Fleiri fréttir Ásgerður syngur lög Magnúsar Blöndal Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður. 14.11.2006 06:30 Allt búið hjá Jude og Siennu Svo virðist sem allt sé búið milli Siennu Miller og Judes Law, eða hvað? Fjölmiðlar hafa ekki getað treyst einni einustu frétt af parinu sem hefur verið sundur og saman síðastliðið ár og fáum kæmi það á óvart ef skötuhjúin birtust á næstu dögum með þá yfirlýsingu að allt væri í himnalagi. 14.11.2006 06:00 Borgarstjórinn opnar sölu á rauðum nefjum Í dag, mánudaginn 13. nóvember kl. 11:00, mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri , ásamt allri borgarstjórn, leggja sitt af mörkum og kaupa rauð trúðanef. 13.11.2006 10:15 CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds, sem sé nýtt skemmtanaform, aðskilið frá hefðbundnum tölvuleikjum. 13.11.2006 03:56 Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni "Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna. 12.11.2006 06:00 Bara tveir eftir í múm Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. 12.11.2006 06:00 Portus hrósað í Feneyjum Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn. 11.11.2006 15:00 FLEX music með dansveislu Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið og spilar 1.desember á NASA við Austurvöll. 11.11.2006 10:09 Hiphop á Barnum Fyrstu tónleikarnir í mánaðarlegu tónleikahaldi Triangle Productions á Barnum verða haldnir í kvöld. Hiphop verður á efnisskránni í kvöld og koma fram Beatmakin Troopa, Steve Samplin, Rain og Agzilla. 10.11.2006 17:00 Aldingarðurinn Á mánudaginn, 13. nóvember, kemur út hjá Hjá Vöku Helgafelli Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Aldingarðurinn kemur út samtímis í Bandaríkjunum og á Íslandi. 10.11.2006 16:15 Á eigin vegum Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bókin Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur. 10.11.2006 16:11 Ég er ekki dramadrottning Hjá Máli og menningu er komin út Ég er ekki dramadrottning eftir Sif Sigmarsdóttur. 10.11.2006 16:07 Skeggbylgja meðal íslenskra karlmanna Sífellt fleiri íslenskir karlmenn bera nú skegg. Þetta er sérstaklega algengt meðal þekktra Íslendinga en almennt má segja að komið sé í tísku að vera með skegg. Logi Bergmann Eiðsson var meðal þeirra fyrstu til að ríða á vaðið og í kjölfarið birtist Haukur Holm með myndarlegt skegg. Fleiri virðast vera farnir að bætast í hópinn. 10.11.2006 16:00 Fljótandi heimur Hjá Máli og menningu er komin út bókin Fljótandi heimur eftir Sölva Björn Sigurðsson. Sölvi Björn hefur áður sent frá sér skáldsöguna Radíó Selfoss auk nokkurra ljóðabóka. Síðasta bók hans Gleðileikurinn djöfullegi vakti mikla athygli. 10.11.2006 15:40 Vill verða ljóðskáld Hinn ungi leikari Daniel Radcliffe, sem er þekktastur fyrir túlkun sína á galdrastráknum Harry Potter, vill gerast ljóðskáld í nánustu framtíð. Þessi sautján ára gamli leikari er til í að leggja leiklistarframann á hilluna ef hann „fyndi andann koma yfir sig" eins og hann orðar það. 10.11.2006 15:30 Tvær nýjar bækur um Magga mörgæs Hjá Vöku-Helgafelli eru komnar út tvær bækur um Magga mörgæs, Maggi verður lasinn og Sleðaskólinn sem Halla Sverrisdóttir þýddi. Margir krakkar þekkja Magga mörgæs og vini hans úr sjónvarpinu sem Pingú í Íslandi í bítið. 10.11.2006 15:27 Fyrir kvölddyrum Hjá Máli og menningu kemur út á morgun ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson, Fyrir kvölddyrum. Hannes yrkir um mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika, en ekki síst eru það yrkisefni tengd náttúru og sögu Íslands sem hafa gert hann ástsælan með þjóðinni. 10.11.2006 15:14 Vala Matt í Íslandi í dag Sjónvarpskonan góðkunna Vala Matt hefur gengið til liðs við dægurmálaþáttinn Ísland í dag á Stöð 2. „Ég er byrjuð að vinna efni og er bara mjög spennt. Þetta er eiginlega allt fólk sem ég hef unnið með áður og það hefur verið að gera frábæra hluti. Þess vegna verður þetta virkilega spennandi og skemmtilegt. 10.11.2006 15:00 Pétur Már með sýningu í i8 Samhliða sýningu Katrínar Sigurðardóttur opnar Pétur Már Gunnarsson (f.1975) sýningu sína undir stiganum í i8. Pétur stundaði nám við Listaháskóla Íslands og við Listakademíuna í Vínarborg. 10.11.2006 14:31 Tómas og kó í Dómó Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. 10.11.2006 14:30 Aríur um ástina í hádeginu á þriðjudaginn Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar hefur fest sig í sessi sem einn af föstum liðum í dagskrá Óperunnar yfir vetratímann. Þriðjudaginn 14. nóvember er komið að öðrum tónleikunum í hádegistónleikaröðinni í vetur og bera þeir yfirskriftina „Aríur um ástina”. 10.11.2006 14:15 Syngur Thriller Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun flytja lagið Thriller á heimstónlistarverðlaunahátíðinni sem verður haldin í London í næstu viku. Þetta verður í fyrsta sinn í níu ár sem Jackson treður upp í Bretlandi. 10.11.2006 14:00 Orð má finna Fjórða breiðskífa Í svörtum fötum kemur út í dag en hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1998. Á þessari plötu sem heitir Orð má finna 12 ný lög sem öll eru samin af strákunum í hljómsveitinni og þess má einnig geta að þeir sáu sjálfir um stjórn upptöku og útsetningar. 10.11.2006 14:00 Segir snemmbúnum jólaundirbúningi stríð á hendur Mörgum blöskrar að jólaskreytingar skuli vera komnar upp, jólalög fari bráðum að hljóma á öldum ljósvakans og jólin séu hreinlega komin í byrjun október eða miðjan nóvember. 10.11.2006 13:30 Fjölbreytt stemning á nýrri plötu Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. 10.11.2006 13:30 Portrett af Skarði Einar Falur Ingólfsson og Helgi Þorgils Friðjónsson opna óvenjulega sýningu í Anima galleríi kl. 17 í dag. Sýningin ber heitið „Portrett af stað“ og geymir verk þeirra félaga í ljósmyndum, textum og málverkum er öll tengjast bænum Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu. 10.11.2006 13:00 Fáklæddar fyrirsætur á Mýrdalsjökli Kvikmyndafyrirtækið Labrador hefur staðið í ströngu undafarið en hér á landi hefur tökulið frá breska raunveruleikaþættinum Make Me a Supermodel. 10.11.2006 12:45 Opið hús í Listaháskólanum Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. 10.11.2006 12:30 Frumflytur nýjan texta við Sjúddiraírei á sextugsafmælinu „Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. 10.11.2006 12:15 Neitað af Lohan Söngvarinn og sjarmatröllið Robbie Williams lendir ekki oft í því að konur neiti honum en það gerði hin unga leikkona Lindsay Lohan á dögunum. Atvikið átti sér stað á næturklúbbi í Lundúnum þar sem Lohan og Williams voru bæði stödd ásamt fylgdarliði. 10.11.2006 12:00 Egill telur að sér vegið á Stöð 2 "Þetta er rétt, ég er mjög ósáttur," segir Egill Helgason, stjórnandi Silfurs Egils. Á bloggsíðu Steingríms Sævarrs Ólafssonar er því haldið fram að Egill sé afskaplega ósáttur við það hversu lítils stuðnings Silfrið nýtur meðan allt er lagt í nýjan þátt, Pólitík, sem fjallar um hliðstætt efni og Egill hefur haft til umfjöllunar. 10.11.2006 12:00 Styktartónleikar Ljóssins Úrval tónlistarmanna efnir til tónleika til styktar starfsemi Ljóssins, sem eru endurhæfingar– og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Tónleikarnir verða laugardaginn 11. nóvember í Neskirkju. Miðasala er hafin í Ljósinu í Neskirkju og í síma 5613770. 10.11.2006 12:00 Styttist í Skrekk Undanúrslit Skrekks, sem er hæfileikakeppni ÍTR fyrir nemendur grunnskóla Reykjavíkur, hefst þann 13. nóvember í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða þrjú undaúrslitakvöld og fara þau farm 13., 14., og 15. nóvember. Allir grunnskólar í Reykjavík taka þátt í keppninni en þátttakendur eru í 8. - 10. bekk. 10.11.2006 11:38 Litirnir dansa Guðrún Bergsdóttir opnar sýningu á útsaumsverkum og tússteikningum í Boganum í Gerðubergi í dag. Litirnir dansa og iða fullir af kátínu og frelsiskennd og vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi Guðrúnar Bergsdóttur. 10.11.2006 11:30 Nylon í Smáralind Nylon flokkurinn í boði KBbanka hefur ákveðið að boða til tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind Laugardag 18. nóvember nk. klukkan 15:00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að þriðja platan þeirra, sem ber nafnið Nylon, kemur út í næstu viku. 10.11.2006 11:15 Tveimur sýningum að ljúka Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi. 10.11.2006 11:08 Kallar fram gæsahúð Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User's Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum. 10.11.2006 11:00 Heather klippt út Myndskeið með Heather Mills hafa verið klippt út af tónlistarmynddiski sem Paul McCartney gefur út á næstunni og ber heitið The Space Within Us. 10.11.2006 10:30 Gjaldmælir dauðans telur Áhugaverð og skemmtilega spunnin glæpasaga líður fyrir einfalda afgreiðslu lausra enda. Höfundarnir hafa áður sýnt að þeir geta betur en Farþeginn stendur þó vel fyrir sínu sem þokkalegur reyfari og manni leiðist aldrei við lesturinn. 10.11.2006 10:00 Framtakssömu stelpurnar frá Svíþjóð vekja athygli Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá. 10.11.2006 09:30 Forsala á netinu Miðasala á almennar sýningar í Smárabíói og Regnboganum er hafin í fyrsta sinn á netinu á slóðinni midi.is/bio. Hingað til hefur midi.is verið leiðandi í sölu aðgöngumiða á tónleika, leiksýningar, íþróttaviðburði eða annað en nú hafa kvikmyndahúsin loksins bæst við. 10.11.2006 09:00 Flýtir vegna Sykurmola Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma. 10.11.2006 09:00 Fjölskyldusýningar dansflokksins Íslenski dansflokkurinn opnar dyr sínar í nóvember og býður til þriggja fjölskyldusýninga sem henta jafnt ungum sem öldnum. Mat flokksins er að mikilvægt sé að auðvelda fólki að kynnast dansi og sjá hversu skemmtilegt það getur verið að koma á danssýningu. 10.11.2006 08:30 Fed krefst forræðis Kevin Federline ætlar einnig að krefjast forræðis yfir sonum sínum tveimur sem hann átti með söngkonunni Britney Spears. Britney sótti um skilnað við hann í gær og krafðist forræðis yfir sonunum, sem eru eins árs og tveggja mánaða. 10.11.2006 08:00 Ekki öll kurl komin til grafar Rannsóknir hafa nú staðið yfir í fimm ár á hinum forna stað klaustursins á Skriðu sem síðar tók nafn sitt eftir klaustrinu og þekktur er undir heitinu Skriðuklaustur. Á morgun verður efnt til málþings í sal Þjóðminjasafnsins um rannsókir á klaustrinu 10.11.2006 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ásgerður syngur lög Magnúsar Blöndal Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður. 14.11.2006 06:30
Allt búið hjá Jude og Siennu Svo virðist sem allt sé búið milli Siennu Miller og Judes Law, eða hvað? Fjölmiðlar hafa ekki getað treyst einni einustu frétt af parinu sem hefur verið sundur og saman síðastliðið ár og fáum kæmi það á óvart ef skötuhjúin birtust á næstu dögum með þá yfirlýsingu að allt væri í himnalagi. 14.11.2006 06:00
Borgarstjórinn opnar sölu á rauðum nefjum Í dag, mánudaginn 13. nóvember kl. 11:00, mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri , ásamt allri borgarstjórn, leggja sitt af mörkum og kaupa rauð trúðanef. 13.11.2006 10:15
CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds, sem sé nýtt skemmtanaform, aðskilið frá hefðbundnum tölvuleikjum. 13.11.2006 03:56
Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni "Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna. 12.11.2006 06:00
Bara tveir eftir í múm Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. 12.11.2006 06:00
Portus hrósað í Feneyjum Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn. 11.11.2006 15:00
FLEX music með dansveislu Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið og spilar 1.desember á NASA við Austurvöll. 11.11.2006 10:09
Hiphop á Barnum Fyrstu tónleikarnir í mánaðarlegu tónleikahaldi Triangle Productions á Barnum verða haldnir í kvöld. Hiphop verður á efnisskránni í kvöld og koma fram Beatmakin Troopa, Steve Samplin, Rain og Agzilla. 10.11.2006 17:00
Aldingarðurinn Á mánudaginn, 13. nóvember, kemur út hjá Hjá Vöku Helgafelli Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Aldingarðurinn kemur út samtímis í Bandaríkjunum og á Íslandi. 10.11.2006 16:15
Á eigin vegum Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bókin Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur. 10.11.2006 16:11
Ég er ekki dramadrottning Hjá Máli og menningu er komin út Ég er ekki dramadrottning eftir Sif Sigmarsdóttur. 10.11.2006 16:07
Skeggbylgja meðal íslenskra karlmanna Sífellt fleiri íslenskir karlmenn bera nú skegg. Þetta er sérstaklega algengt meðal þekktra Íslendinga en almennt má segja að komið sé í tísku að vera með skegg. Logi Bergmann Eiðsson var meðal þeirra fyrstu til að ríða á vaðið og í kjölfarið birtist Haukur Holm með myndarlegt skegg. Fleiri virðast vera farnir að bætast í hópinn. 10.11.2006 16:00
Fljótandi heimur Hjá Máli og menningu er komin út bókin Fljótandi heimur eftir Sölva Björn Sigurðsson. Sölvi Björn hefur áður sent frá sér skáldsöguna Radíó Selfoss auk nokkurra ljóðabóka. Síðasta bók hans Gleðileikurinn djöfullegi vakti mikla athygli. 10.11.2006 15:40
Vill verða ljóðskáld Hinn ungi leikari Daniel Radcliffe, sem er þekktastur fyrir túlkun sína á galdrastráknum Harry Potter, vill gerast ljóðskáld í nánustu framtíð. Þessi sautján ára gamli leikari er til í að leggja leiklistarframann á hilluna ef hann „fyndi andann koma yfir sig" eins og hann orðar það. 10.11.2006 15:30
Tvær nýjar bækur um Magga mörgæs Hjá Vöku-Helgafelli eru komnar út tvær bækur um Magga mörgæs, Maggi verður lasinn og Sleðaskólinn sem Halla Sverrisdóttir þýddi. Margir krakkar þekkja Magga mörgæs og vini hans úr sjónvarpinu sem Pingú í Íslandi í bítið. 10.11.2006 15:27
Fyrir kvölddyrum Hjá Máli og menningu kemur út á morgun ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson, Fyrir kvölddyrum. Hannes yrkir um mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika, en ekki síst eru það yrkisefni tengd náttúru og sögu Íslands sem hafa gert hann ástsælan með þjóðinni. 10.11.2006 15:14
Vala Matt í Íslandi í dag Sjónvarpskonan góðkunna Vala Matt hefur gengið til liðs við dægurmálaþáttinn Ísland í dag á Stöð 2. „Ég er byrjuð að vinna efni og er bara mjög spennt. Þetta er eiginlega allt fólk sem ég hef unnið með áður og það hefur verið að gera frábæra hluti. Þess vegna verður þetta virkilega spennandi og skemmtilegt. 10.11.2006 15:00
Pétur Már með sýningu í i8 Samhliða sýningu Katrínar Sigurðardóttur opnar Pétur Már Gunnarsson (f.1975) sýningu sína undir stiganum í i8. Pétur stundaði nám við Listaháskóla Íslands og við Listakademíuna í Vínarborg. 10.11.2006 14:31
Tómas og kó í Dómó Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. 10.11.2006 14:30
Aríur um ástina í hádeginu á þriðjudaginn Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar hefur fest sig í sessi sem einn af föstum liðum í dagskrá Óperunnar yfir vetratímann. Þriðjudaginn 14. nóvember er komið að öðrum tónleikunum í hádegistónleikaröðinni í vetur og bera þeir yfirskriftina „Aríur um ástina”. 10.11.2006 14:15
Syngur Thriller Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun flytja lagið Thriller á heimstónlistarverðlaunahátíðinni sem verður haldin í London í næstu viku. Þetta verður í fyrsta sinn í níu ár sem Jackson treður upp í Bretlandi. 10.11.2006 14:00
Orð má finna Fjórða breiðskífa Í svörtum fötum kemur út í dag en hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1998. Á þessari plötu sem heitir Orð má finna 12 ný lög sem öll eru samin af strákunum í hljómsveitinni og þess má einnig geta að þeir sáu sjálfir um stjórn upptöku og útsetningar. 10.11.2006 14:00
Segir snemmbúnum jólaundirbúningi stríð á hendur Mörgum blöskrar að jólaskreytingar skuli vera komnar upp, jólalög fari bráðum að hljóma á öldum ljósvakans og jólin séu hreinlega komin í byrjun október eða miðjan nóvember. 10.11.2006 13:30
Fjölbreytt stemning á nýrri plötu Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. 10.11.2006 13:30
Portrett af Skarði Einar Falur Ingólfsson og Helgi Þorgils Friðjónsson opna óvenjulega sýningu í Anima galleríi kl. 17 í dag. Sýningin ber heitið „Portrett af stað“ og geymir verk þeirra félaga í ljósmyndum, textum og málverkum er öll tengjast bænum Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu. 10.11.2006 13:00
Fáklæddar fyrirsætur á Mýrdalsjökli Kvikmyndafyrirtækið Labrador hefur staðið í ströngu undafarið en hér á landi hefur tökulið frá breska raunveruleikaþættinum Make Me a Supermodel. 10.11.2006 12:45
Opið hús í Listaháskólanum Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. 10.11.2006 12:30
Frumflytur nýjan texta við Sjúddiraírei á sextugsafmælinu „Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. 10.11.2006 12:15
Neitað af Lohan Söngvarinn og sjarmatröllið Robbie Williams lendir ekki oft í því að konur neiti honum en það gerði hin unga leikkona Lindsay Lohan á dögunum. Atvikið átti sér stað á næturklúbbi í Lundúnum þar sem Lohan og Williams voru bæði stödd ásamt fylgdarliði. 10.11.2006 12:00
Egill telur að sér vegið á Stöð 2 "Þetta er rétt, ég er mjög ósáttur," segir Egill Helgason, stjórnandi Silfurs Egils. Á bloggsíðu Steingríms Sævarrs Ólafssonar er því haldið fram að Egill sé afskaplega ósáttur við það hversu lítils stuðnings Silfrið nýtur meðan allt er lagt í nýjan þátt, Pólitík, sem fjallar um hliðstætt efni og Egill hefur haft til umfjöllunar. 10.11.2006 12:00
Styktartónleikar Ljóssins Úrval tónlistarmanna efnir til tónleika til styktar starfsemi Ljóssins, sem eru endurhæfingar– og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Tónleikarnir verða laugardaginn 11. nóvember í Neskirkju. Miðasala er hafin í Ljósinu í Neskirkju og í síma 5613770. 10.11.2006 12:00
Styttist í Skrekk Undanúrslit Skrekks, sem er hæfileikakeppni ÍTR fyrir nemendur grunnskóla Reykjavíkur, hefst þann 13. nóvember í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða þrjú undaúrslitakvöld og fara þau farm 13., 14., og 15. nóvember. Allir grunnskólar í Reykjavík taka þátt í keppninni en þátttakendur eru í 8. - 10. bekk. 10.11.2006 11:38
Litirnir dansa Guðrún Bergsdóttir opnar sýningu á útsaumsverkum og tússteikningum í Boganum í Gerðubergi í dag. Litirnir dansa og iða fullir af kátínu og frelsiskennd og vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi Guðrúnar Bergsdóttur. 10.11.2006 11:30
Nylon í Smáralind Nylon flokkurinn í boði KBbanka hefur ákveðið að boða til tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind Laugardag 18. nóvember nk. klukkan 15:00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að þriðja platan þeirra, sem ber nafnið Nylon, kemur út í næstu viku. 10.11.2006 11:15
Tveimur sýningum að ljúka Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi. 10.11.2006 11:08
Kallar fram gæsahúð Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User's Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum. 10.11.2006 11:00
Heather klippt út Myndskeið með Heather Mills hafa verið klippt út af tónlistarmynddiski sem Paul McCartney gefur út á næstunni og ber heitið The Space Within Us. 10.11.2006 10:30
Gjaldmælir dauðans telur Áhugaverð og skemmtilega spunnin glæpasaga líður fyrir einfalda afgreiðslu lausra enda. Höfundarnir hafa áður sýnt að þeir geta betur en Farþeginn stendur þó vel fyrir sínu sem þokkalegur reyfari og manni leiðist aldrei við lesturinn. 10.11.2006 10:00
Framtakssömu stelpurnar frá Svíþjóð vekja athygli Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá. 10.11.2006 09:30
Forsala á netinu Miðasala á almennar sýningar í Smárabíói og Regnboganum er hafin í fyrsta sinn á netinu á slóðinni midi.is/bio. Hingað til hefur midi.is verið leiðandi í sölu aðgöngumiða á tónleika, leiksýningar, íþróttaviðburði eða annað en nú hafa kvikmyndahúsin loksins bæst við. 10.11.2006 09:00
Flýtir vegna Sykurmola Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma. 10.11.2006 09:00
Fjölskyldusýningar dansflokksins Íslenski dansflokkurinn opnar dyr sínar í nóvember og býður til þriggja fjölskyldusýninga sem henta jafnt ungum sem öldnum. Mat flokksins er að mikilvægt sé að auðvelda fólki að kynnast dansi og sjá hversu skemmtilegt það getur verið að koma á danssýningu. 10.11.2006 08:30
Fed krefst forræðis Kevin Federline ætlar einnig að krefjast forræðis yfir sonum sínum tveimur sem hann átti með söngkonunni Britney Spears. Britney sótti um skilnað við hann í gær og krafðist forræðis yfir sonunum, sem eru eins árs og tveggja mánaða. 10.11.2006 08:00
Ekki öll kurl komin til grafar Rannsóknir hafa nú staðið yfir í fimm ár á hinum forna stað klaustursins á Skriðu sem síðar tók nafn sitt eftir klaustrinu og þekktur er undir heitinu Skriðuklaustur. Á morgun verður efnt til málþings í sal Þjóðminjasafnsins um rannsókir á klaustrinu 10.11.2006 07:30