Lífið

Tónleikarnir teknir upp

Trúbadorinn Halli Reynis spilar á sínum fyrstu tónleikum í sérstakri tónleikaröð á Café Rósenberg í kvöld. Hefur hann í hyggju að taka tónleikana upp ásamt þeim sem á eftir fylgja og gefa út plötu með afrakstrinum. Mun hún væntanlega koma út fyrir næstu jól. "Mér finnst bara eðlilegt að gera þetta svona," segir Halli aðspurður um uppátækið. "Mig langar að fanga kaffihúsafílinginn. Ég hef verið það mikið úti að spila í gegnum tíðina og langaði að gera þetta á svona litlum stað. Það er svo mikil nálægð og sérstök stemmning sem myndast sem heillar mig." Halli verður einn með kassagítarinn á tónleikunum í kvöld sem hefjast klukkan 22.00. Mun hann spila mörg ný lög í bland við þau eldri. Hljómsveit hans fær því frí í kvöld, en hún spilaði undir á síðustu plötu hans, Við erum eins, sem kom út fyrir síðustu jól og fékk prýðisgóðar viðtökur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.