Fleiri fréttir

Tveggja sólarhringa biðröð eftir Playstation 3

Æstir aðdáendur Playstation leikjatölvanna láta sig ekki muna um að standa tvo sólarhringa í röð til þess að fá að kaupa þriðju og nýjustu útgáfu leikjatölvunnar. Hún kemur í búðir á morgun í New York en röðin byrjaði að myndast í gær.

Beyoncé og Eva saman

Söngkonan Beyoncé Knowles og leikkonan Eva Longoria eru í samningaviðræðum um að leika lesbískar ástkonur í kvikmyndinni Tipping the Velvet.

Af uppboðum

Tvö íslensk málverk voru slegin í fyrradag á uppboði Bruun Rasmussen í Landskrona. Bæði verkin voru kynnt á vef fyrirtækisins danska sem þau væru eftir nafnlausa listamenn en íslenska. Annað verkið er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur frá 1988 (66x1.000) og fór á 5.500 dkr., eða 66.292 ísl. kr. Hitt verkið er eftir Guðbjörgu Láru frá 1989 (74x80) og seldist á 1.650 dkr., – 19.887 ísl. kr.

17 smáskífulög og 23 myndbönd

Hljómsveitin Depeche Mode hefur gefið út safnplötuna The Best Of Depeche Mode: Volume 1. Platan hefur að geyma 17 smáskífulög sveitarinnar sem flest hver hafa notið mikilla vinsælda undanfarin 25 ár. .

Uppskriftir að höfundi

Félag bókmenntafræðinema í Háskóla Íslands kallar sig Torfhildi til heiðurs fyrsta íslenska atvinnuhöfundinum, Torfhildi Hólm. Á morgun verður það með málþing sem öllum er opið í Odda á háskólalóðinni, stofu 101 kl. 15. Þar verða í boði kökur á basar fyrir gesti: Kaffi og kökur í boði Torfhildar; skúffu-, gulrótar-, bláberja-, marengs- og eplakökur.

Ævintýralegt ferli hjá Ragnheiði Gröndal

Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar.

Það hafa allir skoðun á starfi veðurfréttamanna

Óvenjumikil endurnýjun hefur verið í stétt veðurfréttamanna að undanförnu. Tvö ný andlit hafa birst á sjónvarpsskjám landsmanna sem heyrir til tíðinda þar á bæ. Báðir nýliðarnir eru 29 ára gamlir, þau Soffía Sveinsdóttir á Stöð 2 og Hálfdán Ágústsson í Sjónvarpinu.

Tveggja turna tal komið út

Í dag kemur út rit Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings, Skáldalíf - ofvitinn í Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri, um þá Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson. Rannsóknarverk Halldórs er um fimm hundruð síður, ríkulega myndskreytt með skrám mynda, heimilda og nafnaskrá.

Sögufélagið með stórvirki í bígerð

Sögufélagið er enn í fullu fjöri. Hélt nýlega aðalfund sinn og er með ýmislegt á prjónunum: hjá félaginu er komið út fjórða ritið í ritröðinni Smárit Sögufélags.

Sævar Karl ósáttur við Tekinn

„Þetta er ekki minn stíll. Sigurður Kári myndi aldrei fá svona móttökur hér og ég hálfskammast mín fyrir þetta," segir Sævar Karl Ólason kaupmaður um sjónvarpsþáttinn Tekinn, sem sýndur var á Sirkus á mánudagskvöld.

Robbie á tónleikum

Breski tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur gefið út DVD-mynddiskinn And Through It All sem hefur að geyma tónleikaupptökur frá árunum 1997 til 2006.

Rass bætist í hópinn

Hljómsveitin Rass og plötusnúðurinn Dj@mundo koma fram á afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll á föstudaginn. Þegar hafði verið tilkynnt um upphitun Múm.

Petula Clark til landsins í desember

Sannkallaðir stórtónleikar verða í Laugardalshöllinni 5. desember en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun breska goðsögnin Petula Clark koma fram á þeim.

Lifir í ótta

Michael Jackson er búinn að auka gæsluna í kringum sig til muna eftir að klæðskiptingur frá Ástralíu byrjaði að senda honum yfir 100 bréf á dag. Jackson er með fjóra lífverði sem fylgja honum hvert fótmál og klæðist skotheldu vesti á hverjum degi.

Bætt við tónleikum

Uppselt er á tónleika til minningar um John Lennon sem verða haldnir í Háskólabíói hinn 1. desember. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda tvenna tónleika til viðbótar dagana 2. og 3. desember.

Brúðkaup ársins á Ítalíu

Tom Cruise hefur sett allt á annan endann á Ítalíu en leikarinn er nú kominn til Rómar og undirbýr brúðkaup sitt og leikkonunnar Katie Holmes.

Bradley heiðraður

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gaf út yfirlýsingu eftir að fréttamaðurinn Ed Bradley dó þar sem hann heiðraði hann með því að segja hann „einn færasta blaðamann okkar tíma". Bradley lést á fimmtudag eftir harða baráttu við hvítblæði.

Beckham-hjónin í mínus

Fótboltafrúin og fyrrum söngkonan Victoria Beckham er í mínus þessa dagana yfir að hafa óvart misst út sér við papparazzi-ljósmyndara á Heathrow-flugvelli að sonur hennar Romeo þjáist af flogaveiki. Beckham-hjónin hafa leynt þessu fyrir fjölmiðlum í nokkra mánuði og er Victoria með mikið samviskubit yfir að hafa látið þetta út úr sér.

Barist um Frank-N-Furter

Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót.

Aðfangadagur tungunnar

Í kvöld verður upplestrarhátíð Bjarts á Kaffi Sólon í Bankastræti. Þær Bjartsfreyjur segja hátíðina bera upp á aðfangadag íslenskrar tungu, en á morgun verður afmælisdagur Jónasar haldinn hátíðlegur. Hefst hátíðahaldið í kvöld kl. 20.30, stundvíslega.

Lýstu eftir horfnum félaga í tapað-fundið

Ekki er heiglum hent að vera ástfanginn og eiga hrekkjalóma fyrir vini en því kynntist Elvar Freyr Helgason. Í smáuglýsingu í Fréttablaðinu sem birtist á mánudag lýstu þrír vinir eftir Elvari og segja hann hafa tapað sér í sambandssýki. Vilja félagarnir endilega að fólk láti vita ef það heyrir í honum. "Því við gerum það ekki," stendur í auglýsingunni sem birtist undir flokknum "Tapað-fundið".

PS3 næstum uppseld í Japan

Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu.

Fréttir af fólki

Söngkonan íturvaxna Beyoncé Knowles vill nú fara að eignast börn og fjölskyldu ásamt unnusta sínum Jay-Z. „Það er fullt af hlutum í heiminum sem ég á ekki en vil eiga. Núna er ég tilbúin að eignast börn, fjölskyldu og taka mér smá frí,“ segir Beyoncé.

Vill nýtt nef

Í viðtali við W Magazine segist Cameron Diaz ætla sér í lýtaaðgerð. Hún kveðst þó ekki ætla sér að leggjast undir hnífinn af fegrunarástæðum, enda hefur leikkonan oft prýtt lista yfir fegurstu konur heims.

Vesalingar á Broadway

Vesalingarnir koma aftur upp á Broadway í nóvember og hefjast forsýningar aðra helgi. Eru sýningar áætlaðar í sex mánuði. Það er sama gengið sem stendur að sýningunni og vann upphaflegu sviðsetninguna fyrir RSC sem frumsýnd var síðla árs 1985. Sú sviðsetning flutti síðan í West End og á Broadway. Þar gekk hún frá 1987 til 2003.

Tilnefnd til verðlauna

það styttist í að Myndstefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru tilnefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað.

Söng dúett með Bono

Bono, söngvari U2, söng óvænt dúett með Kylie Minogue á tónleikum hennar í Ástralíu. Sungu þau lagið Kids sem Kylie söng upphaflega með Robbie Williams.

Sextán sveitir keppa

Sextán hljómsveitir hafa skráð sig í hina alþjóðlegu hljómsveitarkeppni Global Battle of the Bands sem verður haldin dagana 15.-24. nóvember í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar (TÞM).

Spiderman eignast barn

Köngulóarmaður-inn Tobey Ma-guire hefur eignast sitt fyrsta barn með unnustu sinni, Jennifer Meyer. Eignuðust þau stúlku á sjúkrahúsi í Los Angeles.

Enn til miðar á Sykurmolana!

Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, næstkomandi föstudag þann 17. nóvember. RASS OG Dj@mundo hafa bæst við dagkskrá afmælistónleikanna.

Sakna ekki Robbie

Strákarnir í hinni fornfrægu hljómsveit Take That segjast ekkert sakna Robbie Williams. Þeir Gary Barlow, Howard Donald, Mark Owen og Jason Orange ákváðu að sameina sveitina á ný eftir langa pásu en Robbie Williams, sem hefur náð mestri frægð af þeim öllum, ákvað að vera ekki með.

Reyklaus böll í mörgum skólum

Menntaskólar landsins hafa margir hverjir tekið sig saman og gert böllin hjá sér algjörlega reyklaus. Þetta hefur gefið góða raun. Menntaskólinn við Sund er einn af þessum skólum og segir Arnar Ágústsson, ármaður skólafélags MS, að þetta hafi verið ákveðið í vor.

Orrustan um Alsír sýnd

Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins.

Opnun lífsstílsbúðar fagnað með stæl

Verslunin 3 hæðir á Laugavegi hefur verið opin í smá tíma en á föstudaginn blésu aðstandendur búðarinnar til veislu í tilefni opnunarinnar. Fjölmenni var mætt til berja þessa svokölluðu lífsstílsbúð augum en þar kennir margra grasa og vöruúrvalið er afar fjölbreytt.

Neitar að hreinsa mannorð Mills

Nafn Heather Mills bar á góma í viðtali sem hin virta sjónvarpskona Daphne Barak tók við vopnasalann Adnan Khashoggi. Því hefur lengi verið haldið fram að fyrirsætan og fyrrum eiginkona Pauls McCartney hafi gert sig út sem vændiskona á árum áður og Khashoggi hafi verið einn viðskiptavinanna.

Milljarðar boðnir í kynlífsmyndband

Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, býður nú hæstbjóðanda til sölu kynlífsmyndband með sér og Britney til að hefna sín á henni eftir að hún sótti um skilnað. Hafa honum þegar verið boðnir tæpir 3,4 milljarðar króna fyrir myndbandið af kvikmyndafyrirtæki nokkru. Vill það dreifa því á netinu til að allur umheimurinn geti séð hvað fór fram í svefnherberginu hjá þeim.

Mikil upphefð fyrir lítinn veitingastað við höfnina

Veitingastaðurinn Sægreifinn, og sérstaklega humarsúpan sem prýðir matseðil hans, hlaut á sunnudag lofsamlega umfjöllun í þeim hluta New York Times sem helgaður er ferðalögum. Þetta ætti ekki að koma þeim sem stundað hafa staðinn á óvart, en hann hefur notið mikilla vinsælda.

Micarelli til Íslands

Fiðluleikarinn Lucia Micarelli, sem stal senunni um stund á tónleikum Ian Andersons úr Jethro Tull í Laugardalshöll 23. maí, heldur tónleika á Nasa 9. desember.

Bannið þessa sjúku bók

Allt útlit er fyrir að hagsmunasamtök á Írlandi muni reyna að fá örmyndasögubók Hugleiks Dagssonar, Should You Be Laughing At This?, bannaða þar í landi en bókin þykir senda unglingum vægast sagt varasöm skilaboð.

McQueen gerir brúðarkjólinn

Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur ákveðið hvaða hönnuður fær hann þann heiður að hanna brúðarkjól hennar. Þetta er eftirsóknarvert meðal hönnuða enda Moss mikið tískutákn. Það er góðvinur hennar, Alexander McQueen, sem fær að hanna brúðarkjólinn og segist hann vera alsæll með að Moss treysti honum fyrir að gera kjólinn.

Jack Palance er látinn

Bandaríski leikarinn Jack Palance er látinn, 87 ára að aldri. Ferill Palance spannaði sex áratugi. Hann vann Óskarinn árið 1992 fyrir gamanmyndina City Slickers. Vakti hann mikla athygli þegar hann gerði armbeygjur með annarri hendi er hann tók á móti verðlaununum.

Idol-Heiða stjórnar sjónvarpsþætti

Aðalheiður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Heiða úr Idolinu, mun stjórna nýjum tónlistarþætti á Skjá einum í vetur þar sem sýnd verða myndbönd með öllu því nýjasta og vinsælasta í tónlist hverju sinni. „Ég mun verða með upprifjun á gömlu og góðu efni inn á milli þannig að þátturinn ætti að geta höfðað til allra,” segir Heiða og bætir því við að þátturinn verði hálftímalangur á hverju föstudagskvöldi.

Heiðraður af Dönum

Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi.

Gröndalshús í hættu

Undir lok vikunnar síðustu tók hópur manna sig til í Reykjavík og fór í blysför frá Þingholtsstræti að húsi Benedikts Gröndal við Vesturgötu 16b. Förin var gengin til að mótmæla áformum borgaryfirvalda sem nýlega keyptu húsið og hyggjast flytja það í Árbæ.

Gaza-ströndin

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza.

Sjá næstu 50 fréttir