Lífið

Lifir í ótta

Michael Jackson Lifir í ótta við klæðskipting sem sendir honum yfir 100 bréf á dag og hefur aukið öryggisgæslu í kringum sig til muna.
Michael Jackson Lifir í ótta við klæðskipting sem sendir honum yfir 100 bréf á dag og hefur aukið öryggisgæslu í kringum sig til muna.

Michael Jackson er búinn að auka gæsluna í kringum sig til muna eftir að klæðskiptingur frá Ástralíu byrjaði að senda honum yfir 100 bréf á dag. Jackson er með fjóra lífverði sem fylgja honum hvert fótmál og klæðist skotheldu vesti á hverjum degi.

Klæðskiptingurinn ber nafnið Melanie og kemur meðal annars fram í bréfunum að hann vilji giftast Jackson og að leiðir þeirra eigi eftir að liggja saman einhvern daginn. „Michael lifir í ótta og á erfitt með svefn vegna þessa enda Melanie orðin mjög ýtin og ógnandi í bréfaskriftum sínum," segir talsmaður söngvarans við breska blaðið Daily Star.

Jackson er þekktur fyrir að vera dulbúinn þegar hann fer meðal almennings og um daginn vakti hann athygli fyrir að hafa klæðst kvenmannsfötum þegar hann var göngu í St.Tropez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.