Lífið

Karlmenn vilja ekki horaðar konur

MYND/AP
Það er mesti misskilningur hjá konum að karlmenn sækist mest eftir þvengmjóum og jafnvel horuðum konum, samkvæmt rannsóknum Kaupmannahafnarháskóla, sem eitt sinn var höfuðháskóli okkar Íslendinga einnig.  Vísindamennirnir hafa komist að því að karlar vilji helst að konur séu mjúkar viðkomu eða hafi mjúkt fitulag yfir vöðvum og sinum. Þeir styðjast meðal annars við klámiðnaðinn í niðurstöðum sínum; þar séu örlítið holdugar konur greinilega vinsælli en þvengmjóar konur, en þessi iðnaður mæli að líkindum með nokkuri nákvæmni eftir hverju karlar sækjast helst í líkamlegu fari kvenna. Það séu hins vegar tískublöðin sem gefi skakka mynd; þar séu búnar til einhverjar ímyndaðar þvengmjóar fyrirmyndir sem konur telji sig eiga að líkja eftir, og reyni svo að líkja hver eftir annarri. Vísindamennirnir segja að þetta sé aftur á móti kappleikur innan kvennahópsins sjálfs með það að markmiði að ganga í augun á karlmönnum - en því miður sé þetta stóri misskilningurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.