Fleiri fréttir

Myntusteinseljusúpa og maríneruð og rúlluð lúða

Það er list að setja saman hátíðarmatseðil sem uppfyllir ströngustu hollustukröfur. Þá list kunna þau Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og unnusti hennar, Umahro Cadogan, sem hefur sérhæft sig í matreiðslu hagnýtra og góðra heilsurétta.

Götusalar reknir frá Coloseum

Götusalar í Róm eru í miklu uppnámi vegna þess að ákveðið hefur verið að reka þá frá Hingleikahúsinu mikla, sem hefur verið miðstöð þeirra í áratugi. Götusalanir hafa haft af því viðurværi sitt að selja gestum og gangandi minjagripi og þessháttar.

Stúlkur skara fram úr

Ísland er talsvert fyrir ofan meðaltal í könnun OECD á stærðfræðikunnáttu, eða í 10.-14. sæti, við meðaltal í lestrarkunnáttu og rétt fyrir neðan meðaltal í kunnáttu í náttúruvísindum. Langmest áhersla var á að kanna stærðfræðikunnáttu að þessu sinni í PISA-rannsókninni 2003 sem náði til OECD-landanna og annarra ríkja.

Jón Ásgeir fjórði á lista yfir áhrifamenn í breskum tískuiðnaði

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group er í fjórða sæti á lista yfir hundrað áhrifamestu menn í tískuiðnaði í Bretlandi, samkvæmt áliti vikuritsins Drapers Record sem birt er í nýjasta hefti þess. Jón Ásgeir er ennfremur einn af hástökkvurnum á lista Drapers Record, stekkur up um heil 47 sæti frá síðustu könnun.

Sendiherrann söng jólavísu

Jólaljósin voru tendruð á Óslóarjólatrénu á Austurvelli í Reykjavík klukkan 16.000 í gær. Fjölmargir borgarbúar voru viðstaddir atburðinn eins og undanfarin ár og skemmtu sér vel þrátt fyrir rigningarsúld og snjóleysi.

Samið um söfnunarbauka

Viðskiptavinum Avis á Íslandi gefst brátt tækifæri til að losa sig við smápeninga sem þeir eiga afgangs og styðja um leið mannúðar- og hjálparstarf Rauða krossins.

Dagur sjálfboðaliðans

Mikið var um dýrðir á degi sjálfboðaliðans í gær þegar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands var með opið hús í nýju húsnæði deildarinnar að Laugavegi 20.

Tíu bækur tilnefndar

Tíu bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eftir ákvörðun dómnefndar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.

Endurfundir hafa bjargað hjónaböndum og mannslífum

Lagið Endurfundir með Upplyftingu varð geysilega vinsælt þegar það kom út árið 1981 og stefnir í að verða ámóta vinsælt á ný, nú í flutningi Í svörtum fötum. Höfundurinn, Sigfús E. Arnþórsson, samdi lagið í kjallaraherbergi í Kópavogi þegar hann átti í eldheitu en stormasömu ástarsambandi við áhugaleikkonu undan Eyjafjöllum. </font /></b />

Leitað á heimili Michaels Jacksons

Lögreglan í Kaliforníu gerði húsleit á heimili söngvarans Michaels Jacksons, Neverland-búgarðinum, í gær. Tilgangurinn var að leita sönnunargagna í tengslum við ásakanir á hendur söngavaranum um kynferðislega misnotkun á börnum.

Næturtónleikar í minningu Mozarts

Óperukórinn í Reykjavík heldur sérstæða tónleika í Langholtskirkju í nótt á dánarstundu Mozarts. Wolfgang Amadeus Mozart andaðist klukkan eitt eftir miðnætti aðfararnótt 5. desember árið 1791 en hann var þá langt kominn með að semja sitt síðasta tónverk, <em>Sálumessu</em>.

Sammi básúna kynþokkafyllstur

Sammi í Jagúar er kynþokkafyllsti tónlistarmaður landins í dag. Þetta er niðurstaða könnunar DV sem fjallað er um í helgarblaði. Kynslóðaskipti eru orðin og menn eins og Egill Ólafs og Bó Halldórs komast ekki á blað.

KONAN-gegn heimilisofbeldi

Í dag klukkan 16 munu nokkrir fulltrúar frá Bríeti, félagi ungra feminista kynna jólagjöfina í ár, dúkku sem hefur hlotið nafnið KONAN, í Iðu, Lækjargötu

Húsleit hjá poppgoði

Rannsóknarlögreglumenn Sýslumannsembættis Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum gerðu húsleit á búgarði poppgoðsins Michaels Jackson á föstudag, en hann á að mæta fyrir rétt eftir nokkrar vikur sakaður um barnamisnotkun.

Slegist um bók ráðherradóttur

Cecelia Ahern, 23 ára gamall rithöfundur og dóttir forsætisráðherra Írlands, segist engan áhuga hafa á því að feta í fótspor föður síns. Fyrsta skáldsaga hennar, <em>Ps. Ég elska þig</em>, sem út er kominn í íslenskri þýðingu, hefur enda fengið glymrandi viðtökur. Útgefendur og kvikmyndafyrirtæki, bæði austan hafs og vestan, hafa slegist um útgáfuréttinn.

Reykti um borð þrátt fyrir bann

Flugstjórar reyktu óáreittir um borð í flugvélum Flugleiða þó að reykingar hefðu verið bannaðar. Björn Thoroddsen flugstjóri er í hópi þeirra síðustu sem reyktu um borð. </font /></b />

Fókus býður í bíó

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus</strong> fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Að venju er blaðið fremst í flokki fréttaflutnings úr tónlistar-, skemmtana- og bíóheimum. Fókus býður lesendum sínum í bíó, að þessu sinni á hryllingsmyndina <strong>Seed of Chucky</strong>, sem flestir ættu að hafa húmor fyrir.

Úr þrælakistu í dj-djobb á Hlemmi

<strong>Fókus</strong> fylgir <strong>DV í dag</strong> með fréttir úr skemmtana-, bíó- og tónlistarheimum. Meðal þess sem um er fjallað er nýr staður, sem býður <strong>ótakmarkað magn af bjór</strong> fyrir 2000 eða 1000 kall og hljómsveitina <strong>Aminu</strong> sem er gift Sigur Rós og loksins að gefa út plötu. Þá er einnig tekið viðtal við plötusnúðinn <strong>Mana Raknarong</strong>, sem er karókístjóri Kaffisetursins.

Sósan góða og rjúpan

Þó að ekki megi veiða rjúpu eru þær fluttar inn fyrir þá sem ekki getað hugsað sér annan jólamat. Ingi Þór Jónsson, veitingamaður á Rauða Húsinu við Eyrarbakka, dró fram úr ermi sinni fyrir Fréttablaðið þennan forláta rjúpnarétt og segir uppskriftina fylgja gömlum og gildum hefðum.

Klink vill Guðsmorð

Rokksveitin Klink, sem í eru m.a. Frosti Runólfsson, trommari, kvikmyndagerðarmaður og forsíðugaur <strong>Fókus</strong>, og Þröstur Johnny bassafantur í Mínus, hefur verið boðið að hita upp fyrir dauðarokksveitina alræmdu Deicide á Evróputúr. Þeir halda styrktartónleika fyrir ferðina í kvöld á Dillon.

Lögmaður Laxness stal frá honum

Danskur lögmaður Halldórs Laxness stal af honum andvirði íbúðar í byrjun sjötta áratugarins. Hann sat í fangelsi í þrjú ár fyrir fjársvik. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu um Nóbelsskáldið.

Fóðraði geitina Benjamín

Bára Grímsdóttir, tónlistarkennari, söngkona, tónskáld og kórstjóri svo eitthvað sé nefnt, tekur sér dágóðan tíma í að velja uppáhaldstískuhlutinn sinn en finnur á endanum sérstakan skartgrip.

Síbleikt jólatré

Litskrúðug jólatré hafa haldið innreið sína á heimili landsmanna

Hamborgarhryggur vinsælastur

Hamborgarhryggur verður vinsælasti jólamaturinn í ár og ætlar liðlega helmingur landsmanna að hafa hann í matinn á aðfangadagskvöld, samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Lambasteik er í örðu sæti en langt á eftir Hamborgarhryggnum, því tæp tíu prósent ætla að borða lambasteik.

Flottir Hljómar

Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar...

Þegar hátíð gengur í garð

Til að fá góð ráð og hollar leiðbeiningar um hátíðamatinn snerum við okkur til Óla Páls Einarssonar, matreiðslumeistara á Hótel Loftleiðum, og eldaði hann fyrir okkur tvenns konar kjötrétti, annars vegar andabringu með ýmsu meðlæti og hins vegar hamborgarhrygg.

Vinningshafi í vandræðum

Maður sem fyrir tveim árum vann stærsta lottóvinning sögunnar í Bandaríkjunum upp á vel á þriðja milljarð íslenskra króna, var á þriðjudaginn handtekinn fyrir að keyra fullur og bera ólögleg skotvopn.

Þörf umræða - Grein Súsönnu í dag

Viðbrögð við grein <strong>Súsönnu Svavarsdóttur</strong> hér á Vísi, þar sem launakröfur listamanna eru í brennidepli, hefur vakið mikil viðbrögð. Sitt sýnist hverjum um þóknun til þeirra listamanna sem komu fram á tónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum en mörgum þykir hár annar kostnaður sem af tónleikahaldinu hlaust. Bergþór Pálsson spyr hvort það sé ekki eðlileg krafa að opinbert uppgjör sé alltaf lagt fram þegar um peningasafnanir er að ræða?

Ætla í mál út af mynd um Alexander

Alexander mikli er ein af hetjum grískrar sögu, enda má segja að hann hafi mótað heimsveldið sem reis austur af Grikklandi. Hann lést þrjátíu og tveggja ára. Það er því óhætt að segja að Grikkjum hafi brugðið í brún þegar fréttist af nýrri kvikmynd um ævi Alexanders.

650 þúsund króna Martini

New York er heimili ofgnóttarinnar, og á Algoquin-hótelinu er hægt að panta sér drykk sem sannar þetta. Á barnum þar færst martíníhanastél sem er líkast til það dýrasta í sögunni, kostar tíu þúsund dollara eða sem nemur um sex hundruð og fimmtíu þúsund krónum. Drykkurinn er reyndar ósköp venjulegur, en í stað ísmola er demantur í glasinu, sem á að gera gæfumuninn.

Sædýrasafn innan tveggja ára

Til stendur að opna stórt og veglegt sjávardýrasafn í Reykjavík innan tveggja ára. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fær þess vegna nýja lóð og verður stækkaður um fjórðung.

Tími tónlistarmanna líka peningar

Hljómlistarmenn hafa rætt að setja verði upp verðmat á framlag þeirra á styrktarskemmtunum, segir Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna.

Gefur víst út fyrir jólin

"Það sem gerði útslagið var fjöldi áskorana frá fólki sem las fyrsta bindið og sagði að ég mætti ekki svíkja það um annað bindi," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann ætlar að gefa út annað bindi ævisögu Halldórs Laxness fyrir þessi jól, þrátt fyrir að Almenna bókafélagið ætli ekki að gefa það út.

Sérrífrómas með muldum makkarónum

Sérrífrómas er algengur eftirréttur á jólaborðum landsmanna. Ekki kunna þó allir að búa hann til. Björn Bragi Bragason, matreiðslumaður í Perlunni, gerir hann á þann hátt sem hér er lýst svo nú getum við hin farið að spreyta okkur. 

Eftirrétturinn góði Ris a la mande

Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumaður á Skólabrú brást vel við bón okkar um að laga þennan sívinsæla eftirrétt sem tilheyrir jólahaldinu á mörgum heimilum. Þessi er með auka tilbrigðum.

Toblerone-jólaís Margrétar

"Systir mín gaf mér þessa uppskrift fyrir mörgum árum og síðan hef ég ekki gert annan ís á jólunum. Þetta er mjög einföld uppskrift og hver sem er getur gert svona ís. Mikilvægast er að þeyta eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel,“

Sigrún Elsa eignaðist litla dóttur

"Hún er þæg og sefur meirihluta sólarhringsins," segir Sigrún Elsa Smáradóttir markaðsstjóri hjá Austurbakka og  varaborgarfulltrúi um litlu dótturina sem hún eignaðist þann 28. október síðastliðinn. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Strákar vilja Eið Smára klippingu

"Í raun er allt í tísku í dag en auðvitað eru ákveðnir straumar sterkari eða meira áberandi hverju sinni. Nú þykir flottast að hár sé annað hvort ljóst eða dökkt, en alls ekki eins strípað og áður." Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV í dag.

Maðurinn minn átti aðra fjölskyldu

Ég mun aldrei gleyma brúðkaupsdeginum okkar. Ég var svo hamingjusöm og viss um að við myndum verða saman það sem eftir væri. Svona veit maður lítið hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég var í hvítum fallegum kjól sem vinkona mín hafði sérsaumað handa mér enda erfitt að fá kjól í mínu ástandi en ég var komin 7 mánuði á leið.

Stórar konur geta líka verið sexý

Stórar konur geta líka fengið falleg undirföt. DV Magasín skoðaði úrvalið af nærfötum í yfirstærðum. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV í dag.

Herrar Íslands

Herra Ísland 2004 verður valinn úr hópi 21 keppenda á Broadway 17. desember en keppninni verður sjónvarpað beint á Skjá einum. Strákarnir koma allstaðar af frá landinu og spennandi verður að sjá hver mun standa uppi sem sigurvegari kvöldsins. DV <strong>Magasín</strong> kynntist herrunum aðeins nánar.

Gaman að vera miðsvæðis

"Þetta er yndislegt svæði og það er gaman að vera miðsvæðis," segir Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona en hún og fjölskylda hennar fluttu í fallega íbúð í Kjartansgötunni í sumar. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Sjá næstu 50 fréttir