Lífið

Dagur sjálfboðaliðans

Mikið var um dýrðir á degi sjálfboðaliðans í gær þegar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands var með opið hús í nýju húsnæði deildarinnar að Laugavegi 20. Hundruð sjálfboðaliða voru sérstaklega kallaðir til samkvæmisins þar sem boðið var upp á jólaleiki, tískusýningu úr L-12 verslun Rauða krossins, tónlistaratriði og fleira. Með samkomunni vildi Reykjavíkurdeildin þakka sjálfboðaliðum gott starf og gefa þeim tækifæri til að kynnast og eiga góða stund saman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.