Lífið

Veit ekki hvert hann flýgur?

Söngvari Iron Maiden og flugmaður Iceland Express virðist ekki hafa hugmynd um til hvaða lands hann er að fljúga þegar hann flýgur ítrekað áætlunarflug til Íslands. Aðeins eitt flugfélag flýgur til Íslands og það heitir Icelandair, segir á heimasíðu popphljómsveitarinnar sem ætlar að halda tónleika í Egilshöll 7. júní. Hljómleikagestum af meginlandinu er bent á að hafa samband við félagið. Á heimasíðu Iron Maiden er gefin upp síðan Farfuglinn.is þar sem getur meðal annars að líta upphrópunina „Fljúgðu eins og hæna“ og vísað er áfram á síðu Icelandair þar sem hægt er að panta miða. Eins og allir vita þá flýgur Iceland Express líka á milli meginlandsins og Íslands, og það sem meira er og skrítnara, þá er Bruce Dickinson, söngvari Iron Maden, einmitt flugmaður hjá félaginu sem leggur Iceland Express til flugvélarnar í Íslandsflugið og hefur marg oft flogið áætlunarflug hingað til lands. Þar að auki er hann sagnfræðingur að mennt, rithöfundur í frístundum og skylmingamaður góður, að hætti víkinga. Annars kemur fram á Ticketpro miðasöluvefsíðu í Tékklandi að dýrustu miðarnir á Iron Maiden tónleika þar í sumar kosti 990 krónur, sem er rétt tæplega þrjú þúsund íslenskar krónur, en dýrustu miðarnir hér á landi kosta 7.700 krónur, eða ríflega tvöfalt meira. Á það er þó að líta að um þrefalt fleiri komast í einu á tónleikana í Tékkalandi en hér á landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.