Lífið

Tilbúin í hjónaband

Leikkonan Angelina Jolie er tilbúin að ganga upp að altarinu á nýjan leik. Jolie, sem er 29 ára, er tvífráskilin. Seinni eiginmaður hennar var leikarinn Billy Bob Thornton. "Ég er rosalega rómantísk og væri alveg til í að eiga yndislegt hjónaband sem myndi endast í langan tíma," sagði Jolie, sem á ættleiddan son sem heitir Maddox. "Ég er að leita að manni sem yrði besti pabbi í öllum heiminum," bætti hún við. Orðrómur hefur verið uppi um að hún og Brad Pitt hafi átt í ástarsambandi en hún hefur alltaf vísað því á bug.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.