Fleiri fréttir

Gerir það sem er gaman

Elva Björk Barkardóttir hefur nóg að gera í prófum um þessar mundir en reynir að halda sér í formi í leiðinni. </font /></b />

Mannakornshelgi á Kringlukránni

Það verður sannkölluð tónlistarveisla, sem Kringlukráin býður gestum til nú um helgina. Þá verður gestum staðarins boðið upp á svokallaða Mannakornshelgi bæði föstudags- og laugardagskvöld.

Bullpóstur um vírusa á Bloggi

Svo virðist sem taugar keppinauta Vísis séu nú þandar til hins ítrasta og þeir hinir sömu telji allt leyfilegt í stríði og friði. Bullpóstur þess efnis að skæður vírus sé á bloggsíðunni gengur nú um netið en aðstandendur Vísis geta fullvissað notendur um að svo er ekki, taugaveiklun keppinautanna skýrir póstsendinguna.

Sessý & Sjonni á Café Victor

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 2. desember, verða Sessý & Sjonni með tónleika á Cafe Victor. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:30 og verða í rúmlega tvo tíma með stuttu hléi.

Eldtungur og gallabuxur

Jón Baldur Bogason hefir verið með trabantdellu síðan hann var 15 ára. Hann flutti draumabílinn inn frá Berlín og gerði hann upp að eigin smekk. </font /></b />

Íslenskt mótorhjólafólk er gott

Njáll Gunnlaugsson heillaðist af mótorhjólum um tvítugsaldurinn, bæði tækjunum og sögunni á bak við þau. Nú hefur hann skrifað glæsilega bók þar sem fjallað er um íslenska mótorhjólakappa og þeirra fáka frá öndverðu. </font /></b />

Mannréttindi að eiga uppþvottavél

Aðalbjörg Guðgeirsdóttir fékk sér skúffur sem eru uppþvottavélar og kom þeim fyrir sitthvoru megin við vaskinn. </font /></b />

Friður og ró við arineld

Margir eiga eflaust eftir að orna sér við elda frá örnum og kamínum í vetur, njóta þess að hlusta á snarkið og horfa í glæðurnar. </font /></b />

Elegans og hátíðleiki

Þjóðmenningarhúsið er flottasta húsið í bænum að mati Lísbetar Sveinsdóttur listakonu. </font /></b />

Smækkuð mynd af samfélagi

Nútíma íslenskur arkitektúr hefur að miklu leyti fengið að brjótast út í öllum þeim skólabyggingum sem hafa risið síðustu árin víðsvegar um landið og er áhugavert að skoða hugmyndirnar á bakvið þær. </font /></b />

Julia Roberts eignast tvíbura

Óskarsverðlaunaleikkonan Julia Roberts hefur eignast tvíbura með eiginmanni sínum, kvikmyndatökumanninum Danny Moder. Julia hefur legið á sjúkrahúsi undanfarinn mánuð vegna erfiðleika á meðgöngu. Nú hefur hún fætt dreng og stúlku sem nefnd hafa verið Phinnaeus og Hazel og heilsast öllum vel.

Um 100 þúsund söfnuðust

Um hundrað þúsund krónur hafa safnast handa fjölskyldu Feribu, litlu stúlkunnar sem lést í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl, þeirri hinni sömu og þrír íslenskir friðargæslumenn slösuðust í.

Metaðsókn í meindýraeyðingu

Færri komust að en vildu á námskeið í eyðingu meindýra sem haldið var í síðustu viku. Veðurblíðan síðastliðin sumur er megin ástæðan fyrir auknum áhuga enda hefur meindýrum fjölgað.

Hannes gefur ekki út fyrir jól

Annað bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor kemur ekki út fyrir þessi jól að sögn Bjarna Þorsteinssonar, útgáfustjóra Almenna bókafélagsins sem gaf fyrsta bindið út.

Dorrit tendrar ljósin

Dorrit Moussaief forsetafrú tendrar í dag, fyrsta í aðventu, ljósin á jólatré kringlunnar. Þetta verður klukkan þrjú. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur nokkur jólalög við það tækifæri, auk þess sem fleiri tónlistarmenn skemmta.

Aðeins öðruvísi kalkúnn

Kalkúnn með fyllingu í allri sinni dýrð á veisluborðinu er fjarri því að teljast hversdagsmatur og hentar því vel á hátíðarstundum eins og um jólin. Kjötið á fuglinum nægir fyrir marga og er hægt að elda það á marga vegu, þó svo algengast sé að kalkúnn sé eldaður í heilu lagi.

Presturinn á Kirkjustétt

Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholti, er nýflutt á Kirkjustéttina. Við sömu götu mun hverfiskirkjan rísa þegar þar að kemur. Sigríður prestur hafði hug á að búa við Prestastíg en hefur ekki aldur til. </font /></b />

Halli var frábær

Haraldur Reynisson tónlistarmaður hélt stofutónleika á Holtastíg 11 í Bolungarvík á laugardagskvöldið en þar búa hjónin Ingibjörg Vagnsdóttir og Ketill Helgason með þremur börnum sínum.

Orð Guðna breyta litlu

Pylsusala virðist ekki hafa tekið neinn sérstakan kipp þrátt fyrir hvatningu landbúnaðarráðherra á dögunum til íslenskrar æsku þess efnis að borða fleiri pylsur.

Þýsk sjónvarpsstöð sýnir Latabæ

Þýska sjónvarpsstöðin Super RTL hefur ákveðið að sýna sjónvarpsþáttinn um íbúa Latabæjar. Sjónvarpsstöðin er sú fjórða sem undirritar samning við fyrirtækið LazyTown Entertainment.

Áverkar á tískusýningu

Konur með áverka eftir árásir koma fram á tískusýningu í Lækjargötu í dag. Sýningin er á vegum Amnesty International á Íslandi og er liður í átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ýmsar þekktar konur koma fram á sýningunni, farðaðar eftir áverkalýsingum úr dómsmálum og verður lesið upp úr málunum á meðan.

Fyrirsæta auglýsir hamborgara

Fyrirsætan grannvaxna, Heidi Klum, mun segja fólki allt um ágæti þess að snæða hamborgara og franskar næstu tvö árin. Hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við hamborgararisann McDonalds þess efnis að vera andlit fyrirtækisins.

Erill í verslunum í Bandaríkjunum

Það er jólastemning víðar en á Íslandi því jólainnkaupin eru hafin af fullum krafti í Bandaríkjunum. Í New York hófst hin eiginlega jólaverslun í gær, föstudaginn svarta, en það nefna verslunareigendur alla jafna daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Margir reyndu að lokka fólk til sín með alls konar gylliboðum.

Laugavegsganga hundanna

Óvenjumargir ferfætlingar spókuðu sig á Laugaveginum í dag. Þar voru félagar í Hundaræktarfélagi Íslands á ferð ásamt hundum sínum í árlegri Laugavegsgöngu. Ekki er annað vitað en að bæði tví- og ferfætlingar hafi skemmt sér hið besta í miðborg höfuðstaðarins í dag.

Matur frá öllum heimshornum

Í veitingahúsinu Café Kulture í Alþjóðahúsinu á Hverfisgötu 18 er borin fram fjölbreyttur matur allsstaðar að úr heiminum.

Fókus býður í bíó

<strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV í dag </strong>og býður á eðalgrínið <strong>Without a Paddle</strong>. Einnig segist <strong>Hreimur </strong>í Landi og sonum <strong>hafa fengið nóg </strong>af poppstjörnunni, vill ekki <strong>selja á sér rassgatið</strong>. <strong>Freysi</strong>, <strong>Brynjar Már </strong>og <strong>Kristján </strong>í Ópinu spiluðu jólaspilin yfir bjór. <strong>Ruslana fór í hungurverkfall</strong>, þrátt fyrir að segja Fókus að hún tæki ekki pólitíska afstöðu -- <strong>og margt fleira.</strong>

Best að taka sig ekki of alvarlega

Forsíðu <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, prýðir hinn góðkunni Hreimur Örn Heimisson söngvari. Hann hefur haft hægt um sig á þessu ári, fékk nóg af poppbransanum og ákvað að taka sér smá hlé. Hann réð sig því í "venjulega" vinnu. Hreimur segir poppstjörnuhlutverkið ekki vera nærri eins glamúrus og margir vilja halda.

Í hungurverkfall eftir Fókusviðtal

Fyrir nokkrum vikum setti <strong>Fókus</strong>, sem fylgir með <strong>DV í dag</strong>, sig í samband við <strong>Ruslönu</strong>, sem sigraði Eurovision svo eftirminnilega með laginu <em>Wild Dances</em>. Þá var nýafstaðin forkosning til forseta í Úkraínu og Ruslana sagðist ekki ræða pólitík opinberlega. Sú staða breyttist með dramatískum hætti á miðvikudaginn.

Strandverðir lélegastir

Breskir sjónvarpsáhorfendur eru á því að Strandverðir séu lélegasti bandaríski sjónvarpsþáttur frá upphafi. Í nýlegri könnun sjónvarpstímarits í Bretlandi kemur einnig fram að þættirnir um Simpson-fjölskylduna þykja þeir bestu sem komið hafa frá sjónvarpsrisanum í vestri.

Haukur M bestur Íslendinga á imdb

<strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>, fór í himnaríki kvikmyndanördsins, <a title="imdb.com, himnaríki kvikmyndanördsins" href="http://www.imdb.com/">International Movie Data Base</a>. Þar eru upplýsingar um nánast allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið og þar að auki er birt einkunnargjöf. Flestallar <strong>íslensku myndirnar </strong>eru á vefnum og hér má sjá hvernig þær koma út, í röð frá bestu myndinni til þeirrar verstu.

Kveikja í gítarnum á sviðinu

Fókus, sem fylgir DV í dag, fjallar ítarlega um allt sem er að gerast í næturlífi landans. Þar á meðal um tónleika Nine Elevens á Grand Rokk í kvöld. Hversu oft kemst maður í tæri við rokkhljómsveit með svo mikið af effektum að hún þarf að ráða einn fremsta brellumeistara íslenska kvikmyndabransans til að halda utan um allt havaríið?

Fókus selur Bjarkarbjöllu

Blaðamenn <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV</strong> í dag,<strong> </strong>komust fyrir skemmstu yfir bjöllu sem nú hefur verið sett á uppboðsvefinn <strong>eBay.com</strong>. Bjallan er smá í sniðum og svo sem ekkert merkileg nema ef vera skildi fyrir þær sakir að hafa sérst í nýjasta myndbandi skærustu stjörnu Íslands, <strong>Bjarkar Guðmundsdóttur</strong>.

Hoffmann með ofnæmi fyrir kókaíni

Leikarinn Dustin Hoffmann segist hafa neyðst til þess að hætta að taka kókaín, þar sem hann hafi ofnæmi fyrir því. Hann segist hafa orðið afar andstuttur í hvert skipti sem hann hafi tekið efnið og hann hafi að lokum orðið að hætta að taka það inn, þar sem að þegar verst lét, hafi hann átt við önduarerfiðleika að stríða vikum saman eftir notkun þess.

Hollenskt Queen-koverband

Fókus, sem fylgir DV á föstudögum, fjallar ítarlega um skemmtanalíf landans að venju. Athygli er vakin á Queen-koverbandinu Miracle, sem er frá Hollandi og treður upp í Reykjavík um helgina. Aðdáendaklúbbur Queen á Íslandi flutti kraftaverkadrengina inn.

Domingo til Íslands

Þriðji tenórinn kemur til landsins í mars og heldur tónleika í Egilshöll í Grafarvogi. Fyrir aldarfjórðungi kom Pavarotti, Carreras árið 2001 og á næsta ári mun Placido Domingo, síðasti söngvarinn í þríeyki frægustu tenóra heims, heiðra Íslendinga með nærveru sinni. Hann heldur tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Egilshöll sunnudaginn 13. mars næstkomandi.

32 manna úrslit í IDOL halda áfram

32 manna úrslit í IDOL stjörnuleit halda áfram annað kvöld. Þau hófust á Stöð 2 í síðustu viku og þá stigu átta söngvarar á svið. Annað kvöld stígur nýr átta manna hópur á svið og fara tveir úr hópnum áfram í lokaúrslit keppninnar sem hefjast í Smáralind eftir áramótin.

Gæsabringa með kirsuberjum

Nú síðustu ár hefur fólk gerst frakkara við að reyna nýjungar í eldamennsku á villibráð. Matgæðingar eru sammála um að bringurnar séu besti hlutinn af gæsinni og í stað þess að heilsteikja fugla eins og áður tíðkaðist er nú æ algengara að bringurnar séu það eina af fuglinum sem nýtt er.

Á eina kryddpíu eftir

Hjartaknúsarinn Robbie Wiliams segist hafa sængað hjá fjórum af kryddpíunum sálugu en vill ekki gefa uppi hverjar þær eru. Robbie lýsti þessu yfir í sjónvarpsviðtali í Argentínu þar sem hann gortaði sig af því að eiga aðeins eftir að sænga hjá einni til þess að klára dæmið.

Graffití í nýja herbergið

Rósa Stefánsdóttir og Ragnar Hilmarsson, ásamt börnum sínum Alex og Birtu, eru nýflutt í íbúð í Laugarneshverfinu. Alex litli hefur yndi af hjólabrettum og veggjakroti, eða graffítí, og ákvað því að hafa herbergið sitt á nýja staðnum örlítið öðruvísi. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir