Fleiri fréttir

Regnskógarpíslir Gibsons

Stórmyndin Apocalypto eftir Mel Gibson verður frumsýnd á Íslandi í dag. Hér hverfur hann aftur um 500 ár eða svo og segir blóði drifna sögu um ástir og örlög þegar hillir undir lok hinnar fornu menningar Maja. Gibson tók Apocalypto upp í regnskógum Mexíkó og gaf sig, eins og áður, allan í verkið.

iPhone boðar byltingu

Miklar vonir eru bundnar við nýja iPhone-símann frá Apple sem sameinar síma, lófatölvu, mynd- og Mp3-spilara í eitt tæki, sem býr þar að auki yfir þráðlausri internettengingu. Bylting í fjarskiptatækni, segir þróunarstjóri Apple á Íslandi.

Færeysk list í Hafnarborg

Á sýningunni „Einsýna List“ eru verk eftir sex færeyska listamenn og verður hún opnuð í Hafnarborg kl. 17 í dag. Einn þeirra, Astri Luihn, segir að þjóðirnar tvær geti lært margt hver af annarri.

Fékk stjörnuglampa í augun

Jörundur Ragnarsson hefur verið ráðinn í stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Næturvaktin við hlið Jóns Gnarr og Pétur Jóhans Sigfússonar en þættirnir gerast á bensínstöð í Reykjavík þar sem Jón og Pétur ráða ríkjum.

Endurlit og framsýni

Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli sínu í dag en það er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið starfaði óslitið í Iðnó við Vonarstræti þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í Borgarleikhúsið sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu við félagið sem nú annast rekstur þess. Tilgangur félagsins var og er að vekja áhuga á góðri leiklist og sýna sjónleiki í Reykjavík.

Carlo Ponti látinn

Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Carlo Ponti, eiginmaður leikkonunnar Sophiu Loren, er látinn, 94 ára gamall. Ponti framleiddi margar sígildar myndiar, þar á meðal La Strada eftir Fellini, Dr. Zhivago og Blowup. Ponti kvæntist Loren árið 1957 þegar hún var aðeins 22 ára. Giftingin var síðar dæmd ógild en árið 1966 giftust þau aftur.

Britney og Paris verst klæddar

Britney Spears og Paris Hilton voru jafnar í efsta sæti á lista tískumógúlsins Mr. Blackwell yfir verst klæddu stjörnu heims. Sagði hann fatnað Spears og Hilton vera án nokkurs klassa og í engu samræmi við tískuna.

Blekkingar Nolans

Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju.

Bjargvættur sósunnar

Þegar sósan, súpan eða kássan stefnir í bragðlaus óefni getur heimagert soð bjargað málunum. Hrefna Rósa Jóhannesdóttir, yfirkokkur í Sjávarkjallaranum, sagði hægt að gera afbragðs gott kjötsoð á fjórum klukkutímum og kjúklingasoð á um það bil klukkutíma. Fisksoð og grænmetissoð taka einungis um hálftíma.

Bítlatexti á uppboð

Handskrifaður texti við Bítlalagið While My Guitar Gently Weeps verður seldur á uppboði í Bandaríkjunum næstkomandi mánudag.

Morrissey keppir í Eurovision

Fulltrúi Englendinga í Evrópsku söngvakeppninni í maí gæti orðið af ólíklegra taginu. Allt útlit er fyrir að það verði Morrissey, sem keppi fyrir Englands hönd í Eurovision. Morrissey, sm er 47 ára, er best þekktur sem aðalsöngvari The Smiths, hinna myrku meistara breska indie-rokksins á níunda áratugnum. Sólóferill Morrisseys hefur frekar verið á uppleið að undanförnu. BBC, breska ríkisútvarpið, sem sér um að velja þátttakendur Englands í söngvakeppninni, hefur staðfest að það sé í viðræðum við Morrissey um að hann semji of flytji lag Englands í keppninni, sem verður haldin í Helsinki í Finnlandi í maí í vor.

Von á góðu

Ian McEwan er með nýja skáldsögu í undirbúningi sem kemur út í Bretlandi á vormánuðum; On Chesle Beach. Laugardagur hans kom út í frábærri þýðingu Árna Óskarssonar fyrir hátíðir og hefur víðast hvar fengið góða dóma. Nýja skáldsaga McEwan gerist árið 1962 og lýsir sambandi hjóna.

Valtýr skiptir um lið

„Ég er afar sáttur,“ segir íþróttafréttamaðurinn knái, Valtýr Björn Valtýsson, en hann hefur verið ráðinn til útvarpssviðs 365 miðla og mun útvarpsmaðurinn stjórna íþróttaþætti á X-inu 977.

Teiknaði Scooby-Doo

Bandaríski teiknarinn Iwao Takamoto, sem teiknaði hundana Scooby-Doo og Muttley, er látinn 81 árs gamall. Hann teiknaði ýmsar persónur úr þáttunum The Flinstones og The Jetsons þegar hann starfaði fyrir fyrirtækið Hanna-Barbera.

10.000 mellur dönsuðu fyrir Gere

Ef einhver hefði sagt þér að Richard Gere ætti eftir að standa upp á sviði og belja slagorð meðan tíuþúsund vændiskonur dönsuðu fyrir framan hann, hefði þér verið vorkunn þótt þú hefðir ekki trúað því. Það er þó nákvæmlega það sem gerðist í Mumbai, á Indlandi, í dag.

Stórskotalið leikara í Legi

Stórskotalið yngri kynslóðar leikara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu í Garðabæ framtíðarinnar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna.

Sár og svekktur ef satt reynist

„Það hringdi í mig maður skömmu eftir að keppninni lauk og sagði að verðlaunamyndin væri fölsuð. Ég var með atvinnuljósmyndara í dómnefndinni sem gerði engar athugasemdir við hana,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfréttamaður á Stöð 2, en að undanförnu hefur tölvupóstur gengið manna á milli þar sem því er haldið fram að sigurmynd veðurljósmyndakeppni Stöðvar 2 sé óekta.

R.E.M., Van Halen og Patti Smith valin

Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars.

Með tyggjó og túberað hár

Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Um þessar mundir rifjar Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona.

Ný stjarna fædd hjá bresku hirðinni

Kate Middleton, kærasta Vilhjálms prins til fjögurra ára, gæti verið bjargvættur Buckingham-hallar en bresku fjölmiðlarnir kalla hana „hina nýju prinsessu fólksins".

Ný dönsk glæpasería byrjar

Ný dönsk glæpasería hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á DR1 - Forbrydelsen – Glæpurinn – heitir hún og mun skemmta dönskum sjónvarpsáhorfendum næstu mánuði en þættirnir verða tuttugu að tölu og eru á dagskrá á sunnudagskvöldum á besta tíma á DR1.

Leikstýrir Avatar

Leikstjórinn M. Night Shyamalan ætlar að gera kvikmynd byggða á hinni vinsælu teiknimyndaseríu Avatar: The Last Airbender.

Kemur The Police saman aftur?

Orðrómur er uppi um að hljómsveitin The Police ætli að koma saman á nýjan leik á þessu ári með tónleikahaldi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á þessu ári verða þrjátíu ár liðin frá því að eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Roxanne, kom út. Var það jafnframt fyrsta lagið sem vakti athygli á The Police í Bandaríkjunum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1986.

Í viðræðum vegna Eurovision

Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár.

Framdi sjálfsvíg

Nikki Bacharach, dóttir lagahöfundarins Burts Bacharach og leikkonunnar Angie Dickinson, er látin.

Fóru í viðtal hjá Playgirl

Hljómsveitin Ampop er í viðtali í nýjasta tölublaði erótíska tímaritsins Play-girl. Þar er sveitin sögð ein af þeim sem eru líklegar til árangurs á árinu 2007 í grein sem ber yfirskriftina „Northern Exposure“.

Eftirvænting við Hagatorg

Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljómsveitinni.

Chase fór í meðferð

Gamanleikarinn Chevy Chase fór í meðferð á níunda áratugnum vegna fíkn,ar í verkjalyf. Fór hann í meðferð á Betty Ford meðferðarheimilið eftir að hafa lesið um að Betty, eiginkona Bandaríkjaforsetans fyrrverandi Geralds Ford, hefði farið í meðferð vegna áfengissýki.

Jarvis - þrjár stjörnur

Ekki láta spaugileg „90"s“ kvöld vinar míns Curvers plata ykkur. Þó svo að nostalgía yngri kynslóða snúist yfirleitt um það að gera því hátt undir höfði sem miður fór í tónlist á síðasta áratug og þau kvöld séu full af Aqua, 2Unlimited og öðrum viðbjóði sem fáir myndu leggja á sig að hlusta á edrú var tíundi áratugurinn líka fullur af frábærri tónlist.

Viðbrögðin komu á óvart

„Þetta var nú eiginlega hálfgert djók," segja félagarnir Hrafn Áki Hrafnsson og Haukur Már Böðvarsson þegar þeir eru spurðir um aðdáendasíðuna magni-ficent.com sem þeir settu upp til heiðurs Magna Ásgeirssonar.

Úrval einleiksverka fyrir selló

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari heldur tónleika í Salnum í kvöld og leikur þar fjölbreytt einleiksverk. Sæunn hóf sellónám sitt 5 ára gömul og útskrifaðist frá Cleveland Institute of Music síðastlitið vor og hlaut þar verðlaun sem framúrskarandi nemandi bæði í sellóleik og kammertónlist.

Mel Gibson frumsýnir

Nýjasta myndin frá Mel Gibson APOCALYPTO verður frumsýnd á föstudaginn 12. janúar í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri.

Raftónlistarfólk í nýju dagatali

Verslunin 12 tónar hefur gefið út dagatal fyrir árið 2007 tileinkað íslenskum raftónlistarmönnum. Bassaleikaradagatal verslunarinnar kom út í fyrra og vakti mikla lukku.

Stiller enn efstur

Gamanmyndin Night at the Museum með Ben Stiller í aðalhlutverki hélt toppsæti sínu á bandaríska aðsóknarlistanum um síðustu helgi og hefur hún alls setið þar í þrjár vikur.

Neon Bible út í mars

Önnur plata kanadísku indísveitarinnar The Arcade Fire, Neon Bible, kemur út 5. mars. Á plötunni verða ellefu lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Black Mirror og hið endurgerða No Cars Go sem var á stuttskífu sveitarinnar sem kom út 2003.

Miðasala hefst í dag

Miðasala á þrenna tónleika sænsku söngkonunnar Lisa Ekdahl hér á landi í byrjun mars hefst í dag. Fyrstu tónleikar hennar verða á Nasa 1. mars, þeir næstu verða á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir og síðustu tónleikarnir verða í Víkurbæ í Bolungarvík 3. mars. Miðasalan hefst kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar og verslunum BT. Miðaverð er 2.900 krónur.

Manson skilinn

Dansarinn Dita Von Teese hefur sótt um skilnað við rokkarann Marilyn Manson eftir aðeins eins árs hjónaband. Ástæðan er óásættanlegur ágreiningur. Talið er að þau hafi skilið á jóladag.

Kylie best klædd

Söngkonan Kylie Minogue hefur verið kjörin best klædda stjarnan af tímaritinu Glamour. Kylie lenti í 26. sæti í sama kjöri í fyrra en stekkur nú beint í efsta sætið.

Justin sagður í tygjum við Scarlett

Breska blaðið News of the World greindi frá því á sunnudaginn að Scarlett Johansson væri að öllum líkindum hjónadjöfullinn í sambandi Justins Timberlake og Cameron Diaz.

Inga Dóra snýr ekki aftur

Inga Dóra Ingvarsdóttir, sem tapaði naumlega fyrir Jónasi Erni Helgasyni í úrslitaþætti Meistarans í fyrra, hefur ákveðið að snúa ekki aftur og reyna við titilinn að þessu sinni. Hins vegar mun Erlingur Sigurðarson vera staðráðinn í að gera betur en í fyrra og hyggst koma tvíefldur til baka en hann tapaði einmitt fyrir Ingu Dóru í undanúrslitaþættinum.

Hræringar í hárgreiðslubransanum

Hárgreiðslumaðurinn Böðvar Þór Eggertsson, eða Böddi, hefur keypt hárgreiðslustofuna Jói og félagar auk Paul Mitchell heildsölunnar af Sigmundi Sigurðssyni, eða Simba, sem hefur átt stofuna frá upphafi.

Deila forræði yfir sonum sínum

Britney Spears og Kevin Federline hafa komist að samkomulagi um að deila forræði yfir sonum sínum, Jayden James og Sean Preston, út janúarmánuð. Britney hefur fallist á að leyfa Kevin að eyða tíma með sonunum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Ekkert dekrað við börn Donalds Trump

Börn milljarðamæringsins Donalds Trump, þau Donald Trump yngri og Ivanka, vörðu föður sinn í deilu hans við sjónvarpskonuna Rosie O'Donnel, í spjallþætti á dögunum. O'Donnel réðst harkalega á föður þeirra, í þætti sínum, fyrir að reka ekki fegurðardísina Töru Conner, eftir að upp komst um óhóflegt líferni hennar.

Býr til klakastyttur í bílskúrnum

Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“

Sjá næstu 50 fréttir