Fleiri fréttir

Plant ítrekað klappaður upp

Hinum heimsfræga rokkara, Robert Plant, var ákaft fagnað og hann ítrekað klappaður upp í Laugardalshöll í gærkvöldi en hann hélt þar tónleika ásamt hljómsveit sinni, The Strange Sensation.

Ingibjörg fékk þýðingaverðlaunin

Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni <em>Fjárhættuspilarinn</em> eftir Fjodor Dostojevskí. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini í dag.

Star Wars Battlefront 2 í vinnslu

Framhaldið af mest selda Star Wars leik allra tíma mun bæta við sig geimbardögum, spilanlegum jedi persónum og efni úr STAR WARS: EPISODE III REVENGE OF THE SITH myndinni

Scarface: The World Is Yours

Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur.  Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi.

Langskemmtilegast að elda fisk

Stefán Arthur Cosser fór frægðarför til Drammen í Noregi um síðustu helgi þegar hann sigraði ásamt Ólafi Hauki Magnússyni í Norðurlandakeppni mat- og framreiðslunema. "Við vorum tveir kokkanemar sem fórum héðan en venjan er að þeir sem eru valdir nemar ársins fari fyrir Íslands hönd í keppnina. 

Gúrkur á marga vegu: Gúrkusalat með fetaosti og rúsínum

Gúrkur hafa verið ræktaðar til matar um þúsundir ára og hér á Íslandi hófst ræktun þeirra snemma á síðustu öld. Þrátt fyrir það hefur ekki ríkt mikil fjölbreytni í matreiðslu á gúrkum. Þær hafa aðallega verið notaðar á brauð eða með mat, í hefðbundin salöt og svo súrsaðar.

Tilbúin í hjónaband

Leikkonan Angelina Jolie er tilbúin að ganga upp að altarinu á nýjan leik. Jolie, sem er 29 ára, er tvífráskilin. Seinni eiginmaður hennar var leikarinn Billy Bob Thornton.

Tónleikaplata frá Kraftwerk

Þýska hljómsveitin Kraftwerk, sem hélt eftirminnilega tónleika í Kaplakrika fyrir tæpu ári síðan, ætlar að gefa út tvöfalda tónleikaplötu í byrjun júní sem nefnist Minimum-Maximum.

Hrækt á Jane Fonda

Bandaríska leikkonan Jane Fonda fékk heldur óblíðar móttökur þegar hún mætti til Kansas City í Bandaríkjunum til þess að árita nýútkomna bók sína.

Styrktartónleikar í Smáralind

Aðstandendur Hafdísar Láru Kjartansdóttur, sem lést ung úr arfgengri heilablæðingu, afar sjaldgæfum sjúkdómi, halda tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld til styrktar rannsóknum sem miða að því að finna lækningu. María Ósk Kjartansdóttir, systir hennar, segir tónleikana haldna til að afla fjár til að efla rannsóknir á sjúkdómnum, en hann sé einungis að finna á Íslandi og megi rekja til Breiðafjarðar.

Kvöld í Hveró - Fabúla

Fabúla heldur tónleika í Hveragerðiskirkju föstudagskvöldið 22. apríl en tónleikar hennar eru liður í konsertröðinni Kvöld í Hveró. Sveitasynir hita upp fyrir Fabúlu.

Rær ekki á örugg mið

Það er staðfest, <em>Immigrant Song</em> með Led Zeppelin, er um Ísland, samið eftir heimsókn sveitarinnar hingað fyrir 35 árum. Söngvari hennar, Robert Plant, er kominn aftur til lands íss og snjóa, miðnætursólar og heitra hvera. Þrátt fyrir glæstan feril, hvarflar ekki að honum að róa á örugg mið í tónlistinni heldur leitar hann sífellt nýjunga og sköpunar.

Fæðupýramídarnir orðnir tólf

Fæðupýramídarnir eru orðnir tólf í Bandaríkjunum. Hingað til hefur aðeins verið stuðst við einn fæðupýramída sem allir hafa átt að geta notast við sem viðmið um hvernig beri að hegða matarvenjum sínum.

Til Amman í arabískunám

Laganemarnir Þorbjörg Sveinsdóttir og Anna Tryggvadóttir ætla að hvíla sig á lögfræðistagli um tíma og læra heldur arabísku. Þær halda til Jórdaníu með haustinu. </font /></b />

Förðun og frami að námi loknu

Linda Jóhannsdóttir hefur nýverið lokið við framhaldsnám hjá Emm school of makeup og hefur fengið fjölmörg atvinnutækifæri í kjölfarið en Eva Natalja Róbertsdóttir lýkur við framhaldsnámið fljótlega og stefnir á frekara nám erlendis. Fréttablaðið hitti þær stöllur og fylgdist með þeim farða og fékk að fræðast frekar um </font /></b />

Sogar í sig dansspor

Brynja Pétursdóttir byrjaði að kenna dans í Árbæjarþreki og Magadanshúsinu í fyrra og mun kenna þar aftur í sumar. Hún er aðeins tvítug en fylgist mjög vel með stefnum og straumum í dansi.

Karlmenn vilja ekki horaðar konur

Það er mesti misskilningur hjá konum að karlmenn sækist mest eftir þvengmjóum og jafnvel horuðum konum, samkvæmt rannsóknum Kaupmannahafnarháskóla, sem eitt sinn var höfuðháskóli okkar Íslendinga einnig. 

Tónleikarnir teknir upp

Trúbadorinn Halli Reynis spilar á sínum fyrstu tónleikum í sérstakri tónleikaröð á Café Rósenberg í kvöld. Hefur hann í hyggju að taka tónleikana upp ásamt þeim sem á eftir fylgja og gefa út plötu með afrakstrinum.

Finnst best að vera í eldhúsinu

"Eldhúsið mitt er voða skemmtilegt og finnst mér æðislegt bæði að elda þar og vesenast. Ég er mikið fyrir að elda, og náttúrlega hefur það verið stór hluti af mínu starfi í mörg ár," segir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.

Málar undir ítölskum áhrifum

Teboðið, Stólar að snæðingi, Fátækraveisla, Villiblóm og Málað fyrir Fjodor Dostojevskí. Allt eru þetta titlar á málverkum myndlistarkonunnar keflvísku Steinunnar Bjarkar Sigurðardóttur sem sýnir og selur list sína á netinu á heimasíðunni http:www.nwc.is/steinunn. 

Hannar grifflur í stað vettlinga

"Í versluninni er seld íslensk hönnun, aðallega peysur. Ég vinn við að sauma flíkur og sinna afgreiðslunni. Þegar ég var í skóla úti í Danmörku fékk ég mikla reynslu og lærði á atvinnuvélar sem eru ólíkar hefðbundnum saumavélum. Ég sótti um þetta starf stuttu eftir að ég kom heim frá Danmörku og fékk það.

Klassaskyrtur í kúrekastíl

Víða sjást angar af henni, belti með stórum sylgjum, flottir kúrekahattar. Það vantar aðeins upp á að leðurvestin nái að festa sig í sessi en skyrturnar eru sko aldeilis komnar -- og þær eru komnar til að vera næsta misserið.

Fjölbreytnin gefur starfinu gildi

Lárus H. Bjarnason, skólameistari í MH, kann vel við sig innan um unglingana og gerir sér far um að umgangast þá. Hann er mikill velunnari skólakórsins og fer í flestar ferðir með honum. </font /></b />

Reynum að sinna öllum

Fjöldi ungmenna sækir um störf hjá Vinnumiðlun ungs fólks á hverju sumri og er útlit fyrir að fleiri fái vinnu í ár en í fyrra. </font /></b />

Atvinnuleysi minnkar

Atvinnuleysi í mars var 2,6 prósent samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. </font /></b />

Skemmtilegt starf er forréttindi

Hermann Guðmundsson er 29 ára og hefur unnið sem markaðsstjóri í Kringlunni í rúmt ár. Hann hefur mikinn áhuga á markaðsfræði og stjórnun og hyggur á frekara nám í þeim fræðum seinna meir. </font /></b />

Ráðist gegn raka í veggjum

Þegar raki er kominn í veggi innandyra niðri við gólf á jarðhæð, að ekki sé talað um niðurgrafna veggi þá er kominn tími til að setja nýja drenlögn. Sigmundur Heiðar hjá GG lögnum fræddi okkur um það fyrirbæri. </font /></b />

Best að fara upp á fjall

Ragnhildur Magnúsdóttir, útvarpskona á Kiss FM, fær ekki nóg af hreyfingu og gerir sitt af hverju tagi til að halda sér í formi.¨ </font /></b />

Vill hreyfingu sem meðferðarform

Vinnuhópur Félags íslenskra sjúkraþjálfara hefur verið að vekja athygli á kostum hreyfingar sem meðferðarform og mælir með að læknar geti veitt sjúklingum sínum ávísun á hreyfingu. </font /></b />

Karlar ýkja - konur segja ekki frá

Svo virðist sem karlar eigi að meðaltali fjóra fasta bólfélaga á lífsleiðinni. Konur eiga að meðaltali fjóra bólfélaga. Munurinn er töluverður eftir kynþáttum. </font /></b />

Mynd Dags Kára til Cannes

Kvikmyndin Voksne Mennesker í leikstjórn Dags Kára Péturssonar hefur verið valin til keppni á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes sem er haldin í 58. skipti 11.-22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zik Zak, öðrum framleiðanda myndarinnar. Myndin verður sýnd í flokknum Un Certain Regard sem kemur næstur aðalkeppninni að mikilvægi, en einungis 20 kvikmyndir víðs vegar að úr heiminum eru valdar þar til þátttöku.

Veit ekki hvert hann flýgur?

Söngvari Iron Maiden og flugmaður Iceland Express virðist ekki hafa hugmynd um til hvaða lands hann er að fljúga þegar hann flýgur ítrekað áætlunarflug til Íslands. Aðeins eitt flugfélag flýgur til Íslands og það heitir Icelandair, segir á heimasíðu popphljómsveitarinnar sem ætlar að halda tónleika í Egilshöll 7. júní.

Smá upplýsingar um Quake 4

Activision hafa loksins gefið út smá upplýsingar um Quake 4. Leikurinn mun gerast eftir að Quake 2 endar þar sem einn liðsmaður nær að uppræta varnir heimaplánetu Strogg óvættanna ásamt leiðtoganum Makron.

Aldrei fleiri á kvikmyndahátíð

Um sextán þúsund manns hafa sótt Íslensku kvikmyndahátíðina, IIFF, á fyrstu tíu sýningardögunum. Í tilkynningu frá hátíðahöldurum segir að hún hafi þar með slegið öll aðsóknarmet fyrri kvikmyndahátíða hérlendis.

Foster í mynd Spike Lee

Leikkonan Jodie Foster hefur tekið að sér hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans virta Spike Lee, Inside Man. Myndin fjallar um bankaræningja sem ætla að fremja hið fullkomna rán og lögreglumenn sem reyna að hafa hendur í hári þeirra.

GTA San Andreas

Svindl fyrir GTA San Andreas. Til að ræsa svindlin skal ýta á rétta takkablöndu á stýripinnanum meðan leikurinn er í gangi. Athugið að svindlin geta raskað spilun leiksins.

Mercenaries

Svindl fyrir Mercenaries. ATH að notkun svindla geta haft áhrif á spilun leiksins. Til að virkja svindlin farið í PDA tölvuna og veljið “Factions” og stimplið inn kóðan.

Call Of Duty Finest Hour

Svindl fyrir Call Of Duty Finest Hour á Playstation 2. Hjálpar þér að opna öll borð og fá endalaus skot.

Doom 3 PC

Doom 3 er einn drungalegasti skotleikur sem gerður hefur verið fyrir PC. Fyrir þá sem vilja smá aðstoð í baráttunni við hin illu öfl á Mars geta nýtt sér eftirfarandi svindl

Segja Eccleston leika Silas

Ekkert verður af því að Ingvar E. Sigurðsson leiki í kvikmynd sem gera á eftir bókinni Da Vinci lykillinn. Ron Howard, leikstjóri myndarinnar, fékk Ingvar í prufu en nú greina breskir fjölmiðlar frá því að leikarinn Christopher Eccleston hafi verið valinn til að leika meinlætamunkinn Silas. Ingvar fór í prufu vegna sama hlutverks.

Sjá næstu 50 fréttir