Lífið

Tíu bækur tilnefndar

Tíu bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eftir ákvörðun dómnefndar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Í flokki fræðibóka og bóka almenns eðlis fengu tilnefningu Halldór Laxness Ævisaga eftir Halldór Guðmundsson; Íslendingar eftir Sigurgeir Sigurjónsson og Unni Jökulsdóttur; Íslensk spendýr eftir Pál Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg; Ólöf Eskimói eftir Ingu Dóru Björnsdóttur og Saga Íslands 6. og 7. bindi eftir Helga Þorláksson og Sigurð Líndal. Í flokki fagurbókmennta voru tilnefndar Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson; Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson; Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur; Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason og Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrún Helgadóttur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.