Lífið

Hrækt á Jane Fonda

Bandaríska leikkonan Jane Fonda fékk heldur óblíðar móttökur þegar hún mætti til Kansas City í Bandaríkjunum til þess að árita nýútkomna bók sína. Maður, sem sagðist vera fyrrverandi Víetnam-hermaður, hafði beðið í eina og hálfa klukkustund í röð til þess að hitta hana og gerði hann sér lítið fyrir og hrækti framan í leikkonuna þegar hann stóð loks andspænis henni. Hann kallaði hana föðurlandssvikara fyrir að hafa heimsótt óvinina í Hanoi í Víetnam árið 1972.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.