Fleiri fréttir

LA frumsýnir Pakkið á móti

Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld nýtt leikverk eftir Henry Adam sem ber heitið <em>Pakkið á móti</em>. Í verkinu er tekið á mörgum eldfimum málum sem eru í umræðunni og er umhverfi verksins hinn vestræni heimur eftir 11. september 2001. Leikritið sló í gegn á Edinborgarhátíðinni þar sem það hlaut verðlaun sem besta nýja leikritið og þykir það í senn drepfyndið og áleitið.

Íslenska lagið best á breskri krá

Framlag Íslands til Evróvisjón-söngvakeppninnar í ár, lagið <em>If I Had Your Love</em> í flutningi Selmu Björnsdóttur, bar sigur úr býtum í óformlegri keppni, sem haldin var á bar í Lundúnum í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum á Retro-barnum í Lundúnum þar sem öll Evróvisjón-lögin voru sýnd og fengu gestir síðan að greiða atkvæði og velja besta lagið.

Legokallar öðlast máttinn

Nú þegar þriðji hluti stjörnustríðsmyndanna í seríunni er á næsta leiti eru tölvuleikjaframleiðendur og leikfangaframleiðendur að gíra sig upp í gósentíð í sölu. Sumir ganga skrefinu lengra og gefa út tölvuleik byggðan á myndunum með leikföngum í forgrunni.

Plant kemur á miðvikudag

Fyrrum söngvari Led Zeppelin, Robert Plant, kemur hingað til lands ásamt hljómsveit sinni The Strange Sensation næstkomandi miðvikudag.

Lego Star Wars í lok apríl

Tölvuleikurinn Lego Star Wars kemur út í lok þessa mánaðar á PC, PlayStation 2, Xbox og Gameboy Advance. Hér er á ferðinni þriðju persónu hasarleikur þar sem allar nýju Star Wars-myndirnar eru teknar fyrir og settar upp í heimi Lego.

Heillaður af hestöflunum

Heiðar Þorleifsson hefur átt fimm bíla þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Nú ekur hann á Pontiac Trans Am árgerð '94, tryllitæki sem er hvorki meira né minna en 300 hestöfl </font /></b />

Snaggaralegur í borgarumferðinni

Nýr Mercedes-Benz A-Class lætur í fljótu bragði ekki mikið yfir sér. Hér er hins vegar á ferðinni afburðaskemmtilegur smábíll sem er lipur í umferðinni en liggur líka ótrúlega vel á vegi miðað við stærð. </font /></b />

Nýjung fyrir jeppaeigendur

Hægt er að stjórna og fylgjast með loftþrýstingi í loftpúðum með snertiskjá í mælaborði. </font /></b />

Flestir brúa bilið með bílaláni

Auknir lánamöguleikar fyrir bílakaupendur hafa auðveldað fólki að eignast nýja bíla. Fréttablaðið leitaði til bílasala og bílaumboðs og spurðist fyrir um hver þróunin væri og hvernig fólk fjármagnaði bílakaupin. </font /></b />

Midnight Club 3 kominn í verslanir

Rockstar Games ásamt bílablaðinu DUB kynna bílaleikinn Midnight Club 3 DUB Edition. Þetta er þriðji leikurinn í seríunni sem færði bílaleikina af brautunum og inn á götur stórborganna. Midnight Club 3 DUB Edition er fáránlega hraður bílaleikur, þar sem leikmenn geta ekið frjálst um Atlanta, San Diego og Detroit, einir og sér eða með allt að 8 öðrum á netinu.

Styrkti ABC-söfnun á afmælisdaginn

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er 75 ára í dag. Hennar gamli vinnustaður, Leikfélag Reykjavíkur, bauð henni upp á óperuflutning og börn sem eru að safna fyrir fátæk börn á Indlandi á vegum ABC-barnahjálpar heilsuðu upp á hana. Vigdís gaf í söfnunina en börnin sungu fyrir hana tvö lög og var annað þeirra hinn sígildi afmælissöngur.

Á níræðisaldri um heimsins höf

Bandarísk hjón á níræðisaldri láta ekkert stoppa sig þegar þau sigla um heimsins höf á snekkjunni sinni. Þau eru nú stödd hér á landi og halda á næstu dögum í fimm þúsund sjómílna ferðalag.

Segir Nine Songs ekki klámmynd

Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni <em>Nine Songs</em> sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel.

Ratchet snýr aftur, með aukahluti.

Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4 leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone.

Kostar 8 þúsund í afmæli Vigdísar

Vigdís Finnbogadóttir verður 75 ára á morgun. Af því tilefni slær Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur upp veislu í Perlunni annað kvöld þar sem selt verður inn á átta þúsund krónur. Ráðherrar og fleiri fá þó frítt inn. Í gær höfðu nær þrjú hundruð manns skráð sig í veisluna og munu njóta þríréttaðrar máltíðar, söngs og ræðuhalda.

Demon Stone

Demon stone er hlutverkaleikur (RPG) í anda ADD hlutverkaspilsins og sækir í Forgotten Realms heiminn, sem hlutverkaspilarar ættu að þekkja ágætlega.  Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá myndi LOTR sennilega lýsa þessum heimi best þar sem ADD heimurinn er óneitanlega spunninn uppúr Tolkien sögunum. Þú spilar 3 kalla, konu sem er þjófur (rouge) og er blanda af álfi og manni, mann sem er stríðsmaður (fighter) og svo seiðkarl (wizard).

Tapaði milljón á Idol-keppninni

"Ég var með góðar tekjur í Kárahnjúkum sem mér finnst sjálfsagt að fá eitthvað upp í hvernig sem ég fer að," segir Davíð Smári Harðarson Idol-keppandi sem hefur sótt um fjárstyrk úr sveitarsjóði Árborgar. Davíð vill fá bætt vinnutap upp á eina milljón króna sem hann segist hafa orðið fyrir með þátttökunni í Idol-Stjörnuleitinni.

Fjölmenni í afmæli Rúnars Júl

Það voru margir sem samfögnuðu heiðursmanninum og eðalrokkaranum Rúnari Júlíussyni í Stapanum í gærkvöldi. Þar var boðið upp á tónlistarveislu. 

Sinna hinum ósnertanlegu

Læknanemarnir Dagur Bjarnason og Brynjólfur Mogensen ætla til Indlands í sumar að hlynna að hrjáðum og sjúkum. Lægst setta stéttin í landinu sem nefnist Dalítar mun njóta krafta þeirra. </font /></b />

Færni vörubílstjóra fer batnandi

Aðstæður til þess að keyra vörubíl hér á landi eru víða mjög bágbornar. Svavar Svavarsson ökukennari hefur verið ökukennari í aldafjórðung og kveðst hafa notið hvers augnabliks. </font /></b />

Fljótandi skóli við Faxagarð

Slysvarnaskóli sjómanna starfar allt árið og heldur fjölda námskeiða sem öll lúta að öryggi þeirra sem starfa á hafi úti. Skólinn fagnar 20 ára afmæli í vor og er fyrstur skóla á Íslandi til að standast kröfur um gæðavottun ISO 9001:2000. Hann er líka sá eini sem er á floti. </font /></b />

Nám fyrir fullorðna með lesblindu

Hjá Mími-símenntun er í boði nám fyrir fullorðið fólk með lesblindu sem byggt er á aðferðafræði Ron Davis. </font /></b />

Britney ólétt

Poppstjarnan Britney Spears er ólétt. Söngkonan viðurkenndi þetta loks á heimasíðu sinni í gær og sagði að allt gengi að óskum. Slúðurblöð í Bandaríkjunum hafa fjallað um óléttu Spears vikum saman en hún hefur alltaf harðneitað, þangað til í gær.

Féll fyrir dönskum stígvélum

Blaðakona hittir aldeilis vel á Ingu Maríu Valdimarsdóttur leikkonu þegar hún hringir í hana og vill fá að hnýsast aðeins í fataskápinn hennar. </font /></b />

Besta skíðasvæði í heimi

Ferðaskrifstofan GB ferðir er að hefja sitt fjórða rekstrarár, því á þessu ári á að bjóða tvær skíðaferðir til Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Þær ferðir seldust upp um leið og hefur eftirspurn verið slík hjá Íslendingum að á þessu ári og því næsta mun ferðaskrifstofan bjóða upp á þrettán ferðir til þessarar skíðaparadísar. </font /></b />

Ekkert land eins flott í laginu

Úrsmiðurinn Rúnar I. Hannah hefur tekið þátt í því að glæða verslun á Laugaveginum lífi með úraverslun sinni Úr að ofan en nýjasta afrek kappans var að vinna annan hluta af hönnunarkeppni Henson þar sem hann hannaði mjög þjóðernislegan Henson bol. </font /></b />

Ný verslun með leðurfatnað

Verslunin Mona býður upp á fatnað og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu, en fyrirtækið Mona var stofnað í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu og selur vörur í fjölmörgum löndum. Íslenskir hönnuðir eru líka með vörur í versluninni.

Bleeeesaður, Kristján!

Kristján Kristjánsson tónlistarmaður kom í fyrsta sinn til New York fyrir nokkru og heillaðist mjög af borginni, bæði andrúmsloftinu og byggingunum. Empire State er í mestu uppáhaldi.

Systirin einskonar einkaþjálfari

Björn Bragi Arnarsson, nemi í Verzlunarskóla Íslands og ræðumaður Íslands 2005, reynir að fara reglulega í ræktina því að hans mati er hreyfing mjög mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu.

Listræn mannrækt á Suðurnesjum

Púlsinn er litríkt ævintýrahús suður í Sandgerði sem leggur áherslu á heilsu og hamingju. Þar er dansað og leikið, eldað, hugleitt og ýmislegt þar á milli. Marta Eiríksdóttir er aðalsprautan í starfseminni. </font /></b />

Jóhann Hauksson til Fréttablaðsins

Jóhann Hauksson fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins hefur verið ráðinn á ritstjórn Fréttablaðsins. Jóhann mun jöfnum höndum skrifa fréttir og starfa í hádegisútvarpi Talstöðvarinnar.

Svanurinn tryggir gæðin

Á næstu dögum verður ráðist í átak til að kynna umhverfismerkið Svaninn hér á landi. </font /></b />

Vorhreingerning líkamans

Um þessar mundir vilja allir hreinsa líkamann -- þó sérstaklega eftir veturinn. Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins á Laugavegi 2, tíndi saman nokkrar vörur í apótekinu sem geta hjálpað fólki að hreinsa sig fyrir vorið. </font /></b />

Klæðnaðurinn getur gert gæfumuninn

Fátt hressir meira en góð gönguferð í náttúrunni og með vorinu fjölgar þeim sem fara í dagsferðir á tveimur jafnfljótum. En til að þær verði til heilsubótar en ekki öfugt er betra að búa sig rétt. Helgi Benediktsson fjallaleiðsögumaður veit þetta af eigin reynslu. </font /></b />

Hildur Vala verður Stuðmaður

Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar. Hildur Vala var gestur í Íslandi í bítið í morgun ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni. Þar sagðist hún einfaldlega ekki hafa getað hafnað tilboðinu og sagðist búast við að túrinn yrði bæði skemmtilegur og lærdómsríkur.

Ubisoft hætta við Ghost Recon 2

Ubisoft hafa tilkynnt að Þeir munu ekki gefa út Ghost Recon 2 fyrir PC. Ástæðan er sú að vinna er núþegar hafin á Ghost Recon 3 og hafa Ubisoft menn áhyggjur af því að annarhvor leikurinn verði verri fyrir vikið ef þeir gefi út báða.

Heimilistónar í bandarísku vefriti

Bandaríska veftímaritið <em>Pittsburgh Tribune Review</em> fjallar ítarlega í dag um leikkonuna Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem gert hefur leikna heimildamynd um kvennahljómsveitina Heimilistóna í Bandaríkjunum. Auk leikinna atriða hélt hljómsveitin tónleika í Pittsburgh þar sem lög á borð við <em>Sugar Sugar</em> og <em>Fly me to the Moon</em> voru sungin á íslensku.

Hitchhikers Guide í símann þinn

Það þekkja margir bækur Douglas Adams, Hitchhikers Guide To The Galaxy enda þrælskemtileg lesning. Kvikmynd eftir bókunum verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 29.apríl en hér heima verður hún frumsýnd í Sambíóunum 06. maí næstkomandi. 

Sjá næstu 50 fréttir