að spennings hafi gætt hjá yngstu kynslóðinni í morgun en öskudagur er ávallt mikið tilhlökkunarefni yngstu kynslóðarinnar. Blíðviðri er í Reykjavík og má víða sjá hópa af ungu uppáklæddu fólki sem freistar þess að syngja fyrir búðarstarfsmenn í skipti fyrir sælgæti. 21.2.2007 11:59 Halla í heimspressunni Breska götublaðið The Sun birti í gær frétt um rómantískt stefnumót breska leikarans Jude Law og íslensku leikkonunnar Höllu Vilhjálmsdóttur á föstudagskvöldið síðasta. 21.2.2007 10:15 Aldarafmæli Íslandsvinar Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. 21.2.2007 10:00 Baggalútur á Bessastöðum Drengirnir í Baggalúti troða upp á Bessastöðum í dag. Guðmundur Pálsson segir þetta mikinn heiður, enda séu þeir allir aðdáendur forsetans og konu hans. 21.2.2007 09:45 Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. 21.2.2007 09:30 Íslensk tónlist á Amie Street Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. 21.2.2007 08:45 Justin til bjargar Popparinn Justin Timberlake ók rakleiðis til Hollywood þegar hann frétti af vandræðum Britney Spears til að hugga hana. Justin og Britney voru kær-ustupar á sínum tíma og vildi Justin sýna henni stuðning sinn í verki. 21.2.2007 08:30 Klerkur kannast ekki við klámbræður Þýðandinn Gísli Ásgeirsson og karl faðir hans hafa grafið upp ansi merkileg ættartengsl bræðranna og Vestur-Íslendinganna Scott og Grant Hjorleifson en nafn þeirra hefur borið á góma í tengslum við klámráðstefnuna sem halda á hér um miðjan mars. Bræðurnir eru nefnilega komnir af skáldinu fræga, Bólu-Hjálmari, sem þýðir að sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur er meðal ættmenna þeirra. 21.2.2007 08:00 Myspace til hjálpar Ástralska poppstjarnan Kylie Minogue hefur fengið óvænta aðstoð af netinu fyrir sína næstu plötu. Kylie kynntist skoska lagahöfundinum Calvin Harris í gegnum Myspace-síðuna og fékk hann til að semja lög fyrir væntanlega plötu sína. „Hún hefur unnið nokkur lög með Calvin. Kylie heyrði það sem hann hafði gert og fannst það flott. Samstarf þeirra gengur vel,“ sagði talsmaður Kylie. 21.2.2007 07:45 Sign í tónleikaferð Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum. 21.2.2007 07:30 Strákur veiðir úlf úr skóginum Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. 21.2.2007 07:15 Sýna hjá Gorkí Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. 21.2.2007 07:00 Óumflýjanleg uppgjör á bar Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. 21.2.2007 06:15 Pursuit of Happyness - tvær stjörnur Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. 21.2.2007 00:01 James Brown loks jarðaður Börn söngvarans James Browns og ekkjan Tomi Rae Hynie, hafa loksins komist að samkomulagi um hvar á að jarðsetja líkama hans. Ósamkomulag og ósætti hefur verið meðal aðilanna um erfðir og skiptingu eigna. James Brown lest á jóladag, 73 ára að aldri. Líkið er geymt í gullkistu á útfararstofu sem mun sjá um jarðaförina. 20.2.2007 22:30 Vesturport og Pétur Ben á Súfistanum Leikhópurinn Vesturport efnir til uppákomu á Súfistanum við Laugaveg á morgun, miðvikudagskvöld. Er uppákoman í tengslum við kvikmyndirnar Börn og Foreldrar sem Vesturport frumsýndi nýlega. 20.2.2007 22:15 Lay Low í Þórlákshöfn Tónlistarkonan Lay Low, sem kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum, verður með tónleika í Þorlákshöfn, á morgun miðvikudaginn 21. febrúar. Verða tónleikarnir haldnir í Versölum og hefjast klukkan 20:00. Eru tónleikarnir liður í tónleikaröðinni Tónar við hafið. 20.2.2007 22:00 Osbourne fjölskyldumeðlimur alnæmissmitaður Söng- og leikkonan Kelly Osbourne, sem hvað þekktust er fyrir leik sinn í raunveruleikaþættinum The Osbournes, kom fram á góðgerðarsamkomu til styrktar alnæmis á sunnudagskvöld. Þar sagði hún að einn fjölskyldumeðlimur hennar hefði greinst með alnæmi. 20.2.2007 17:27 Flugfreyja í sjöunda himni Áströlsk flugfreyja hjá Quantas flugfélaginu er farin í felur meðan hún reynir að selja slúðurblöðum söguna af því þegar hún hafði samfarir við breska leikarann Ralph Fiennes á klósetti flugvélar í 35 þúsund feta hæð. Lisa Robertson segir einnig að hún hafi átt eldheita nótt með Fiennes á hótelherbergi hans. Hún hefur nú verið rekin frá Quantas. 20.2.2007 15:58 Halla og Jude í gulu pressunni Stefnumót þeirra Höllu Vilhjálmsdóttur, X-Factors kynnis og leikarans Jude Law hefur ratað í gulu pressuna í Bretlandi. Dagblaðið the Sun segir frá stefnumóti þeirra hér á landi síðastliðið föstudagskvöld en þau fóru út að borða á veitingastaðnum Domo og síðan sást til þeirra á skemmtistaðnum Sirkus eins og áður hefur komið fram. 20.2.2007 15:43 Hugh Grant og Jemima hætt saman Hugh Grant og kærasta hans til þriggja ára, Jemima Kahn, eru hætt að vera saman. Grant er líklega frægastur fyrir mynd sína Fjögur brúðkaup og jarðarför, og svo náttúrlega að leita eftir kynlífi við svarta vændiskonu í Hollywood árið 1995. Það batt enda á samband hans við fyrirsætuna Elizabeth Hurley. 20.2.2007 11:33 Svíar krefjast nærveru Eiríks „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. 20.2.2007 10:30 Rótsterkur Faxe rýkur út „Já, áhuginn hefur sannarlega aukist," segir Anton Ingimarsson, starfsmaður vínbúðar ÁTVR í Kringlunni, en sala á tíu prósenta Faxe-bjór hefur tekið kipp eftir innslag Kastljóssins fyrir réttri viku. 20.2.2007 10:15 Cage á toppinn Hasarmyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista. Þrátt fyrir að myndin hafi fengið misjafna dóma var þetta aðsókarmesta opnunarmynd ársins í Bandaríkjunum til þessa. 20.2.2007 10:00 Britney rakaði sjálf af sér hárið Poppprinsessan sköllótta Britney Spears rakaði sjálf af sér hárið á hárgreiðslustofu í Los Angeles eftir að hárgreiðslukonan neitaði að verða að ósk hennar. Er hárið nú til sölu á uppboðssíðunni Ebay fyrir tæpar 72 milljónir króna. 20.2.2007 10:00 Hár Britney Spears falt fyrir eina milljón bandaríkjadala Hár poppprinsessunnar Britney Spears, sem eins og kunnugt er fékk að fjúka á dögunum, virðist nú vera komið í sölu. Kaupverðið er ein milljón bandaríkjadala. 20.2.2007 09:47 Lady Sovereign - þrjár stjörnur Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. 20.2.2007 09:45 Geiri selur gulu glæsibifreiðina „Hún var í hálfan mánuð á sölu, svo kom tilboð upp á tuttugu og fimm milljónir og ég ákvað að selja hana,“ segir Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. 20.2.2007 09:30 Hittust á hóteli Parið fyrrverandi Justin Timberlake og Cameron Diaz hittust í laumi á hóteli fyrir skömmu, þrátt fyrir að hafa nýverið hætt saman eftir þriggja ára samband. 20.2.2007 09:00 Laddi er í allra kvikinda líki Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. 20.2.2007 08:45 Leitar að ástinni Rokkarinn Bret Michaels úr hljómsveitinni Poison verður í aðalhlutverki í eigin raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöðinni VH1. Í þætti sínum mun Michaels leita að ástinni og mun þessi snilld kallast Rock of Love With Bret Michaels. Rokkarinn mun koma sér fyrir með fjölda fagurra kvenna á heimili sínu í Los Angeles og munu stúlkurnar þurfa að gangast undir ýmsar prófraunir í keppni sinni um hylli hans. 20.2.2007 08:30 Lyfjaleit hjá Stallone Tollverðir í Ástralíu leituðu að ólöglegum lyfjum á hótelherbergi og í einkaþotu leikarans Sylvesters Stallone í gær. Síðastliðinn föstudag fundust ólögleg lyf í fórum fylgdarliðs Stallones er hann mætti til Ástralíu til að kynna nýjustu mynd sína, Rocky Balboa. Yfirvöld eiga enn eftir að ákveða hvort Stallone eða einhver úr fyldgarliði hans verður ákærður. Stallone fékk að yfirgefa Ástralíu eftir að kynningarferðinni lauk. 20.2.2007 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Ég var edrú Lögfræðingur Nicole Richie sagði fyrir rétti í gær að hún væri saklaus af ákæru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og lyfja, þegar hún var handtekin í desember síðastliðnum. Nicole er dauðhrædd við að lenda í fangelsi, því hún hefur áður verið handtekin og dæmd fyrir svipaðar sakir. Stúlkan mætti ekki sjálf í réttarhöldin. 22.2.2007 14:32
Kærður fyrir myndbirtingu af Jennifer Aniston Hollywood bloggarinn Mario Lavandeira, sem er betur þekktur sem Perez Hilton, hefur verið kærður fyrir að birta ólöglegar myndir af Jennifer Aniston. Myndirnar eru frá upptökum á kvikmyndinni The Break-Up en á þeim má sjá Jennifer bera að ofan. Var það Universal City Studios Productions, framleiðandi myndarinnar, sem lagði fram kæruna. Segir stúdíóið myndirnar bæði fengnar- og birtar ólöglega. 22.2.2007 14:30
Allt á suðupunkti Fimmta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Átta atriði eru eftir og óhætt er að fullyrða að allt sé á suðupunkti eftir tíðindi síðustu viku. 22.2.2007 12:00
Eignaðist tvíbura Aðþrengda eiginkonan Marcia Cross eignaðist tvíburadætur í Los Angeles á þriðjudag. Stúlkurnar eru fyrstu börn leikkonunnar sem er 44 ára og eiginmanns hennar Tom Mahoney verðbréfamiðlara. Fæðingin hafði verið áætluð í apríl, en Marcia hefur verið rúmföst frá síðasta mánuði. 22.2.2007 11:04
Eulogy for Evolution - Þrjár stjörnur Mínímalískt tónverk sem hefur að geyma mörg furðu heillandi stef. Vantar þó á nokkrum stöðum almennilegan punkt yfir i-ið. 22.2.2007 08:00
Flýta þarf krufningu Önnu Þau eru lífleg réttarhöldin sem nú fara fram Vestanhafs í kjölfar dauða Önnu Nicole Smith í síðustu viku. Dómarinn í málinu fékk símtal í miðjum réttarhöldum á laugardag frá réttarlækninum Joshua Perper. Hringdi hann til að láta dómarann vita að lík Önnu Nicole rotnaði hraðar en eðlilegt væri. Því þyrfti að kryfja líkið í þessari viku í stað næstu viku eins og átælað var. 21.2.2007 17:00
James Brown loksins jarðsettur Guðfaðir soultónlistarinnar, James Brown sem lést á jóladag, fer loksins að fá sína hinstu hvílu. Lík hans hefur verið geymt á leynilegum stað frá andláti hans þar sem kærasta hans, Tomi Rae Hynie og börnin hans sex gátu ekki komið sér saman um hvar ætti að greftra hann. 21.2.2007 16:45
Æfingar hafnar hjá Óperunni Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini 21. mars nk. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúíói og og reynsla síðustu þriggja ára hefur sýnt að það er mikill áhugi fyrir verkefninu bæði meðal þátttakenda sem og áhorfenda. 21.2.2007 15:40
Íslensk tískuhönnun brúar bil milli borga Á sýningunni Íslensk tískuhönnun sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu af forsætisráðherra Geir H. Haarde 29. júní 2006 sést að íslensku hönnuðurnir tíu, sem þar sýna verk sín, sækja innblástur í náttúruna og andstæður hennar. Mýkt og harka, birta og myrkur, fínleiki og grófleiki endurspeglast í ögrandi og sjálfstæðri hönnun sem að margra mati er með því flottasta sem sést í heiminum í dag. 21.2.2007 15:13
Stofuspjall um Kraftbirtíngarhljóm guðdómsins Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00 er komið að öðru stofuspjalli ársins í tengslum við verk mánaðarins á Gljúfrasteini sem að þessu sinni er skáldsagan Heimsljós. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur stýrir spjallinu og mun hún einkum beina sjónum sínum að Kraftbirtíngarhljómi guðdómsins, fyrsta hluta sögunnar. 21.2.2007 15:02
Pabbi Britneyar hvatti hana að sækja sér hjálpar Britney er loksins farin í meðferð en sögur þess efnis hafa verið að ganga undanfarið. Samkvæmt heimildum US Weekly fór Britney sjálfviljug í meðferð á þriðjudag eftir að pabbi hennar taldi hana á að gera það. Þetta staðfestir umboðsmaður söngkonunnar, Larry Rudolph. 21.2.2007 15:00
Jennifer Aniston með fyrrverandi í afmælisveislu Jennifer Aniston fagnaði 38 ára afmæli sínu á dögunum með fyrrverandi kærasta sínum, Vince Vaughn. Voru það ,,vinurinn” Courtney Cox og maður hennar, leikarinn David Arquette, sem héldu afmælisveisluna fyrir Jennifer. 21.2.2007 13:00
PlayStation 3 slær öll met í forsölu Smásalar í Evrópu hafa fundið fyrir gríðarlegri eftirspurn eftir PlayStation 3 á sama tíma og Sony kemur sér í gírinn fyrir "Stærstu útgáfu á leikjavél hingað til", samkvæmt Ray Maguire, Forstjóra Sony Computer Bretlandi. 21.2.2007 12:22
Öskudagur í dag Það er ekki laust við að spennings hafi gætt hjá yngstu kynslóðinni í morgun en öskudagur er ávallt mikið tilhlökkunarefni yngstu kynslóðarinnar. Blíðviðri er í Reykjavík og má víða sjá hópa af ungu uppáklæddu fólki sem freistar þess að syngja fyrir búðarstarfsmenn í skipti fyrir sælgæti. 21.2.2007 11:59
Halla í heimspressunni Breska götublaðið The Sun birti í gær frétt um rómantískt stefnumót breska leikarans Jude Law og íslensku leikkonunnar Höllu Vilhjálmsdóttur á föstudagskvöldið síðasta. 21.2.2007 10:15
Aldarafmæli Íslandsvinar Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. 21.2.2007 10:00
Baggalútur á Bessastöðum Drengirnir í Baggalúti troða upp á Bessastöðum í dag. Guðmundur Pálsson segir þetta mikinn heiður, enda séu þeir allir aðdáendur forsetans og konu hans. 21.2.2007 09:45
Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. 21.2.2007 09:30
Íslensk tónlist á Amie Street Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. 21.2.2007 08:45
Justin til bjargar Popparinn Justin Timberlake ók rakleiðis til Hollywood þegar hann frétti af vandræðum Britney Spears til að hugga hana. Justin og Britney voru kær-ustupar á sínum tíma og vildi Justin sýna henni stuðning sinn í verki. 21.2.2007 08:30
Klerkur kannast ekki við klámbræður Þýðandinn Gísli Ásgeirsson og karl faðir hans hafa grafið upp ansi merkileg ættartengsl bræðranna og Vestur-Íslendinganna Scott og Grant Hjorleifson en nafn þeirra hefur borið á góma í tengslum við klámráðstefnuna sem halda á hér um miðjan mars. Bræðurnir eru nefnilega komnir af skáldinu fræga, Bólu-Hjálmari, sem þýðir að sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur er meðal ættmenna þeirra. 21.2.2007 08:00
Myspace til hjálpar Ástralska poppstjarnan Kylie Minogue hefur fengið óvænta aðstoð af netinu fyrir sína næstu plötu. Kylie kynntist skoska lagahöfundinum Calvin Harris í gegnum Myspace-síðuna og fékk hann til að semja lög fyrir væntanlega plötu sína. „Hún hefur unnið nokkur lög með Calvin. Kylie heyrði það sem hann hafði gert og fannst það flott. Samstarf þeirra gengur vel,“ sagði talsmaður Kylie. 21.2.2007 07:45
Sign í tónleikaferð Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum. 21.2.2007 07:30
Strákur veiðir úlf úr skóginum Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. 21.2.2007 07:15
Sýna hjá Gorkí Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. 21.2.2007 07:00
Óumflýjanleg uppgjör á bar Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. 21.2.2007 06:15
Pursuit of Happyness - tvær stjörnur Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. 21.2.2007 00:01
James Brown loks jarðaður Börn söngvarans James Browns og ekkjan Tomi Rae Hynie, hafa loksins komist að samkomulagi um hvar á að jarðsetja líkama hans. Ósamkomulag og ósætti hefur verið meðal aðilanna um erfðir og skiptingu eigna. James Brown lest á jóladag, 73 ára að aldri. Líkið er geymt í gullkistu á útfararstofu sem mun sjá um jarðaförina. 20.2.2007 22:30
Vesturport og Pétur Ben á Súfistanum Leikhópurinn Vesturport efnir til uppákomu á Súfistanum við Laugaveg á morgun, miðvikudagskvöld. Er uppákoman í tengslum við kvikmyndirnar Börn og Foreldrar sem Vesturport frumsýndi nýlega. 20.2.2007 22:15
Lay Low í Þórlákshöfn Tónlistarkonan Lay Low, sem kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum, verður með tónleika í Þorlákshöfn, á morgun miðvikudaginn 21. febrúar. Verða tónleikarnir haldnir í Versölum og hefjast klukkan 20:00. Eru tónleikarnir liður í tónleikaröðinni Tónar við hafið. 20.2.2007 22:00
Osbourne fjölskyldumeðlimur alnæmissmitaður Söng- og leikkonan Kelly Osbourne, sem hvað þekktust er fyrir leik sinn í raunveruleikaþættinum The Osbournes, kom fram á góðgerðarsamkomu til styrktar alnæmis á sunnudagskvöld. Þar sagði hún að einn fjölskyldumeðlimur hennar hefði greinst með alnæmi. 20.2.2007 17:27
Flugfreyja í sjöunda himni Áströlsk flugfreyja hjá Quantas flugfélaginu er farin í felur meðan hún reynir að selja slúðurblöðum söguna af því þegar hún hafði samfarir við breska leikarann Ralph Fiennes á klósetti flugvélar í 35 þúsund feta hæð. Lisa Robertson segir einnig að hún hafi átt eldheita nótt með Fiennes á hótelherbergi hans. Hún hefur nú verið rekin frá Quantas. 20.2.2007 15:58
Halla og Jude í gulu pressunni Stefnumót þeirra Höllu Vilhjálmsdóttur, X-Factors kynnis og leikarans Jude Law hefur ratað í gulu pressuna í Bretlandi. Dagblaðið the Sun segir frá stefnumóti þeirra hér á landi síðastliðið föstudagskvöld en þau fóru út að borða á veitingastaðnum Domo og síðan sást til þeirra á skemmtistaðnum Sirkus eins og áður hefur komið fram. 20.2.2007 15:43
Hugh Grant og Jemima hætt saman Hugh Grant og kærasta hans til þriggja ára, Jemima Kahn, eru hætt að vera saman. Grant er líklega frægastur fyrir mynd sína Fjögur brúðkaup og jarðarför, og svo náttúrlega að leita eftir kynlífi við svarta vændiskonu í Hollywood árið 1995. Það batt enda á samband hans við fyrirsætuna Elizabeth Hurley. 20.2.2007 11:33
Svíar krefjast nærveru Eiríks „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. 20.2.2007 10:30
Rótsterkur Faxe rýkur út „Já, áhuginn hefur sannarlega aukist," segir Anton Ingimarsson, starfsmaður vínbúðar ÁTVR í Kringlunni, en sala á tíu prósenta Faxe-bjór hefur tekið kipp eftir innslag Kastljóssins fyrir réttri viku. 20.2.2007 10:15
Cage á toppinn Hasarmyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista. Þrátt fyrir að myndin hafi fengið misjafna dóma var þetta aðsókarmesta opnunarmynd ársins í Bandaríkjunum til þessa. 20.2.2007 10:00
Britney rakaði sjálf af sér hárið Poppprinsessan sköllótta Britney Spears rakaði sjálf af sér hárið á hárgreiðslustofu í Los Angeles eftir að hárgreiðslukonan neitaði að verða að ósk hennar. Er hárið nú til sölu á uppboðssíðunni Ebay fyrir tæpar 72 milljónir króna. 20.2.2007 10:00
Hár Britney Spears falt fyrir eina milljón bandaríkjadala Hár poppprinsessunnar Britney Spears, sem eins og kunnugt er fékk að fjúka á dögunum, virðist nú vera komið í sölu. Kaupverðið er ein milljón bandaríkjadala. 20.2.2007 09:47
Lady Sovereign - þrjár stjörnur Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. 20.2.2007 09:45
Geiri selur gulu glæsibifreiðina „Hún var í hálfan mánuð á sölu, svo kom tilboð upp á tuttugu og fimm milljónir og ég ákvað að selja hana,“ segir Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. 20.2.2007 09:30
Hittust á hóteli Parið fyrrverandi Justin Timberlake og Cameron Diaz hittust í laumi á hóteli fyrir skömmu, þrátt fyrir að hafa nýverið hætt saman eftir þriggja ára samband. 20.2.2007 09:00
Laddi er í allra kvikinda líki Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. 20.2.2007 08:45
Leitar að ástinni Rokkarinn Bret Michaels úr hljómsveitinni Poison verður í aðalhlutverki í eigin raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöðinni VH1. Í þætti sínum mun Michaels leita að ástinni og mun þessi snilld kallast Rock of Love With Bret Michaels. Rokkarinn mun koma sér fyrir með fjölda fagurra kvenna á heimili sínu í Los Angeles og munu stúlkurnar þurfa að gangast undir ýmsar prófraunir í keppni sinni um hylli hans. 20.2.2007 08:30
Lyfjaleit hjá Stallone Tollverðir í Ástralíu leituðu að ólöglegum lyfjum á hótelherbergi og í einkaþotu leikarans Sylvesters Stallone í gær. Síðastliðinn föstudag fundust ólögleg lyf í fórum fylgdarliðs Stallones er hann mætti til Ástralíu til að kynna nýjustu mynd sína, Rocky Balboa. Yfirvöld eiga enn eftir að ákveða hvort Stallone eða einhver úr fyldgarliði hans verður ákærður. Stallone fékk að yfirgefa Ástralíu eftir að kynningarferðinni lauk. 20.2.2007 08:15