Lífið

Mynd Dags Kára til Cannes

Kvikmyndin Voksne Mennesker í leikstjórn Dags Kára Péturssonar hefur verið valin til keppni á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes sem er haldin í 58. skipti 11.-22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zik Zak, öðrum framleiðanda myndarinnar. Myndin verður sýnd í flokknum Un Certain Regard sem kemur næstur aðalkeppninni að mikilvægi, en einungis 20 kvikmyndir víðs vegar að úr heiminum eru valdar þar til þátttöku. Dagur Kári, sem þekktastur er fyrir mynd sína Nói albínói, skrifaði handrit myndarinnar ásamt Rune Schjott en hún er á dönsku og var hún tekin upp í Kaupmannahöfn fyrir um ári. Með helstu hlutverk fara Jacob Cedergren, Nicolas Bro, Tilly Scott Pedersen og Morten Suurballe. Áætlað er að frumsýna Voksne Mennesker hér á landi 27. maí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.