Fleiri fréttir

Birgitta Haukdal og besta vinkonan

"Við kynntumst árið 2000 þegar Írafár var að spila með Bylgjunni um landið. Steinunn var í dansatriði og ferðaðist með okkur heilt sumar og síðan þá höfum við verið bestu vinkonur," segir Birgitta Haukdal um vinskap sinn við Ragnhildi Steinunni í tímaritinu <strong>Magasín</strong> sem fylgir DV í dag en þar er rætt við þekktar konur um vinskapinn.  

Ásta Ragnheiður missti 18 kíló

"Ég er búin að uppgötva helling af vöðvum sem ég vissi ekki að ég hefði," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingiskona. Ásta hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið enda ný og breytt kona en hún hefur misst 18 kíló á síðustu 8 mánuðum. "Ég var orðin of þung en nú er ég komin niður í kjörþyngd og má ekki léttast meira."

Miðbæjarrotta og flökkukind

"Ég er búin að vera hérna í rúmt ár og líkar mjög vel," segir Anna Margrét Björnsson ritstjóri Iceland Review og Atlantica en hún býr á 5. hæð í háu blokkunum við Klapparstíginn.

25 sinnum í viku

Elsku besta Ragga Ég held að ég sé í algjörlega kynóðu sambandi. Við kærastinn erum búin að vera saman í fjóra mánuði, og erum sjúk hvort í annað. Að meðaltali sofum við saman allt að 25 sinnum í viku. Jæts, mér finnst svakalegt að skrifa töluna. Samt líður mér vel og ég er bara nokkuð ánægð með allt þetta sex!

Mikill skortur á blóði

Blóðbankinn sendir frá sér neyðarkall því skapast hefur mikil og rík þörf fyrir blóðhluta hjá sjúkrahúsunum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum. Blóðbankinn leggur sérstaka áherslu á að fá virka blóðgjafa í öllum blóðflokkum til að koma og gefa blóð.

Fréttatími í hádeginu vegna bruna

Vegna brunans verða aukafréttir á Stöð 2 í hádeginu klukkan tólf og verður fréttatími Bylgjunnar og Stöðvar 2 því sameiginlegur og sendur út á samtengdum rásum.

Breytti um lífsstíl

Það er aldeilis ekki komið að tómum kofunum hjá útvarpskonunni Siggu Lund á Létt 96,7 þegar hún er spurð hvernig hún haldi sér í formi.

Veira veldur frunsum

Frunsur, sem einnig kallast áblástur, eru vágestur sem margir fá á varir og veldur talsverðum óþægindum. </font /></b />

Vill hlúa betur að börnum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar, segir að nauðsynlegt sé að hlúa betur að börnum á Íslandi. Hann segir að börn á Íslandi gætu haft það mun betra ef allir leggist á eitt til þess að búa þeim góðan jarðveg. Hann segir Ísland mjög hratt samfélag og því sé sérlega mikilvægt að haldið sé utan um börn á meðan foreldrar sinni vinnu.

Ítölsk jólakaka

Kakan er þétt og algert sælgæti fyrir þá sem kunna að meta hnetur á annað borð. Kakan geymist í álpappír eða í loftþéttu boxi í kæliskáp í mánuð og má geyma í frysti í þrjá mánuði.

Nýtt heimili í Drápuhlíð

Valdimar Gunnar Hjartarson og Stella Vestmann falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði.

Leiðist eldhúsið

Erla Ragnarsdóttir kennari og söngkona í Dúkkulísunum segist vilja vera þar sem hún hafi góða yfirsýn yfir hlutina á heimilinu og tekur fram að eldhúsið sé ekki í uppáhaldi </font /></b />

Viðbrögð við Digital Íslandi framar vonum

Viðbrögð við Digital Íslandi eru að sögn markaðsstjóra Íslenska útvarpsfélagsins framar vonum en nú hafa 20.000 heimili fengið stafrænan myndlykil. Í dag er Stöð 2 ásamt 42 öðrum sjónvarpsrásum á Digital Íslandi og enn bætist við því á morgun hefjast útsendingar á Sýn 2. Þar með opnast möguleiki til að sýna beint frá tveimur íþróttaviðburðum samtímis.

Ný heimildamynd um Guðberg

Rithöfundur með myndavél – Óformleg ævisaga er heiti nýrrar heimildamyndar eftir Helgu Brekkan um rithöfundinn Guðberg Bergsson sem verður frumsýnd í Regnboganum annað kvöld, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 18:00. Myndin byggir á super-8 kvikmyndum sem Guðbergur tók á ferðum sínum og þegar hann dvaldi lengi á Spáni og í Portúgal.

Hvíldu þig, hvíld er góð

Of lítill svefn eykur líkur á offitu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Kolumbía háskólanum í Bandaríkjunum. Skoðuð voru tengsl holdarfars og svefnvenja hjá 18 þúsund einstaklingum og í ljós kom að þeir sem sváfu 4 tíma eða minna að meðaltali voru meira en 70% líklegri til að þjást af offitu en þeir sem meira sváfu.

Láta taka af sér bæði brjóstin

Árlega láta þrjátíu til fjörutíu danskar konur fjarlægja af sér bæði brjóstin með skurðaðgerð til að fyrirbyggja að þær fái brjóstakrabbamein, samkvæmt grein í danska blaðinu Politiken. Þetta er gert eingöngu í þeim tilfellum þar sem erfðir auka líkurnar á krabbameini. Flestar konurnar velja að láta græða á sig gervibrjóst í staðinn.

Í mál út af Alexander?

Lögfræðingar í Grikklandi hyggjast fara í mál við framleiðendur stórmyndarinnar um Alexander mikla, þar sem Alexander er sagður hafa verið tvíkynhneigður í myndinni. Lögfræðingarnir fara fram á að tekið verði sérstaklega fram að um skáldskap sé að ræða

Kristján, pólitíkin og DV

Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi blaðamaður á DV, skrifar forvitnilega grein í nýjasta hefti Tímarits Máls & menningar. Þar fjallar Páll um síðustu daga DV undir fyrri eigendum, en ritstjóri var þá Óli Björn Kárason...

Íslendingar eiga tvö heimsmet

Íslendingar eiga tvö heimsmet í heimsmetabók Guinness og það þriðja er á leiðinni. Það mun víst vera staðreynd að engri bók er stolið í jafnmiklu mæli af bókasöfnum heimsins og bók dagsins. Og kannski við hæfi að bókin sjálf eigi það heimsmet, því hér er á ferðinni Heimsmetabók Guinness, sem í ár fagnar 50 ára afmæli sínu.

Kristján er heitastur í Danmörku

Í <strong>Fókus, </strong>sem <strong>fylgir DV</strong> <strong>í dag</strong> er viðtal við <strong>Kristján Eggertsson. </strong>Hann er aðalsprautan í hljómsveitinni <strong>Delicia Mini</strong> sem er það heitasta í <strong>Danaveldi </strong>nú um stundir. Lög þeirra eru spiluð margsinnis á dag, <strong>plötudómarnir</strong> hafa verið frábærir og þeir rjúka upp vinsældarlistanna. <strong>Fókus </strong>hringdi í Kristján og fékk að vita hvað væri eiginlega í gangi. </font /></b />

Fókus er kominn

Já, það er <strong>gleðidagur</strong> fyrir alla sem kaupa sér <strong>DV í dag</strong>. Tímaritið <strong>Fókus</strong> fylgir með, þeim til ómældrar ánægju. Þar er líkt og alltaf af nógu að taka. M.a. eru valin bestu og verstu <strong>plötuumslögin</strong>, talað við Kristján Eggertsson í <strong>Delicia Mini</strong>, sem á vinsælasta lag Danmerkur og <strong>Frosti Runólfsson</strong> segir frá heimildarmyndinni sinni um Mínus.

Pósar í glergámi í Chicago

<strong>Fókus</strong>, sem fylgir með <strong>DV í dag</strong>, talaði við hina 25 ára gömlu <strong>Þóru Lind Möller</strong>, sem starfar sem módel í Bandaríkjunum. Hún var á sínum tíma valin <strong>Miss Teen Colorado </strong>og fór sem fulltrúi þeirra á <strong>aðalkeppnina</strong> í Flórída á sínum tíma. Þessa dagana er hún á <strong>sundbol í glergámi</strong> til að vekja athygli á utanlandsferðum til Mexíkó. </font /></b />

Þessi mynd er skíturinn

"Það er ekki komið nafn á hana ennþá. Nokkrar tillaganna eru Rokkræningjarnir, Pilots of Purple og Börn ógæfunnar," segir <strong>Frosti Runólfsson</strong>, sem prýðir forsíðu <strong>Fókus</strong>, sem fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Frosti er að leggja lokahönd á heimildarmynd um <strong>Mínus</strong>. Hann nær öllu litrófi sveitarinnar, upphafinu, upphefðinni, fylleríinu og einlægninni.

Bestu og verstu umslögin

Í Fókus, sem fylgir DV í dag er gerð ýtarleg úttekt á plötuumslögum jólavertíðarinnar. Skemmst er frá því að segja að álitsgjafarnir telja rokkgrúppuna Brain Police eiga smekklegasta umslag ársins en gítargúrúinn Björn Thoroddsen það ljótasta. Stóru orðin eru ekki spöruð og engum hlíft í úttektinni.

Skemmtilegast á uppboðum

Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. </font />

32 manna úrslit í Stjörnuleitinni í kvöld

32 manna úrslit í IDOL Stjörnuleitinni fara fram á <font color="#000080"><strong>Stöð 2 klukkan 20:40 í kvöld</strong></font>. Nú munu atkvæði sjónvarpsáhorfenda ráða úrslitum en dómnefndin verður samt áfram að störfum, þó aðeins til að gefa álit. Úrslitin verða alfarið í höndum landsmanna en símanúmer keppenda eru auglýst í þættinum. Niðurstaða símakosningar verður tilkynnt í beinni útsendingu á ellefta tímanum  í kvöld.

Loksins, loksins Willys

Þorkell Stefánsson framkvæmdastjóri lét draum frá unglingsárunum rætast í fyrra. </font /></b />

Kiss á Gauknum?

<strong>Gaukur á Stöng</strong> heldur upp á afmæli um helgina. <strong>Fókus</strong> fagnar að af því tilefni mætir "hljómsveitin" <strong>Kiss</strong> á svæðið og gerir allt vitlaust. Fyrir nokkrum árum kom þessi sama "hljómsveit" fram á Hard Rock og þá létu hvorki meira né minna en 800 manns sjá sig á staðnum. Allt um það í Lífinu eftir vinnu í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>. </font />

Frægðin hefur styrkt sambandið

Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson, eða Kalli Bjarni eins og allir þekkja hann, hefur svifið á skýi frægðarinnar síðan hann sigraði keppnina. Óhætt er að segja að líf hans hafi umturnast. Eða svona næstum því. Heima í Grindavík er lítið breytt; þar á hann yndislega fjölskyldu sem hefur aldrei verið samrýmdari.

Tekjuskattur lækkar um 4%

Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar.

Eiður Smári frægastur

Eiður Smári Guðjohnsen er frægasti Íslendingurinn samkvæmt könnum DV á meðal grunnskólabarna í Reykjavík. Eiður ber af og skýtur fjölmörgum poppstjörnum og stjórnmálamönnum ref fyrir rass.

Harry Belafonte á Íslandi

Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag.

Mezzoforte og kór Langholtskirkju

Nýtt íslenskt kórverk, með djassbræðingi, verður flutt á tónleikum í Langholtskirkju á morgun. Hljómsveitin Mezzoforte og Kór Langholtskirkju verða þar leidd saman. 

Fegurðardrottning fær jólabarn

Íris Björk Árnadóttir og kærastinn hennar Kristján Jón Jónatansson létu plata sig á blint-stefnumót á sínum tíma og sjá ekki eftir neinu í dag. Þau eiga vona á sínu öðru barni í lok desember en fyrir eiga þau dótturina Katrínu Emblu sem varð eins árs í október.

Sverrir Kári í löggubúningi

Margar konur laðast að einkennisbúningum, aðrar að jakkafatatýpunum á meðan enn aðrar velja íþróttagæjana. DV Magasín klæddi Sverrir Kára Karlsson, Herra Ísland 2002, upp í nokkrar útgáfur af klæðnaði og lét nokkrar valinkunnar konur velja hvaða klæðnaður fer honum best. Hvar er hann mest sexý?

13 kærustur í einu

Dagur B. Eggertsson átti 13 kærustur í einu þegar hann var í Árbæjarskóla.

Pils sem passa á alla

Sigrún & Selma hanna flott pils á allar konur sama hvernig þær eru í laginu. Pilsin eru fjölbreytt, alveg frá því að vera einlit hversdags-pils upp í skreytt pils sem hægt er að nota spari.

21 hugmynd að stefnumótum

Tilhugalífið fer að mestu fram á djamminu en væri ekki gaman ef á því væri breyting? Bíóferðin hefur einhvern veginn lifað en það er svo margt annað í boði.

Sjá næstu 50 fréttir