Lífið

Foster í mynd Spike Lee

Leikkonan Jodie Foster hefur tekið að sér hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans virta Spike Lee, Inside Man. Myndin fjallar um bankaræningja sem ætla að fremja hið fullkomna rán og lögreglumenn sem reyna að hafa hendur í hári þeirra. Foster mun leika lögfræðing í myndinni en með önnur hlutverk fara Bretinn Clive Owen og Denzel Washington. Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið á næsta ári. Önnur mynd frá Spike Lee er væntanleg á næsta ári. Hún nefnist The Night Watchman og skartar Keanu Reeves í aðalhlutverki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.