Fleiri fréttir

Lífrænar vörur breiða úr sér

Eftirspurn er orðin veruleg eftir lífrænt ræktaðri fæðu og hafa stórverslanir útbúið afmörkuð svæði fyrir þessar vörur.

Búningahönnun er baktería

Filippía Ingibjörg Elísdóttir er fatahönnuður sem síðustu tíu árin hefur eingöngu fengist við gerð leikbúninga. Hún segir leikhúsið vera bakteríu og búningahönnun líka.

Konum enn mismunað

Í Bretlandi er ástandi á vinnumarkaðinum ekki nógu gott fyrir konur.

Topp tíu listinn

Yfir það sem þú mátt ekki láta út úr þér í atvinnuviðtali.

Ný reynsla á hverjum degi

Georg Erlingsson starfar sem stuðningsfulltrúi við Háteigsskóla en starf hans felst í að sinna börnum í skólanum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda við námið og lífið í skólanum.

Bifröst breytti lífi mínu

A. Agnes Gunnarsdóttir hefur eytt talsverðum hluta af lífi sínu á Viðskiptaháskólanum á Bifröst og líkar vel. Nú starfar hún þar sem verkefnisstjóri símenntunar og við kynningar og almannatengsl ásamt því að vera í meistaranámi við skólann.

Rover-veldið rústir einar

Síðasti stóri bílaframleiðandi Bretlands, MG Rover, hrundi síðasta fimmtudag þegar framleiðandinn gat ekki tryggt samning við kínverskan meðeiganda.

Lífsstíllinn kallar á jeppa

Jón Stefánsson organleikari segir lífstíl sinn kalla á stóran torfærubíl sem kemur honum auðveldlega hvert á land sem er.

Veðurguðirnir ákveða daginn

Samkvæmt lögum eiga allir bílar að vera komnir af nöglum þann 15. apríl en veðurfarið á þó lokaorðið í þeim efnum.

Reglubundið viðhald mikilvægt

Líftími og gæði bíls fer að miklu leyti eftir því hversu vel er hugsað um hann og skiptir til að mynda miklu máli að fylgjast vel með olíunni á vélinni.

Stærri og betri Passat

Hekla frumsýnir um helgina nýjan Passat. Um að ræða alveg nýjan bíl, bæði hvað varðar útlit og búnað. Passatinn er enn stærri en áður og óneitanlega glæsilegri líka. Að auki er hann kryddaður með ýmsum skemmtilegum búnaði.

Brúðkaupsmyndir birtar í dag

Skælbrosandi út að eyrum birtist breska konungsfjölskyldan í dag á ljósmyndum sem teknar voru vegna brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu sem nú er hertogaynja af Cornwall. Breskir fjölmiðlar segja myndirnar sýna afslappaða og hamingjusama fjölskyldu. Dæmi hver fyrir sig.

Sannleikurinn um gróðurhúsaáhrif?

Söguhetjan John Kenner er kynntur sem prófessor við MIT. En aðallega virðist hann hafa það hlutverk að fletta ofan af umhverfisverndarsinnum, bæði fræðilega og með því að setja þá í handjárn...

Ómetanleg bók

Þetta er eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má...

Hreyfilistaverk úr hverju sem er

Gangandi óskabein úr kjúklingi og fluga sem sveimar í sífellu í kringum ljósaperu eru meðal þess sem sjá má í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur þessa dagana. Það er bandaríski listamaðurinn Arthur Ganson sem á heiðurinn af þessu, en hann býr til vægast sagt óvenjulega hluti úr óvenjulegum hlutum. Hann ætlar alla vikuna að vinna með íslenskum börnum að hreyfilistaverki sem búið er til úr nánast hverju sem er.

Íslendingar vakna of snemma

Klukkan á Íslandi er vitlaus miðað við líkamsklukku Íslendinga. Við ættum að seinka klukkunni, en alls ekki flýta henni til samræmis við ýmsa aðra Evrópubúa, segir geðlæknir sem heldur því fram að Íslendingar vakni of snemma.

Noregskonungur aftur undir hnífinn

Ákveðið var með skömmum fyrirvara að skera Harald Noregskonung upp í dag vegna vökvasöfnunar við hjarta. Þetta er önnur aðgerðin sem hann gengst undir á skömmum tíma en í byrjun mánaðarins var skipt um hjartaloku í konungnum.

Blood Will Tell

Þeir gerast varla Japanskari leikirnir en Blood Will Tell. Maður fer í hlutverk Hyakkimaru, Samúræja sem var afmyndaður í æsku. Það vantaði á hann næstum alla útlimi, raddböndin, augun og ég veit ekki hvað og hvað. Faðir hans losar sig við kvikindið en góðhjartaður læknir finnur hann og tekur að sér. Læknirinn byggir svo hreinlega nýja líkamsparta á hann (guð má vita hvernig hann fer að því) og Hyakki lærir að ganga og berjast. Vondu skrímslin, svokallaðir „fiends”, gerðu þetta við hann og þegar hann fullorðnast fer hann í ferð til að drepa þá alla og fá líkamspartana sína aftur. En áður en hann fer lætur fósturpabbi hans hann fá innbyggð vopn í líkama hans sem gjöf. Já, þetta er vægast sagt furðulegt. Enda er leikurinn byggður á “anime” teiknimyndum, sem eru þekktar fyrir allt annað en að vera venjulegar.

Ratchet & Clank 3 Up Your Arsenal

Ratchet og Clank er tveir góðir vinir sem allir dyggir Platform-leikja aðdáendur kannast við. Þessir leikir, sem skapaðir eru með grafíkvélinni sem Naughty Dog hannaði fyrir Jak leikina, hafa slegið rækilega í gegn með fyrstu tveim leikjunum, og Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal, er alls engin undantekning. Eftir svaðilfarir þeirra félaga í fyrri ævintýrum, hefur Clank hlotið heimsfrægð sem Special Agent Clank í samnefndum sjónvarpsþáttum, en því miður hefur Ratchet lent á varamannabekknum.

Shrek 2

Shrek 2 er stórt grænt og úrillt tröll sem flestir íslendingar ættu að vera farnir að kannast vel við. Hann snýr núna aftur í þessum tölvuleik sem fylgir söguþræðinum úr seinni myndinni sem var mjög vinsæl í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikurinn byrjar á því að Shrek og konunni hans, Fionu, er boðið á konunglegt ball hjá foreldrum hennar, í konungdæminu Langt langt í Burtu. Eftir það fylgjum við þeim á leið þeirra til konungdæmisins, en jafnvel eftir að þau koma þangað er ævintýrið bara rétt að byrja.

Rumble Roses

Rumble Roses er glímuleikur þar sem mætast tveir söluhæstu eiginleikar í öllum skemmtanaiðnaðinum: Kynlíf og Ofbeldi. Þótt að þessi blanda hafi mjög oft skapað frábæra leiki á borð við GTA, þá eru þetta hlutir  sem erfitt er að setja saman á góðan hátt án þess að endurtaka gamla hluti sem allir eru komnir með leið á. Því miður þá býður Rumble Roses ekki upp á neina nýja hluti, en nær þrátt fyrir það að bjóða upp á ágætis skemmtun, ef manni tekst að líta fram hjá stærstu göllunum.

The Incredibles

The Incredibles er byggður á samnefndri kvikmynd  sem kom í kvikmyndahús fyrir stuttu og vakti mikla lukku.  Myndin, og leikurinn, fjalla um fjölskyldu af ofurhetjum, sem hafa neyðst til að setjast í helgan stein gegn vilja sínum, en þurfa svo að grípa aftur í búningana þegar nýr ofurglæpamaður byrjar að útrýma ofurhetjum. Þar sem myndin vakti svona mikla, og verðskuldaða athygli, var bara spurning um tíma hvenær leikurinn kæmi út, og myndi hann standast þær háu kröfur sem myndin hafði sett?

Spongebob Squarepants: The Movie

Spongebob Squarepants, eða Svampur Sveinsson eins og hann kallast á Íslensku þýðingunni, er áhugaverður djúpsjávarsvampur sem hefur skemmt yngri kynslóðinni hér á klakanum og útum allan heim. Hann er orðinn nokkurskonar  “icon” í Bandaríkjunum og er einnig byrjaður að afla sér mikilla vinsælda hér á landi. Svampur Sveinsson býr á Bikinibotnum með besta vini sínum Pétri (Patrick) sem er krossfiskur sem stígur ekki beint í vitið. Leikurinn er byggður á söguþræði myndarinnar, sem er komin í bíóhús á Íslandi, og snýst um það að Svampur og Pétur þurfa að leggja í leiðangur til að endurheimta kórónu konungsins sem hefur verið stolið og Herra Krabba hefur verið kennt um glæpinn.

Robots

Robots er tölvuleikur byggður á samnefndri teiknimynd sem að vakti miklar vinsældir hérna á klakanum. Myndin, og leikurinn, fjalla um Rodney Copperbottom sem er, eins og titillinn gefur til kynna, vélmenni. Hann býr í heimi alsettum vélmennum þar sem allir hlutir eru vélrænir á einn eða annan hátt. Rodney er talinn vera mikill uppfinningamaður af öllum þeim sem þekkja til hans, og fjallar leikurinn um ferð hans til stórborgarinnar þar sem hann ætlar að hitta uppáhalds uppfinningamanninn sinn, Bigweld, og kynna fyrir honum uppfinningar sínar.

Full Spectrum Warrior

Margir rauntíma hernaðarleikir hafa litið dagsins ljós undanfarin ár með misjöfnum áherslum og útkomum. Full Spectrum Warrior er sérstakur leikur í þessum geira. Hann er í raun æfingaleikur hannaður sérstaklega fyrir Bandaríska herinn til að þjálfa hermenn í baráttu á strætum Íraks. Leikurinn kennir hermönnum að meta hættu og bregðast við umhverfinu. Tvö teymi Alpha og Bravo þurfa að vinna saman til að halda lífi í hermönnum teymanna og tapast leikurinn ef einhver liðsmaður fellur.

Republic Commando

Stjörnustríðsleikirnir eru nú orðnir ansi margir og misjafnir eru þeir líka. Í hvert sinn sem ég skelli nýjum stjörnustríðsleik í gang þá fæ ég smá angistartilfinningu yfir því hvort hann sé útþynnt útgáfa eða frábær afurð gerð að metnaði. Republic Commando segir frá fjórum klónuðum hermönnum sem eru partur af sérsveit. Þeir eru hæfari en allir aðrir klónar enda með meiri þjálfun í farteskinu. Þetta er Delta sveitin sem tekur að sér erfið sérverkefni sem aðrir klónar ráða ekki við.

Mínus hitar upp

Nú hefur verið staðfest að Mínus verður aðalupphitunar hljómsveit fyrir tónleika Velvet revolver sem haldnir verða í Egilshöll þann 7. júlí nk.

EyeToy: Play 2

EyeToy myndavélin hefur farið sigurför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót fyrir Playstation 2. Þeir sem þekkja ekki til EyeToy þá er það myndavél sem tengist með usb tengi við Playstation 2 vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmaðurinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa og fótahreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að ná vel í mark enda mismunandi spilunarleikar í boði.

Halo 2

Stærsti leikurinn sem hefur komið á Xbox leikjavélina var lengi vel Halo. Engin annar leikur hefur náð sömu hæðum og hann fyrr en nú. Halo 2 tekur við forystuhlutverkinu frá forvera sínum með nýjungum og viðbótum fyrir seríuna. Master Chief mætir aftur í sögufléttuna eftir að hafa eyðilagt risastóran dularfullan hring í útgeimi sem var í rauninni ofurvopn. Illu geimverurnar í Covenant eru nú á leið til jarðarinnar og þarf Master Chief að bjarga heimaplánetunni sinni frá innrás þeirra.  

Killzone

Þegar Killzone leikurinn var í framleiðslu þá var hann hylltur af mörgum sem andstæðingur skotleiksins Halo 2 en í rauninni eiga þeir lítið sameiginlegt nema að vera báðir fyrstu persónu skotleikir og hafa fjöldaspilunarmöguleika fyrir leikjatölvur. Killzone gerist í framtíðinni þar sem mannkynið hefur lagt undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu og skiptist mannkynið niður í tvær fylkingar,

Pitt og Jolie ekki saman

Talsmaður leikarans Brad Pitts segir grein sem fjallar um ástarsamband hans og Angelinu Jolie vera "algjörlega ósanna."

Mercenaries

Það er ljóst að áhrif GTA leikjanna eru ótvíræð í leikjaheiminum. Það sannast enn og aftur í leiknum Mercenaries sem ber mikinn GTA keim. Leikurinn fjallar um málaliða sem þurfa takast á við öfgastjórn í Norður Kóreu sem hafa hertekið landið með áform um frekari landvinninga með kjarnorkuvopnum.Öfgastjórnin kallast “Deck of 52” því skúrkarnir sem þú eltist við eru 52 talsins. Ef þú nærð þeim á lífi þá þrengist hringurinn en ef þú nærð þeim látnum þá tekur lengri tíma að fara í gegnum stokkinn og einnig fær málaliðinn minna borgað fyrir vikið.

Kameldýr í flugstöðinni

Starfsmanni á flugvellinum í Sidney var sagt upp á dögunum fyrir að vappa um flugstöðina í líki kameldýrs. Búninginn fann hann í tösku eins flugfarþega.

Star Wars KOTOR 2: The Sith Lords

Star Wars leikirnir hafa notið töluverða vinsælda í gegnum tíðina, þó aðalega hjá þeim sem fíla Star Wars, sem er alveg skiljanlegt því leikirnir fjalla mikið um þá hluti sem tengjast myndunum sbr “the force” og þessháttar sem fólk ætti kanski ekki að þekkja svo auðveldlega. Sith Wars er engin undantekning, þú leikur Jedi riddara sem vaknar á yfirgefnu eldsneytis tungli, nakinn og minnislaus.  Þú þarft að skoða þig um og reyna að komast að því hvað er að gerðist og leysa gátuna. 

Rome: Total War

Rómaveldið var ansi magnað eins og flestir vita og eru þeir sennilega ófáir sem hafa dreymt um að vera Sesar og hafa öll þau völd sem því fylgdi. Í Total War:Rome færðu tækifæri til þess að byggja upp veldi og er markmið leiksins að leggja undir sig allar nýlendur sem mögulegt er að leggja undir sig. Þú spilar sem annaðhvort Julii, Scipii eða Brutii veldin og hafa þeir allir mismunandi áherslur.

Brúðarbandið á Hróarskeldu

Kvennahljómsveitin Brúðarbandið mun spila sem upphitunarhljómsveit á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Hafa hljómsveitarmeðlimir ásamt 12 tónum unnið að því að vera með á hátíðinni síðan í janúar.

GoldenEye Rogue Agent

Bond. James B... nei ekki í þetta skiptið! Nú ert þú fyrrverandi starfsfélagi njósnara 007 sem hefur sagt upp starfi sínu hjá leyniþjónustu Breta MI6 og farið að starfa fyrir óvininn. Þegar Rouge Agent starfaði hjá MI6 var hann þekktur fyrir grófar og mjög hættulegar aðferðir sem dugðu þó alltaf til að klára verkefnið. En höfuð MI6 var alls ekki sátt við ósiðferðislegan starfshátt Rouge Agent og segir að hann sé að verða að því sem MI6 er einmitt til að berjast gegn. Móðgaður af M, segir útsendarinn starfi sínu lausu og verður að Rouge Agent, fyrsta spilanlega illmenni í sögu Bond leikja.

Sjá næstu 50 fréttir