Lífið

Gröndalshús í hættu

Undir lok vikunnar síðustu tók hópur manna sig til í Reykjavík og fór í blysför frá Þingholtsstræti að húsi Benedikts Gröndal við Vesturgötu 16b. Förin var gengin til að mótmæla áformum borgaryfirvalda sem nýlega keyptu húsið og hyggjast flytja það í Árbæ.

Telur hópurinn sem gekk að það sé misráðið og borgarbúar eigi Gröndal skuld að gjalda, einu helsta skáldi þeirra á nítjándu öld, náttúrufræðingi, myndlistarmanni og menningarfrömuði í mörgu tilliti. Eru borgaryfirvöld gagnrýnd harðlega fyrir þessar áætlanir. Hús Gröndals stendur í skugga bak við yngra hús, en það er eitt af mörgum gömlum húsum við Vesturgötu.

Þaðan hafa horfið hús undir því yfirskini að þeim skyldi komið í Árbæ. Þeirra á meðal er Sjóbúðin þar sem Geir Zoëga bjó, sem var drifkraftur í borginni um síðustu aldamót. Það hefur aldrei risið þar og viðir þess fóru í önnur hús. Nú er hafið stríð um hús Gröndals og reynir nú á borgarstjórn og aðrar opinberar nefndir sem bera ábyrgð á minjavörslu húsa í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×